Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Blaðsíða 4
92 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS Guðmundur Friðjónsson: Eldgamlar vísur í umbúðum Niðurlag. átur eru gamlar í hettunni og bólar á þeim heldur en ekki í Fornaldarsögum Norðurlanda, fyrir tilstilli Gestumblinda, í höll Heiðreks konungs. Hjer verður ein gáta talin sem er dóttir tóskapar og tóvinnu, glettin og gamansöiu á yfirborði og undirniðri: Gettu hvað jeg gerði mjer til gamans vinna: — bjó jeg til fyrir blíðan svanna — böggul milli rekkvoðanna. Maðurinn vatt af snældu fyrir kvenmann, lá í rúmi, undir brek- áni, eða áklæði og bjó til hnykii úr bandinu. Önnur gáta er um ferðalag manns, er datt á höfuðið: Svefns mjer gaman glettu vann, — gekk jeg framan dauðan mann, storðar raman fák jeg fann, — fór með sama á talbúann. (Svefns gaman; myrkur; gekk dauðan mann: veginn; storðarfák- ur: bær — rakst á bæ; á talbú- ann: fór á kollinn, höfuðið — Dalakoll). Yísan um björg er nokkurskon- ar gáta, eða úrvals orðaleikur; Ollur mönnum bjargar björg, björgin hressir alla; en að sækja björg í björg björgulegt er valla. Þessi vísa um björgina mun vera skráð í Bragfræði síra Helga, sein fjallar um rímnahætti, og er höf- undur hennar þar ef til vill nefnd- ur. En ekki get jeg nú gengið úr skugga um það atriði. Jeg hljóp áðan yfir vísu, sem er augljós barnagæla: Jeg skal kveða við þig vel, ef viltu hlýða barnkind mín, faðir þinn er að sækja sel, sjóða fer hún mamma þín. Þorvaldur Thoroddsen getur þess í ferðasögu, að útselur hafi verið mjög víða etinn norðanlands á „selaárunum". Jeg buskaði stór- um ösku og mykjuhaug fornan fyrir 25 árum og gerði að sáð- reit, sem var morandi af búfjár- beinum, fiska og sela. Þá er enn vísa sem er ávarp til vorsins: Jeg skal kveða við þig vel ef viltu hlýða, láttu ekki lundur skíða langræknina hjá þjer bíða. Þetta er kvenlega ljúft í sam- anburði við ráðleggingu meistara Jóns. Hann segir við syndara: að honum sje skaðsamlegt að vera svo langrækinn, að „reiðin úldni í hjartanu“. Þetta mun tákna það, að hjartað úidni, þegar það her í sjer til lengdar fýlulyndi eða orm ólundarinnar. „Þeir voru vitr- ir þeir gömlu“, að sögn Guðmund- ar mormóna. Og Hákon Hlaðajarl ljet svo um mælt við Þorleif jarla- skáld, að oft væri gott það sem gamlir menn kveða. En Þorleifur gerði sig gráskeggjaðan og hrum- an á fæti, áður en hann gekk fyrir jarl. Þá mundi næsta vísa vera sprott- in upp undan tungurótum lífs- reynslu: Enginn lái öðrum frekt, einn þó nái falla. Hver einn gái að sinni sekt. 'Syndin þjáir alla. Þessi höf. hefir kunnað listina þá, að skrifa skuld í sand. Vísurn- ar sem nú voru greindar og kalla mætti spakmæli, fremur en harna- gælur sóma sjer vel á vörum þeirra sem þekkja orðskviðinn forna: Kennið þeim ungu að ganga á guðsvegi, og munu þeir eigi af honum beygja þegar þeir eldast. Annars gerðu gömlu Söngva- Borgurnar og Kvæða-Kelarnir lír- ið að því að prjedika fyrir hörn- unum umfram það sem vísurnar sjálfar gerðu og gera. Spakmælavísur geta fallið í frjó- an jarðveg, þó kveðnar sje yfir börnum sem skilja þær eigi til fulls fyrr en seint og „síðar meir“. Endurminningin getur stundum á- vaxtað höfuðstól; Latur maður lá í skut, latur var hann þegar sat. Latur oft fær lítinn hlut. Latur þetfa kveðið gat. Þessi náungi gleymdi eigi að snoppunga sjálfan sig, ásamt hin- um. .Þessi bragarháttur er rík- mannlegur. Og efni vísunnar er eigi af vanefnum tekið. Staka þessi getur litið framan í Háva- mál, sem segja, að liggjandi úlfar fari á mis við her og sofandi mað- ur vinni eigi sigra. En morgun- stund (þ. e. árvekni) gefur gull í lófa. Þessir spekingar hafa fyrir augum stundlegu gæðin. Þeirra verður eigi án verið, meðan menn- irnir eru nauðbeygðir til að krafla í mold og drepa fingrum í kalt vatn og saltan sjó. En sum al- þýðuskáld horfa fram á veginn, eigi skemra en stórskáldin, og sjá gegnum holt og hæðir. Þeim er sanngirni í blóð borin, eða þau hafa áunnið sjer hana með lífs- reynslu. íslensk veðrátta er sjaldan á báðum áttum og umsagnþ> skáld- anna um hana eru sjaldan mæltar á tæpitungu. Jeg kann eina vísu sem stingur í stúf við aðrar veð- urvísur að þessu leyti: Yeðrið er hvorki vont nje gott, varla kalt og ekki heitt; það er hvorki þurt nje vott, það er svo sem ekki neitt. Höfundur þessarar vísu mun hafa verið skyldur, líkamlega eða andlega, bónda, sem var á næstu grösum við mig, þegar 'jeg var unglingur. Eitt sinn gerði illviðri' á slætti, og urðu griðkonur hans að forða sjer í húsaskjólið. Bóndi gekk í smiðju og fór að dytta að amboðum. -Hann kom inn í baðstofu eftir nokkura stund og var spurður eftir veðrinu. Hann gaut hornauga til vinnukvenn- anna, sem flúið höfðu inn irndan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.