Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 09.03.1941, Page 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 87 ályktun um framtíðina. Það eru miklar líkur til þess, að þessi undraverði atburður sje ástæðan fyrir þeirri hugmynd manna, sem kemur fram bæði í biblíunni og Völuspá, að jörðin eigi fyrir sjer að farast í eldi, og líklega ekki veigaminsta sönnunin fyrir því, að atburðurinn hafi átt sjer stað. Því þó enginn viti, hve langt er síðan — sjálfsagt nokkur þúsund ár — og löngu áður en ritöld hófst, þá eru sagnirnar, sem hafa lifað á vörum þjóðanna kynslóð fram af kynslóð, lífseigari heldur en menn gera sjer grein fyrir, bæði í þessu falli og öðru, og marg ar kynjasögurnar' um ýmislegt, sem gengið hafa og ganga enn frá ómunatíð, eiga sennilega einhvern meiri og minni veruleika á bak við sig, þó þær hafi breyst og orðið öfgakendar. Það er sagt, að á þessu mikla landi, Atlantis, sem á að hafa sokkið í sjó mjög snögglega, hafi búið voldug menningarþjóð — á þeirra tíma vísu — og hafi hún öll farist, eða meginhluti hennar, — allir, sem á landinu voru þeg- ar atburðurinn gerðist, — og or- sakirnar hafi verið ógurleg eld- gos, jarðskjálftar og jarðsig, þar til landið var horfið í sæ. Einnig hafa fundist skrásettar sagnir um, að þjóð sú, sem bygði Atlant- is, hafi verið herská þjóð, sem far- ið hafi með miklum hernaði á hendur þjóðum þeim, sem bjuggu við Miðjarðarhafið, og lagt undir sig mikið af Norður-Afríku og Suður-Evrópu og undirokað þær, án þess að þær fengju rönd við reist, fyr en Grikkir eða Aþenu- borgarmenn gátu veitt þeim við- nám og rekið þá af höndum sjer, og þar með forðað þeim þjóðum, sem ekki voru enn undirokaðar, frá þrældómi. ★ Nú geta allir gert sjer einhverja óljósa grein þess, hvílíkt óláu þjáningar og hörmungar það eru, sem sú þjóð eða þær þjóðir verða að þola, sem eru undirokaðar af öðrum og það enn þann dag í dag, hvað þá heldur á þeim tím- um, sem þetta á að hafa gerst á. Því þó ef til vill hafi ekki verið um mikla menningu að ræða hjá sumum þeim þjóðum, sem þann- ig voru yfirunnar, þá hafa þær þó lifað áður sínu óbrotna og frjálsa náttúrulífi, sem var alt annað eu það hörmungalíf, ef líf skyldi kalla, sem þrælar urðu að þola fyr á tímum, eins og sagan greinir frá, og það jafnvel fram undir vora daga. Það er því ekki neitt undar- legt, þó hugur þesskonar óláns- fólks fyllist beiskju haturs og hefndar, og hugurinn leiti að ein- hverju valdi, sem væri þess megn- ugt að hefna fyrir ranglætið og þjáningarnar, sem framdar voru án alls tilverknaðar, aðeins fyrir ágirnd og yfirdrotnunargirnd þess sterkari. En það vill nú venju- lega verða svo, að það vald lætur ekki ætíð mikið á sjer bæra, ’að minsta kosti ekki svo, að við sjá- mn út yfir það. En hjer á nú annað að hafa gerst. Þjóðin, sem hjelt öðrum í heljargreipum þrældómsins og aðr- ar minnimáttar þjóðir skulfu fyr- ir, var afmáð svo gjörsamlega á eftirminnilegan og ægilegan hátt. Þarna kom þá hefndin. Hinn rjettláti dómur yfir þá þjóð, sem ranglætið framdi, þar sem bæði mönnum og öllu landinu með því, sem á því var, bæði dauðú og lif- andi, var sökt í sjávardjúpið, eft- ir ógurlega elda, sem náðu langt upp í himininn. Er nú nokkuð ólíklegt, þó svona óvenjulegur stórviðburður hafi markað óafmáanleg spor í hugum þjóðanna og orðið að trúaratriði um það, að þannig ætti jörðin að farast vegna ranglætis mannanna. Því lítið mun á þeim dögum hafa verið til af skilningi fyrir eðlileg- um orsökum atburðarins, heldur eingöngu skoðaður sem yfirnátt- úrlegs eðlis, sem fyrirboði þess, hvernig endirinn yrði á öllu, því ranglætið hefir auðvitað þá, eins og enn í dag, víðar átt sjer stað heldur en hjá íbúum Atlantis. * Á Völuspá er bæði sögu- og spá-* dómssnið, þar sem koma fram ör- lög jarðar, goða og manna, og Völvan segir, hve langt hún muni aftur í aldir, þá jörð var ekki til, „vasa sandur nje sær nje svalar unnir". En Borssynir skapa hana. Æsir hittast á Iðavelli, reisa hof og hörga, smíða tól og tangir. Gullöld ríkti í goðheimi og alt var í ró og næði. En brátt byrjar ófriður, hið fyrsta víg er vegið, aðalorsökin er gullið, sem eflaust á að merkja fleiri auðæfi en það eitt, sem barist er um. Friðurinn er á enda. Styrjöld og dauði hefst. Hið illa veður uppi, svo að hið góða fær ekki rönd við reist. Baldur (ímynd hins góða) er drepinn. Alt fyllist ókyrð, boðar stríð og efstu daga. Úlfurinn (hið illa) tryllist. Ragnarök ríða yfir, og sól sortnar og jörð sökkur í sjá. En svo sjer Völvan lengra fram. Jörðin rís aftur iðgræn úr sæ og æsir finnast á Iðavelli. Gull- öld er aftur upprunnin. Baldur er kominn aftur. „Nýr himinn og ný jörð, þar sem rjettlætið mun búa“, segir í biblíunni, sem kallar það dag drottins, og þá eigi hinn mikli dómur hans að framfara yf- ir alt mannkyn, en ekki fyr. Krist- ur kemur aftur. Eftir þessum mikla tortímingar- og nýsköpunar- degi er beðið enn í dag, eins og kunnugt er. Mjer finst, eins og áður er sagt, svo merkilegt samræmi á milli heimsslitakenninga og aðdraganda til þeirra, sem kemur fram í áð- urnefndum trúarkerfum, við þær sögulegu heimildir, sem til eru uin hinn mikla og óvenjulega atburð, sem á að hafa skeð fyrir nokkrum þúsundum ára, þegar hið miki i land Atlantis á að hafa sokkið i sæ, að mjer finst því sje fullur gaumur gefandi, og gæti verið rannsóknarefni fyrir þá, sem vildu brjóta heilann um slíkt og leita um það svo mikilla sannana, sem frekast væri unt. * Prófessor Sig. Nordal vill halda því fram í ritgerð sinni í tíma- ritinu Iðunni VIII árg. um Völu- Stein, að ýms atriði í ragnaraka- lýsingu Völuspár eigi rót sína að rekja til eldgosamenja eða jafn- vel til mikils eldgoss, sem átt hafi sjer stað í óbygðum hjer á landi seint á 10. öld, og lýsingin sje að öllu leyti komin frá íslenskri nátt- úru eða náttúrufyrirbrigðum. Jeg held, að það sje nokkuð djörf á- Framh. á bls. 88.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.