Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Síða 7
LESBOK morgunblaðsins
111
í stað róið með færi og fiskaðist
lítið eða ekkert, en 14. mars var
farið með netin inn á línu; en
svo var fiskur tregur þar, að eftir
eina viku var hætt að vitja um
netin nema einu sinni eða tvisvar
í viku og var þó stutt að fara.
Seint í mars fiskuðu einhverjir á
lóð í Garðsjó; varð brátt úr því
alment hlaðfiski af vænum þorski.
Jón Ólafsson var fljótur að snúa
sjer að þessari veiðiaðferð og nóg-
ar voru lóðir í veiðarfawabirgð-
um hans. Ekki man jeg hverju
beitt var á fyrsta kostið, en að
því búnu var eingöngu beitt hrogn-
unum úr fiskinum jafnóðum og
hann var veiddur. Þessi aflahrota
stóð um þriggja vikna skeið og
er hún var þrotin, var komið fast
að sumarmálum. Aflavon var þá
meiri á Seltirningasviði en syðra.
Jón Ólafsson bjóst því til heim-
ferðar með menn sína og farangur.
Var farið á fyrsta sumardag og
lent í Hlíðarhúsasandi síðdegis
þann dag.
Næsta dag eftir heimkomuna
voru hrognkelsanet „steinuð“ og
lögð skamt vestur af Akurey. Síð-
an var róðrum haldið áfram, í
fremur hagstæðri tíð, fram á loka-
dag 11. maí. Nú var sjóleiðin á
fiskimiðin að minsta kosti helm-
ingi lengri en syðra. Þorskveiðin
stunduð einungis með haldfærum;
til þess þurfti mikla beitu og til
tryggingar því, að beitu skorti
ekki, varð að stunda hrognkelsa-
veiðina jáfnhliða, enda var hún
út af fyrir sig nokkurs virði. Dag-
legar annir og atvik gerðust nú á
þessa leið:
Jón ólafsson klæddist klukkan
2 árdegis, vakti okkur heimamenn
sína og hraðaði svo ferð sinni
um Vesturbæinn til að kalla há-
setana; þurfti hann að vekja
menn á 6 stöðum nokkuð dreifð-
um og lauk hann því venjulega á
18—20 mínútum. Klæddust menn
í skyndi, tóku sjer lítinn árbít
með kaffi eða öðrum drykk þess-
konar. Voru svo allir furðu fljótt
komnir að skipi í naustum; klædd-
ust þar skinnbrókum og sjóskóm
utan yfir á fótum. Gekk svo hver
maður að skipinu sem næst sæti
sínu innanborðs. Ljetu menn
hlunna fyrir, settu fram skipið og
ýttu á flot. Báru í það nokkra
fjörusteina til seglfestu svo og far-
við allan þ. e. möstur, sprit, árar
o. fl., sem hafa þurfti meðferðis.
Mæltu menn fátt meðan á þessu
stóð, en voru samhentir og greiðir
í starfinu. Formaður gaf öllu gæt-
um og stjórnaði, ef þurfa þótti,
með fáum og snöggum hvatning-
arorðum, oft í áhuga- og áminn-
ingartón, enda lagði hann hönd
að verki, hvar sem hann var nær-
staddur og með meira fjöri og
æfðari hreyfingum, en nokkur ann-
ar maður á skipinu. Eftir stutta
stund var alt tilbúið og menn allir
fóru á svipstundu upp í skipið.
Formaður settist við stýrið,
frammí-menn tóku að seglbúa við
fram-siglu og hinir settust undir
%
árar og sneru skipinu frá landi,
eða öllu heldur fram með landi í
vestur. Þá voru engir hafnargarð-
ar o gjafnan farið yfir grandann
milli Reykjavíkur og Efferseyjar.
