Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Síða 6
110 LESBÖK MORGUNBLAÐSIN’S fram aðra óviðkomandi menn, er jeg hafði svipuð kvnni af á aesku- árunum. Svo liðu árin. Jeg fór að „róa suður“ í fyrsta sinn árið 1883, þá 19 ára að aldri; reri jeg þá í Gróttu og fyrir hlut eins og þá var enn algengast. Aflaðist vel og varð árangur mjög góður. Næstu 2 vetrarvertíðir, 1884 og 1885, reri jeg á Minni-Vatnsleysu og við hlutaskifti eins og áður. Þær ver- tíðir báðar urðu mjög aflarýrar við innanverðan Faxaflóa og fiski- göngur óvenjulega óreglulegar og mishittar, enda þótt þær virtust með eðlilegum hætti yst í Garð- sjó. Var um kent sívaxandi neta- lögum þar. Þóttu hinar margföldu þorsknetagirðingar í Garðsjó trufla mjög fiskigöngur og jafn- vel útiloka þær algerlega frá hin- um mörgu, áður aflasælu grunn- miðum og verstöðvum í innau- verðum flóanum. Arangurslaust reyndist að jafnaði, að leggja net- in annarsstaðar en í Garðsjó og af því leiddi að þar myndaðist ógurleg netastappa, sem brátt drógst saman, fyrir föllum og sjó- gangi, í óviðráðanlegar bendur og risavaxna hnúta; var þá gagn af þeim glatað með öllu yfir þá ver- tíð og oft töpuðust netin alger- lega, stundum full af fiski, grotn- aði í hinum samantvinnuðu neta- hnútum, sem stundum var bjarg- að á land — eftir margra viknu hrakning — með samtökum þeirra sem hlut áttu að; en stundum voru rúðir öllu sem flotið gat og í náðist, en hurfu svo að lokum í hafsins dimma djúp. Út af þessu ástandi varð til hin fræga fiskiveiðasamþykt fyrir sunnanverðan Faxaflóa, er komin var í gildi fyrir vetrarvertíð 1886 og bannaði algerlega, að viðlögð- um sektum eða fangelsi, að leggja þorskanet í sjó utan línu dregna frá Stóra-Hólmi í Leiru beint á Keilisnes. Með því áttu fiskigöng- ur að geta farið óhindraðar inn með landi alla leið í Hafnarfjörð. Um þessar mundir var það far- ið að tíðkast, að útgerðarmenn á Suðurlandi tækja menn úr öðr- um landshlutum er komu til að stunda róðra, upp á kaup og fæði m. m. Voru þessir aðkomumenn þá kallaðir „útgerðarmenn" til aðgreiningar frá hinum, sem reru fyrir hlut af afla. Þetta fyrir- komulag færðist í aukana á fiski- tregðuárunum 1884 og 1885. Á þessum árum hafði hlutur minn ekki hrokkið fyrir útlögðum kostnaði og því síður að jeg hefði fengið eyris virði fyrir vinnu mína. Mjer þótti ekki mega svo til ganga í þriðja sinn, að inna af hendi stranga vinnu í 10—11 vikur og fá engin laun fyrir. Næstu vetrarvertíð, árið 1886, rjeðist jeg því sem útgerðarmað- ur hjá útvegsbónda nærri Reykja- vík, sem var þektur að því, að liafa bæði vilja og getu til að borga gott kaup, sem þá var tal- ið. Maðurinn, sem jeg rjeðist til, var sjálfur formaður á áttæringi og vorum við skipverjar 9 alls, eins og venjulegt var á áttrónum skipum. Af þeim voru 5 aðrir en jeg samsveitungar mínir. Voru þeir allir á besta skeiði, fáum árum eldri en jeg og viðurkendir dugnaðarmenn bæði á sjó og landi. Aðeins 1 af þessum mönnum reri fyrir hlut. Allir aðrir