Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 16.03.1941, Blaðsíða 5
rigningunni og mælti: „Veðrið — það er þessi þurra suddi“. Þetta var haft lengi að orðtæki í sveit- inni um illviðri. En flestar veðurvísur taka af skarið og hafa í sjer hreinar línur, t. d. þessi, sem ber vott um mikinn ugg og ótta : í búri er smátt um bjargarföng, brestur heyjaforðann. Þorra-dægur þykja löng, þegar blæs á norðan. Þorlákur biskup hallmælti aldrei veðri. Svo segir ævisöguhöfundur hans. Vísan, sem jeg hafði yfir seinast, er kveðin í hálfum hljóð- um. En hún lumar á mikilli til- finning og er útundir sig. Jeg hefi lifað Þorra sem þótti langur: Stórhríð grenjaði mánuð- inn allan, að því undanskildu, að upprof gerði á sunnudögum. Þá fjellu mannskaða-snjóflóðin í Seyð isfirði. Vísusmiðurinn hefir ef til vill lifað þvílíkan Þorra. Hann hagar þó orðum sínum stillilega. En í rauninni hafði hann ástæðu til að bölsótast yfir ósköpunum. Þorri og Góa eiga oft sammerkt: Þorri bjó oss þrönga skó þenna snjóavetur. En hún Góa ætlar þó, að oss róa betur. Þarna er gripið til orðaleiks: róa að, og mun hann vera frá víkingaöld, þegar aðróður var háð- ur og látið sverfa til stáls. Það má segja að tíðin sje gædd andardrætti: Við skulum ekki hafa hátt, hjer er margt að ugga: Jeg hefi heyrt í alla nátt, andardrátt á glugga. Systir afa míns sagði mjer, að faðir sinn hefði verið móti því að gera flautir úr mjólkurdropanum „í aldamótaharðindunum' Móðir afasystur minnar kom með kýr- njdina upp á pallstokkinn og börn- in móti henni til að taka móti nýmjólkurdropanum. En þó að afi minn væri vantrúaður á næring- ai<gildi flauta, mætti ætla að sú matargerð hafi haft eitthvað sjer til ágætis, svo algeng sem hún var og langvinn, að því sem jeg ætla. Jeg treystist eigi til að rökræða LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 93 það mál. En eigi hefir fegðunuin á Hofi þótt froðan lítils virði, úr því að þeim lenti saman út af henni: Margt er að heyra, margt að sjá, manndygð ætla jeg sofi. Út af froðu flugust á feðgarnir á Hofi. Efni Griðku-rímu gerðist í fjósi. Þar börðust með mykjuspöðum griðkonurnar Hugrún og Manga, svo sem þjóðkunnugt er, og mun sú ríma vera í Þjóðskjalasafninu. Stakan er á einn hátt nokkurs- konar smámynt sem er viðlíka handhæg sem smáskildingar á fjármálasviði. Stórkvæði eru þá svo sem miklar upphæðir. Hvort- tveggja er nauðsynlegt það stóra og hið smáa. Annars er þess að geta, að skáld- in, sem stökurnar gerðu, hafa eigi ávalt fengið þakklæti fyrir list sína. Þeim var gjarnt að kveða meinyrt og vega að mönnum, sem stundum voru saklausir, t. d. urðu þau tannhvöss við bjargálna menn og efnamenn, sem að vísu fóru betur með tímann, en skáldin, sem lágu í bókum, ortu og hneigðust að flöskum og konum. Búmenn- irnir lítilsvirtu skáldin, sem ekki gátu látið bókvitið í askana. En skáldin beittu sínum vopnum: Ríkur búri ef einhver er, illa máske þveginn, höfðingja við síðu sjer setja ’ann hægra megin. Fátækur með föla kinn fær það eftirlæti: Á hlið við einhvern hlandkoppinn honum er ætlað sæti. Sú saga gerist í útlöndum eigi síður en hjerlendis. Mig minnir að skoskur auðmaður eða höfðingi byði Róbert Burns til málsverðar, ásamt stórmenni og ljeti vísa st'ór- skáldinu, sem var fátækt, að eld- hússborði. Burns gerði kvæði um þetta og hefndi sín minnilega: Oft eru skáldin auðnusljó, af því fara sögur. Gaman er að geta þó gert ferskeyttar bögur. Auðnuleysið stafar af því, að þessi skáld, sem áttu enga úrkosti til fjár eða frama, ,lifðu við kjör Lassarusar — sátu á rangri hillu. Hugur þeirra hvarflaði í aðra átt, en bjargálna fólks. Þeim fór líkt sem auðfræðingi einum útlendum, sem var blásnauður, en ritaði fræga bók um auðfræði. Oðrum gat hann bjargað. En sjálfum sjer gat hann ekki sjeð farborða. Alþýðuskáld vor hafa gert spak- mælavísur. Þau hafa sjeð lífssann- indi, skynjað þau, ,en eigi getað handsamað hamingjuna. Sum urðu flækingar, t. d. Látra- Björg. Sum gerðu bæn sína, þegar fok- ið var í öll skjól, og mændu til himins. Gott er að treysta Guð ,á þig, gleður það mannsins hjarta. Yfirgefðu aldrei mig, englaljósið bjarta. Yísur þær sem hjer eru greind- ar, hafa eigi komið fyrir almenn- ingssjónir, svo að jeg viti, þó að þær hafi komið fyrir alþýðu eyru. Mjer þvkja þær þess verðar að bjargað sje frá gleymsku. Þær hafa vissulega stytt mörgum stund ir, ásamt kynsystrum þeirra, sem vera munu margar og víðsvegar. Jeg hefi valið af betri endanum og skilgreint þær í svo fáum orð- um, sem mjer virtist mega við una. Jeg sje við yfirlestur þessa máls, að mjer hefir láðst að tilgreina sýnishorn vísna, sem fóstrur barna kváðu yfir þeim, þegar Ieit- ast var við að svæfa þau: Farðu að sofa fyrir mig, fyrst þú mátt og getur, Jeg skal breiða ofan á þig ofurlítið bétur. Þessi elskulega vísa jafnast nærri því á við hið fagra og iimi- lega viðlag í kvæðí síra Einars í Eydölum, um barnið það, sem Titn- ingin kallar jólabarnið: „Með vísnasöng jeg vögguna þína hræri“. Heilræðavísur man jeg fáar' í æsku, nema þá Sem jeg hefi tfund- að: Engi lái öðrum frekt .... að undanskildum heilræðavísum Hall - gríms Pjeturssonar og heilræða- vísum Sigurðar Breiðfjörðs í man- söng Númarímna, sem hann lætur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.