Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Side 1
13. tölublað. Sunnudaginn 30. mars 1941. XVI árgangur. Sveinn Björnsson, sendiherra: Mikilvægt menningarmál sem hefir orðið útundan ÁR eða þar um bil, nokkru lengra eða skemur, eru nú liðin síðan ýms fyrirtæki hófu göngu sína, sem orðið hafa stoðir undir efnalegu og menningarlegu sjálfstæði íslensku þjóðarinnar. Má þar telja Háskólann, Reykjavíkur- höfn, Eimskipafjelagið, Brunabóta. fjelag íslands, Samband íslenskra samvinnufjelaga, Sjóvátryggingar fjelag íslands, mörg útgerðarfje- lög o. s. frv. 25 ár eru liðin síðan jöfn mann- rjettindi allra íslendinga, einnig kvenna, voru viðurkend í stjórn- arskránni. 25 ár eru liðin síðan fyrst var áformað að reisa bálstofu á ís- landi og sett líkbrenslulög. Flest það, sem jeg hefi nefnt, hefir, með því að komast á fót og verða lífrænn þáttur í þjóð- lífinu, haft sín áhrif um að lyfta íslensku þjóðinni úr lognmóki til örra framfara á flestum sviðum. Hvers vegna hefir bálstofan orð- ið útundan? Jeg man eftir því, að er lík- brenslulögin voru til meðferðar á Alþingi átti líkbrensla og bálstofa marga formælendur. Einn merkur bændafulltrúi sagði, að hann vildi ekki deyja fyrr en komin væri bálstofa svo eftirlátinn líkami hans yrði brendur. Hann er, því miður, löngu kominn í moldina, undir grænni torfu að gömlum sið — vegna þess að málið varð útundan. Fyrir 25 árum var stríð. Efni og tæki til bálstofunnar þurfti að fá frá útlöndum og þá var dýr- tíð eins og nú. Það varð því að bíða þar til „eftir stríð“. Nú er aftur komið stríð, og engin bál- stofa komin upp enn. Það hefir verið svo mörgu öðru að sinna „milli stríðanna“ og margt verið framkvæmt, sem hefir kostað mik- ið fje — og að skoðun minni og margra annara hefði ekki átt að verða á undan bálstofunni. Á hún nú enn að bíða þar til „eftir stríð“ ? Eða máske þar til „eftir næsta stríð“ ? Svo má ekki fara. Hjer er um mikilvægt menning- armál að ræða. Að því liggja ótal rök. Dr. Gunnlaugur Claessen hefir undanfarin ár ekki þreyst á að upplýsa almenning um bálfarir al- ment og einnig hvernig litið er á bálfarir í öðrum menningarlönd- um. Hann hefir m. a. sýnt og sannað, að heilsa, hollusta og hreinlæti er ein fyrsta ástæðan fyrir því að eyðing hins látna lík- ama með hreinlegri uppgufun í 1000 stiga hita er rjettasta og tryggilegasta meðferðin á eftir- látnum líkama manns. Björn Ólafsson stórkaupmaður sýndi fram á það í útvarpserindi í haust er leið: að íburðarlaus, en sómasamleg, jarðarför fátækrar konu hjer í Rejdtjavík hefði samkvæmt reikn- ingi kostað kr. 795.25; að, er gert var um leiðið og gengið frá því bættust kr. 516.00 við; eða alls kr. 1311.25; að slík útför mundi kosta hjer í Reykjavík, ef komin væri bál- stofa með kapellu, 250 kr.; að ef bálstofa væri í Reykjavík* mætti í Reykjavík einni spara ár- lega í samanlögðum útfararkostn- aði miklu hærri upphæð en kostar að koma upp fullkominni bálstofu með kapellu; að auk þess getur hið opinbera sparað miljóna upphæðir til víð- áttumikilla kirkjujarða. Hjer er hin hliðin: Stórsparn- aður fyrir einstaklinginn; stór- sparnaður fyrir það opinbera. Heilsa, hollusta, stórkostlegur peningasparnaður fyrir einstak- linga og heildina. Er slíkt ekki mikilvægt menningarmál ? Aðrar þjóðir vita þetta — og fara eftir því. Eftir að almenn- ingur hefir verið upplýstur um

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.