voru út- gerðarmenn og heimamenn for- manns. Farið var suður í Leiru fyr en venjulega. Þar var legið við því sem næst alla þessa sögulegu og minnisstæðu vertíð 1886, hina fvrstu, sem áðurnefnd fiskiveiða- samþykt var í gildi. Vertíð sem frá byrjun til loka stóð í háspennu margþættra lögbrota, lögreglijeft- irlits og rannsókna, upptökum afla og veiðarfæra, rjettarstefna, rjett- arhalda, dóma og sekta. Þessi ver- tíð öll var okkur fjelögum óslitið spennandi æfintýri og strangt starf, að mestu háð fyrir utau ystu takmörk laga og rjettar. Þetta æfintýri er of umfangsmik- ið til þess að fella það inn í þess- ar æskuminningar og hverf jeg fráþví að sinni. Næsta vetur eða vetrarvertíð 1887 og aftur 1888 rjeðist jeg sem útgerðarmaðu rhjá Jóni ólafs- syni í Hlíðarhúsum. Hann átti þá nýlegan áttæring, er hann stýrði sjálfur, og nefndur var „Ljett- feti“. Virtist hann fullkomlega bera nafn með rentu. Hann var gangskip ágætt, bæði undir segl- um og árum, „góður í sjó að leggja“ og ljettur — eftir stærð — á land að setja. Við vorum 8 hásetar Jóns á Ljettfeta, allir hin- ir sömu báðar þessar vertíðir. Var ,jeg þeirra lang yngstur, nýlega 23 ára er jeg kom þangað fyrst. Hinir allir höfðu þá lengi verið hásetar Jóns og flestir Reykvík- ingar að uppruna. Einn þeirra, Þórarinn, var vinnumaður Jóns á þeim árum, góður sjómaður og fiskimaður hinn besti. Hinir 6 voru Teitur í Stakk, þá háaldraður; Helgi sonur Teits; Torfi Þórðarson frá Vigfúsarkoti; Sveinn Guðmunds- son í Sveinsbæ; Sigurður, sá er fyrstur bygði Bræðraborg (með Bjarna bróður sínum, og Jón Ei- ríksson í Mörk, og reru þeir allir fyrir hlut. Það var jafnan keppi- kefli að róa fyrir hlut hjá Jóni, enda munu ekki hafa átt þess kost nema vaskir menn. Það mátti líka með sanni segja — þegar hann var kominn á flot á Ljettfeta me'ö þessa menn sína — að „þar var valinn maður í hverju rúmi“. Þegar jeg kom fyrst til Jóns Ólafssonar, laust fvrir byrjun ver- tíðar 1887, varð dvölin á heimili hans í það skifti fáir dagar. Var þeim varið til síðasta undirbún- ings flutningi á skipi, áhöfn og veiðarfærum suður í Leiru og við- legu þar yfir vertíðar, eins, og venja hafði verið um margra ára skeið. Auk Ljettfeta gerið Jón þá út sex manna far er hann átti; því stýrði Guðmundur Sigurðsson, samsveitungi minn að uppruna, þá vinnumaður Jóns, sægarpur mik- ill, síðar tengdafaðir Hjalta hins þjóðkunna framkvæmdastjóra í Rvík. Guðmundur varð einnig sfð- ar frægur fyrir hugrekki sitt og snarræði, er talið var að hann hefði bjargað áhöfn og skipi því er hann var háseti á, í mannskaða- veðrinu mikla 7. apríl 1906. Báð- ar þessar skipshafnir Jóns settust að í verbúð, er haun átti á jörð sinni, Bakkakoti í Leiru. Þá voru enn í fullu gildi 2 fiskiveiðasamþyktir fyrir sunnan- verðan Faxaflóa. Sú eldri bannaði að leggja net nokkursstaðar í sjó fyrir 14. mars. Hin bannaði að leggja net utan Stóra-Hólms— Keilis-línunnar, Það var því fyrst

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.