Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Blaðsíða 1
11. tölublað. Sunnudaginn 16. mars 1941. XVI. árgangur. _ leg var þýskur ^ tallhlífarhermaður Við stóðum í hálfrökkri snemma morguns í hvíldarstöðu fyrir framan flugvjelina, sem átti að flytja okkur yfir Belgíu, og bið- um síðustu fyrirskipana foringja okkar, áður en við lögðum af stað. Þetta var um morguninn 15. maí, aðeins fjórum dögum eftir að Foringinn hafði gefið her sín- um skipun um að ráðast inn í Niðurlönd. Hver okkar fyrir sig beið þess með ákveðnum hug, að hans tími kæmi. Til beggja hliða við okkar flugvjel voru aðrar flugvjelar, samtals fimtán, í einni röð fyrir utaji neðanjarðarflugskýlin stóru, ekki allfjarri Koblenz. Fyrir fram- an hverja flugvjel voru hópar eins og okkar hópur, og biðu eftir síð- ustu fyrirskipunum áður en lagt var af stað. Fyrir aftan okkur höfðu vjela- menn flughersins sett vjelarnar í gang, sem áttu að flytja okkur yfir land óvinanna. Flugvjelarnar voru Junkers-vjelar, af svonefndri „JU-52“ tegund, sem fyrir stríð voru notaðar sem farþegavjelar, en voru nú notaðar til hermanna- flutninga. Hávaðinn frá vjelum hinna þriggja hreyfla flugskipa gerði menn heyrnarsljóa. „Athugið strax, að alt sje í lagi með út- búnað ykkar og nesti!“ kallaði Eftir Karl Nohle liðsforinginn okkar. Jeg athugaði útbúnað minn vandlega. Fyrst að gætti jeg fallhlífarútbúnaðinn, axlaböndin og böndin yfir brjóst- ið, sem fjellu þjett að líkamanum, þá hið trausta mjaðmabelti og lykkjur allar og króka. Alt var þetta- í lagi. Fjelagi minn gætti að hvort fallhlífarútbúnaðurinn færi vel á bakinu og er hann hafði togað í böndin og sannfærst um að alt væri í lagi gerði jeg það sama fyrir hann. Liðsforinginn leit á armbands- úrið sitt. Þar sem ekki heyrðist til hans fyrir vjelaskröltinu, benti hann okkur að fylgja sjer og gekk síðan á undan undir væng flugvjelarinnar og að dyrunum. Stuttu síðar vorum við komnir inn í flugvjelina og sátum hver á móti öðrum. Við( vorum samtals 16 með liðsforingjanum og við höfðum verið æfðir mánuðum sam- an hinum erfiðustu æfingum, sem nokkru sinni höfðu þekst í þýska hernum. Æfingarnar höfðu farið fram í einangruðum hjeruðum í Sljesíu, í Austur-Þýskalandi og herteknum hjeruðum í Póllandi. Við höfðum æft okkur að kasta okkur úr flugvjel, alt að fimm sinnum á dag, og við áttum að leggja sjerstaka áherslu á, að „stýra“ fallhlífum okkar og reyna að lenda á fyrirframákveðnum stað, þar sem svo var ráð fyrir gert, að við ynnum saman í hóp eftir lendinguna. Eftir að við hefð- um lent æfðum við okkur í að setja saman stóra vjelbyssu, sem kom til jarðar í þremur hlutum, og síðan áttum við að taka okkur stöðu á næsta hernaðarlega mikil- væga staðnum á jörðu og vera til- búnir að verjast, ef svo skyldi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.