Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Page 1

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Page 1
JflorðnnMaððiits 18. tölublað. Sunnudagur 4. maí 1941. XVI. árgangur. í«afol<Urpr*otam<0^ h.». Nautaat á Spáni Eftir Þórð A/bertsson Nautaatsmenn ganga inn á völlinn, ,,matadorar“ þrír fremstir. Nautaat er ekki eins ómann- úðlegur leikur og margur heldur. Hefi jeg sjeð fjölda nauta- ata víðsvegar um Spán. Til eru tvennskonar nautaöt, „Corrida de Toros“, þar sem att er fullorðnum nautum, og „Nov- illada“, sem er kálfa-at. Er hjer mikill munur á. Ætla jeg að lýsa hjer hinum fyrtöldu. Venjulega eru drepin 6 naut í hverju nautaati. Leikvöllurinn (Plaza de Toros) er mjög stór og tekur fjölda áhorfenda. Er áhorf- endapöllunum skift í tvent, skuggapláss og sólarpláss. Eru skuggasætin vitanlega dýrari. Það er svo í sólarlöndum, að allir vilja vera í skugganum, sólin of heit, enda segja Spánverjar um gæfumann, að hann sje „skugga- barn“, m. ö. o. einmitt það sem við í sólarleysinu köllum sólskins- barn. Á. nautaat fara allir, sem vetl- ingi geta valdir, háir sem lágir, til að sýna sig og sjá aðra. Kven- fólkið tjaldar þar því besta, sem það á í klæðaburði, en eins og menn vita er hinn spánski kven- búningur mjög skartmikill og tignarlegur. Er skemtun þessi í augum Spán- verja sannkölluð spönsk „fiesta“ (hátíð). Stór hljómsveit spilar á undan og eftir leikunum fjoruga spánska músik og fjöldinn iðar af kátínu og tilhlökkun. Ekki' hefir veðrið- brugðist frekar en endranær, heiðblár himinn. Hin glóandi spánska sól er í full- komnu samræmi við hið heita blóð áhorfendanna. ★ Loks hefst leikurinn með því, að allir þátttakendur (la cuad- rilla) ganga í fylkingu inn á völl- inn. Er það mjög tilkomumikil sjón. Hinir skrautlegu gull- og silfurprýddu klæðnaðir nautaats- manna glitra í sólskininu. Stað- næmist öll fylkingin fyrir fram- an stúku leikstjórans. Gengur þá fram sá frægasti í hópnum, með viðeigandi kurteisi og hneiging- um, biður um lykilinn að nauta- klefanum, sem þá er kastað niður til hans. Fer svo fylkingin aftur út af vellinum, nema eftir verða þeir, er leika eiga við fyrsta naut- ið, ásamt þeim nautabana (mata- dor), er vega á þetta naut. Þeir eru alls 3; og verða tveim nautum að bana hver. Þessir, er eftir verða, eru einu nafni nefndir nautaatsmenn (Toreros). Er nú fyrsta nautinu hleypt inn. Er það alveg trylt, meíra en mannýgt, því það æðir á alt, sem fyrir er, jafnvel girðinguna um völlinn. Sagt er að naut þessi sjeu höfð í myrkri marga daga á und- an leiknum. Nautin eru stór og eftir því sterkleg, enda alin upp sjerstaklega með þessa leiki fyrir augum. Altaf er vandlega aug-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.