Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 05.01.1941, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3 Skamm degis-spre ttur. Þeim hefir fækkað upp á síð- kastið, sem leggja það á sig að fara fótgangandi í langferða- lög, hvað þá heldur að hlaupa í ófærð á einu dægri í skammdeg- inu tvær vetrardagleiðir (á hest- um) ! Þessa mátti þó áður finna dæmi, reyndar sjálfsagt fá. Nú er og öldin önnur, og þarf nú um margt eigi að leita eins langt og viðgekst áður fyr hjer á landi. Flestir löttust einnig á göngunum og gripu meir til hestanna, er fram liðu stundir, líka á vetrum, — og nú eru bifreiðar og önnur hjól látin hafa fyrir því að koma fólkinu áfram (bæði til erinda og erindisleysu), þegar nokkurt færi er til þess. Einn af þeim vösku mönnum, er gat leikið sjer með slíkan fót- hvatleik og áreynslu-þol, lifir enn austur í Mýrdal, Þorsteinn Pjet- ursson á Rauðhálsi, nú kominn fast að áttræðu (f. 25. júlí 1861). Hefir hann lengi búið á þessari jörð, en Ijet af búskap fyrir nokkrum árum og seldi í hendur frænda sínum og tengdasyni, Pjetri Jakobossyni. En foreldrar Pjeturs voru Jakob Björnsson í Breiðuhlíð og kona hans Guðríður Pjetursdóttir (síðar ekkja lengi í Yíkurk-auptúni), og var hún systir Þorsteins á Rauðhálsi; eu af þeim 13 eða 14 systkinum munu nú aðeins 3 vera á lífi, sem sje, auk Þorsteins, Guðfinna Pjet- ursdóttir í Vík (82 ára) og Gísli Pjetursson, er fluttist út í Árnes- sýslu. Foreldrar þeirra Þorsteins voru Pjetur Erlendsson (d. 1865) og Guðríður Þorsteinsdóttir, bónda á Eystri-Sólheimum, og hjuggu þau á Vatnsskarðshólum í Mýr- dal, lifði móðir hans til 1910 og andaðist á heimili hans 86 ára. Þorsteinn á Rauðhálsi er um margt ágætismaður og var ötull búmaður, búhygginn og ráðvand- ur og hinn siðprúðasti í allri fram- göngu. Hefir hann aldrei talið eft- ir sjer sporið. Er hann ennþá vel ern, fisljettur á fæti, svo áð mönn- um sýnist sem hann vilji helst sem minst koma við jörðina, og hleypur þá gjarnan lítið eitt við fót. — „Sprettinum“, sem hjer segir frá, lýsir Þorsteinn á þessa leið, en sanngildi frásagnarinnar er staðfest af öðrum: Það var á jólaföstunni 1897. Var Þorsteinn beðinn að „skreppa" út að Stórólfshvooli í Rangár- vallasýslu, en þar sat þá næsti læknir, eftir meðulum handa Jak- obi mági sínum, er tekið hafði lungnabólgusótt. Þorsteinn átti þá heima á Suður-Götum í Austur- Mýrdal. Lagði hann af stað það- an snemma morguns fótgangandi í sæmilegu veðri, en færð var þannig, að brotasnjór var í ökla, sem er næsta þreytandi ófærð, er hjelst út allan Mýrdalinn. Varð hann fyrst að fara krók „inn í Dali“, heim á bæ sjúklingsins, og síðan koma við á Felli (í Út-Mýr- dal), því að sóknarpresturinn, síra Gísli Kjartansson, varð að skrifa sjúkdómslýsingu til Ólafs læknis Guðmundssonar á Stór- ólfshvoli, sem eins og margir muna var orðlagður læknir á þeirri tíð og vinsæll. Heldur Þorsteinn svo leið sína og kemur hvergi úr því fyr en að Steinum undir Eyja- fjöllum, en þar var Elín systir hans þá vinnukona; fjekk þar góðar viðtökur, mat og kaffi — og „dálitla aukahressingu í við- bót“, segir hann, „og var jeg þá ljettur í spori, er jeg lagði þaðan og hljóp við fót“. Næsti áfanginn var að Seljalandi, en þar bjó frændkona hans Marta Jónsdóttir og Högni maður hennar (síðar í Vestmannaeyjum, en þau voru foreldrar ísleifs kaupfjelagsstjóra og alþm. Högnasonar). Var þá dagur að kvöldi kominn og tók að dimma. í þann tíma voru vita- skuld öll stórvötnin óbriíuð, auk smærri vatnsfallá, og má nefna Hafursá og Klifandi í Mýrdal, Jökulsá á Sólheimasandi, Skógá og Holtsá undir Eyjafjöllum, Markarfljót og Þverá o. s. frv., sem hvert um sig gat orðið hið mesta forað. Vildu nú hjónin á Seljalandi, að Þorsteinn yrði þar um kyrt um kvöldið og gisti næstu nótt, en ekki var við það kom- andi, — hann var að vitja læknis. Falaði hann þá hest yfir Markar- fljót, en enginn klárinn var þá við, því.að mikill siður var á þeim slóðum að láta hrosss ganga úti. Gekk þá Högni bóndi með honum vestur að fljóti og vísaði honum á, hvar hentast myndi að vaða yfir, en er Þorsteinn lagði í vatn- ið, hvarf hann brátt sjónum, svo var dimt orðið, og vissi bóndi þá eigi, hvort hann hafði komist yfir eða ekki. Herti Þorsteinn nú göng- una, blautur eftir vöðsluna allan daginn, og vestur allar Landeyj- ar og óð enn vötnin og komst að lokum seint um kvöldið út yfir Þverá og í Hvolhrepp; var hann þá að komast á leiðar enda, en til þess að gera ekki lækni ónæði svo síðla, fór hann heim að Mos- hvoli og þáði þar gistingu. 1 hýt- ið næsta morgun fór hann svo heim að Stórólfshvoli, sem er steinsnar, og afhenti Ólafi lækui brjef síra Gísla. Er læknir leit dagsetning brjefsins, trúði hann því tæplega, að rjett gæti verið, en þó varð að sannfærast um það. Eftir talsverða bið þar, meðan læknir útbjó meðulin, skundaði Þorsteinn austur á leið. Kom hann við á Seljalandi og þóttust þau hjón hann úr helju heimt hafa, þar eð þau höfðu enga vitneskju um það fengið, hvort hann komst ’ iit yfir fljótið kvöldið áður, en blánóttina hina næstu hvíldi hann í Drangshlíð undir Austur-Eyja- fjöllum, áður en hann legði í Skógá, og hjelt síðan með sama áframhaldi einatt „hlaupandi við fót“ austur í Mýrdal, fór inn í Dali til sjúklingsins með meðulin og þaðan heim. Þessi „hlaupa-dagleið“ mun eigi vera fjarri 90 km. leið. Eigi varð Þorsteini á Rauðhálsi hið minsta um þenna sprett, en einmitt þetta sama ár (1897) fæddist Pjetur tengdasonur hans, er áður getur, sonur Jakobs, er í lungnabólgunni lá. Hann er nú stoð Þorsteins í ellinni. Þ. -f- G.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.