Lesbók Morgunblaðsins - 30.03.1941, Side 8
112
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
/ sumri og só/
Yngismær nýtur sólar og sumars við Kaliforníustrendur.
inn að skipi til róðurs, ef einn eða
fleiri hásetar voru þá ekki komnir
á vettvang. Þau voru fólgin í
kaldjTrðum til þeirra, er næstir
honum voru. Þau vöruðu þó að-
eins á meðan skipið var sett á
flot og komið til gangs á sæ út.
Þegar hann var sestur við stýri,
hafði lokið bæn sinni og smeygt
sjer í skinnstakkinn, tók hann til
niáls á þann hátt, er gaf ótvíræðtt
til kynna, að skapbrigðin voru
horfin og áttu ekki afturkvæmt að
sinni.
Annars var það Torfi, sem venju
lega lauk fyrstur bæn sinni og um
leið og hann skaut höfði upp úr
skinnstakk sínum, hóf hann kröft-
uglega frásögn af dægurmálum,
æfintýrum og einkamálum Reyk-
víkinga. Varð Jón þá ætíð fyrstur
til andsvara eða til að leiðrjetta
það sem þótti of eða van í fvrstu
frásögn. Oft var hann þá fyr eu
varði, búinn að taka frajnsöguna
á sitt vald. Virtist hann ótrúlega
oft hafa gert sjer glögga grein
fjrrir málavoxtum; sjerstaklega ef
um almenn mál var að ræða. I
einkamálum — t. d. ástamálum í
meinum, sem þá voru ekki mjög
sjaldgæft umræðuefni — talaði
Jón með meiri gætni og meiri vel-
sæmishneigð en flestir aðrir. Mál-
efni voru mjög margbreytt. Fór
Jón vel með frásögn í flestum
greinum og þótti mjer skemtun
á að hlíða. Oft kom mjer þá í
hug, að góður rithöfundur hefði
átt að eiga sæti innanborðs hjá
okkur þessar 2 vertíðir, er jeg
var með Jóni, og mundi sá hafa
fundið þar óttæmandi uppsprettu-
lindir til skáldsagnagerðar.
I öðru lagi komu skapbrigði
Jóns í ljós á þann einkennilega
hátt, að þegar allir menn á skipi
hans voru við fiskidrátt á hald-
færi og fiskur ör í drætti — hann
dró manna mest sjálfur — var
hann önugur og smáhreytti kald-
yrðum að þeim sem næstir honum
sátu. Þetta var ástæðulaust og ó-
sjálfrátt nöldur, sem óþarft var
að láta á sjer festa. Það varaði að-
eins meðan á drætti stóð og aldrei
varð jeg þess var, að það raskaði
góðu samkomulagi að öðru leyti,
eða rýrði gagnkvæmt traust og
vinarþel, hans og þeirra í milli.
Jafn skjótt og hætt var fiski-
drætti og ferð til lands hafin, var
eins og fargi væri ljett af Jóni
og ljek hann þá við hvern sinn
fengur, hóf gamanræður eða sagði
sögur ef veður var gott. Væri
nokkuð verulegt að veðri tók hann
alla stjórn skips og áhafnar traust-
um tökum. Fyrirmæli hans voru
stutt og ákveðin, laus við alt hik
og óþarfa mælgi Aldre. fengum við
hrakför eða áfelli og vorum þó
oft, á rúmsjó í slæmu veðri.
Vertíðin 1888 var hin síðari, er
jeg var með Jóni og hin síðasta,
er jeg reri suður. Þessa vertíð fór
hann aldrei suður í verbúð sína í
Leiru. Fiskifrjettir þaðan munu
ekki hafa gefið tilefni til þess.
Alla vertíðina voru því róðrar á
Ljettfeta stundaðir heiman frá
Hlíðarhúsum og aðeins með hald-
færum. Aflabrögð voru mistæk;
en aldrei raskaði það skapgerðar-
jafnvægi Jóns, þótt afli væri lítill
eða enginn í sumum róðrum. Ver-
tíðaraflinn varð góður í heild að
lokum; mun það aldrei hafa brugð-
ist og þar af dregið nafnið „Fiski-
guð“ eins og hann var nefndur
að almannarómi.
Eins og áður segir, geðjaðist
mjer í allan máta vel að vistinni
hjá Jóni. Jeg fann ætíð gleðikend
og samúð í návist hans og þægi-
legt öryggi í allri stjórnsemi hans.
Og að lokum þótti mjer vegur
minn hafa vaxið mjög við það, a'ð
hafa verið undir handleiðslu og í
þjónustu þessa viðurkenda atorku-
og drengskaparmanns.
Pjetur Þórðarson.