Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Side 3
LESBOK morgunblaðsins I 83 hræða. Hún var hvorki púðruð eða máluð, hár hennar var ó- greitt og hún var með óhreinar neglur. Tíu dögum síðar sá jeg hana aftur á annari tískusýningu. Hún var vitanlega altof feit ennþá, en nú var hún mjög þokkalega klædd, hárið var vel greitt, hún var púðr- uð og máluð og hendur hennar vel hirtar. „Nú“, hugsaði jeg með mjer, „það er eins gott að gæta sín fyrir Parísarborg". ★ }eg get ekki að því gert, að jeg held, að Hitler hafi orðið á stór skyssa, er hann ákvað að láta svona mikið af hermönnum sínum dvelja í París, jafnvel þó ekki sje nema í stuttan tíma. Þrátt fyrir matvælaskömtun, loftvarna- myrkvun og önnur óþægindi verð ur ekki hjá því komist að her- mennirnir sjái, hve daglegt líf er öðruvísi í Þýskalandi en í landi, sem nýlega var frjálst. Þar sem jeg tala þýsku kom það oft fyrir, að jeg bauð fram aðstoð mína við að túlka fyrir hermenn, sem voru í vandræðum með málið. Oft varð hjálp mín í þessu efni til þess, að jeg gaf mig á tal við þýsku her- mennina. Venjulegast höfðu þeir orð á því, hve þeim þætti landið fallegt, hve borgin væri unaðsleg, hve þeim þætti fólkið frjálslegt, þrátt fyrir ósigur sinn, hve þreytt- ir þeir sjálfir væru orðnir á ó- friðnum og hve þá væri farið að langa til að komast heim til sín. Einn þeirra sagði: „Já, jeg veit að þið Frakkar hafið beðið ósigur. En þið þurfið að minsta kosti ekki að berjast lengur. Sjáið okkur. Nú verðum við að berjast við Breta. Síðan við Ameríkumenn. Foringinn okk- ar hlýtur að vera orðinn brjálað- ur. Því getur hann ekki verið á- nægður með það, sem hann hefir þegar gert?“ Annar sagði: „Jafnvel í ósigrinum eruð þið frjálsari en við. Við getum ekki sagt okkar skoðun opinberlega“. Jeg er viss um, að í lok ársins 1940 er herinn mjög breyttur í anda frá því sem hann var í byrj- un ársins. Man jeg kvöld er sólin seig í æginn, úr síðstu geislum óf hún töfrahjúp. Kvöldsins móða breiddist yfir bæinn. Ei bærðist lauf, og þögnin.var svo djúp. Af Öskjuhlíð var unaður að líta Esjuna með húfu mjallahvíta. — Engey, Viðey eins og þernur stóðu, albúnar að vinna skylduverk, bárurnar með gáska að þeim óðu. — Efferseyjan klædd í skarlatsserk. — Reykjavík því lutu þær með lotning, í landi stóð hin tígulega drotning. Land og hafið kystust löngum kossi, kveðjan átti að merkja „Góða nótt“. Þegar kvöldsins sólar síðsti blossi seig að unni, stilt og undurhljótt, himinn grjet, en borgin unga brosti, því blómin hennar kvaldi langur þorsti. Svo beið hún hljóð og brosti gegnum tárin. hún beið uns sólin kæmi á ný með yl. Hún fegri er sem fleiri líða árin. Um framtíð hennar veit þó enginn skil. En eitt er víst, að drauma hana dreymir og drauma sína vandlega hún geymir. ★ Þú borgin kær, nú byrjar annar þáttur, þitt bros er ekki frjálst sem áður fyr, á ásýnd þinni er einhver raunadráttur og áform þín til dáða standa kyr. Hjartað unga berst svo ótt í barmi. Þú búa hlýtur yfir þungum harmi. Þjóðin öll, hún lýtur sömu lögum og líðan þín er hennar, fagra borg. Því ísland það er eins og fyr á dögum, ýmist býr und gleði eða sorg. Aldrei fyrnist Drottins dýrðar kraftur, sá dagur kemur þegar birtir aftur. Höfuðborg, því höfði skaltu lyfta, þitt hefta frélsi enginn þora kann. Það þroskast alt, sem þarf að aga og tyfta, það er nauðsyn fyrir sjerhvern mann. Og einstaklingar byggja upp heilar borgir. Ei bugast lát við þessar nýju sorgir. HUGRÚN.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.