Þegar búið var að setja út fram-
segl og fokku, gaf formaður merki
um að bæn skildi lesin; því var
svarað með því að taka ofan sjó-
hattana. Las hver í hljóði bæn
sína, lagði upp ár og fór í skinn-
stakk sinn á meðan á bænalestri
stóð. Því næst hófust umræður,
sem síðar mun getið. Nú var siglt
á framseglum og róið undir vestur
fyrir Akurey; þar voru segl feld
og vitjað um hrognkelsanet. Yenju
lega fengust 100—130 stykki; var
það nóg til beitu í róðurinn og
nægilegt til seglfestu, þó ekki
fengist annar afli. Þá voru sett
upp öll segl og siglt vestur, sunn-
arlega á Seltirningasvið. Þar var
lagst við stjóra og' þegar í stað
beitti hver sinn öngul og rendi
færi sínu í sjóinn. Stundum leið
nokkur stund þar til einhver varð
fisksvar; en miklu oftar var það
— á þessum vertíðarkafla — að
fiskur var viðlátinn jafnskjótt og
beittur öngull kom í botninn og
flesta daga fiskur dreginn stans-
laust á 9 færi, uns skipið var
fult af fiski undir þóttur enda á
milli. Voru það 550—600 fiskar
eftir vænleik. Ætíð var þó fiskur
farinn að tregðast í drætti áður
en til ofhleðslu kæmi. Og örsjald-
an var hinum fáu seglfestustein-
um varpað útbyrðis vegna of-
hleðslu. Og svo voru hrognkelsin
að auki, en þá var búið að ljetta
þau með því, að taka alt innan
úr þeim til beitu.
Þegar fiskidrætti var hætt, var
þegar í tað haldið til lands, afli
losaður úr skipinu, það sett upp í
vör, gert að afla — með aðstoð
kvenna — fiskur og hrognkelsi
saltað o. s. frv. Flesta daga varð
vinnutíminn 18—19 stundir og
svefntími 4 stundir í sólarhring.
Helgidagavinna var engin og þeir
voru að mestu leyti notaðir til
svefns.
Viðurgerningur allur hjá Jóni
ólafssyni, svo sem fæði, rúm, þjón-
usta o. fl. bæði heima og í Bakka-
koti, var hinn ákjósanlegasti og
virtist mjer meiri menningarbrag-
ur á öllu er þar til heyrði, en
jeg hafði áður þekt. Á heimilinu
voru kynni mín af Jóni og fjöl-
skyldu hans — þ. e. móður, konu
og einkadóttur — fyrri vertíðini
mjög takmörkuð, en síðari vertíð-
ina nokkru nánari; átti jeg þá og
jafnan síðar er jeg kom þar —
hjá þeim, sínu í hvoru lagi og
sameiginlega — að mæta vinsam-
legri hreinskilni og fylstu kurt-
eisi, enda þótt eitthvað bæri á
milli í skoðunum. En í tómstund-
um, sem fáar voru heima, en næg-
ar syðra (hægari sjósókn, minni
afli o. s. frv.), kyntist jeg Jóni
mest og best. Á smá-samkomum
úti eða inni, t. d. er við komum
saman til máltíða; í svefnlofti eða
við önnur tækifæri og þá sjer-
staklega á hægri siglingu úr landi
eða í land, var honum einkar lag-
ið að vekja ljettar og lífgandi
umræður, eða taka fjörugan þátt
í umræðum um daginn og veginu.
Slíkar ræður Jóns, um margvísleg
efni, voru þá daglega, mjer oa
öðrum, engu síður menningarmeðc
og gleðiefni, en útvarpserindi nu
á tímum. Sumir höfðu orð á því,
að Jón væri kaldlyndur, einkum
á sjó; en mjer fanst að kaldlyndi
væri algert auðatriði í skapgerð
hans, og ætti sjer ekki djúpar
rætur. Það kom í ljós undir sjer-
stökum kringumstæðum og hvarf
skyndilega með þeim. Þykir mjer
rjett að skýra þetta nánar.
Þessi geðbrigði Jóns komu í Ijós,
í fyrsta lagi, þegar hann var kom-