Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Síða 2
154
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 'L-\
lýst frá hvaða búi þau eru. Ef
nautið lítur sjerstaklega vel út,
er sterkt og fjörugt, klappa á-
horfendur fyrir því og eigandi
nautabúsins stendur upp í stúku
sinni og hneigir sig.
Nautabaninn.
Sjálfur leikvöllurinn (Arena)
er sterklega umgirtur hringur,
alt að 100—120 metra að þver-
máli. Illaupa nú nautaatsmenn
hver af öðrum og leika sjer að
nautinu með dulum sínum (la
Maleta). En þetta eru aðeins al-
gengir nautaatsmenn, er eiga ekki
að gera (nje geta) annað en gefa
áhorfendum tækifæri til að sjá
hvernig nautið bregst við og
muni reynast í hinum síðari og
alvarlegri atrennum. Forleikur
þessi er og til að gefa sjálfum
nautabananum, aðalmanninum,
tækifæri til að athuga hreyfingar
nautsins og tiltektir. Sjaldan
voga þessir menn sjer langt út á
völlinn, láta sjer nægja eina um-
ferð. Er hún í því fólgin, að þeir
halda dulu sinni út frá sjer til
hliðar. Ræðst þá nautið á hana
og stangar ákaft, en maðurinn
víkur sjer undan og er í dauðans
angist stokkinn yfir vegginn, en
boli froðufellandi af ilsku yfir að
hafa gripið í tómt. Nú kemur
sjálfur ,matadorinn“, sem á með-
an á þessum forleik stóð hefir
staðið rólegur upp við girðinguna
og athugað bráð sína. Tekur hann
nú að leika sjer að nautinu og eru
nú alt önnur handbrögð á en
fyrri. Hann virðist gera með naut-
ið það sem honum sýnist, lætur
það hruna á sig í öllum möguleg-
um og ómögulegum stellingum,
aftan frá, á hlið o. s. frv. Gerir
hann þetta svo rólega og stilli-
lega, að maður fyrst í stað getur
freistast til að halda aðstöðu hans
vandaminni en af er látið. En hjer
skjátlast manni hrapalega. Alt
er þetta leikur við dauðann frá
hendi nautabanans, aldrei munar
nema fáum sentimetrum, jafnvel
millimetrum, að horn nautsins
risti manninn ekki á hol. Enda
sjest það best á hinum, sem á
undan voru (sem eru búnir að
vera nautaatsmenn frá blautu
barnsbeini), hvað mikill vandi
þetta er, því aðeins örfáir af öll-
um þeim fjölda, sem iðkar þenna
leik við dauðann, verða nauta-
banar og þá frægir og ríkir. En
það er heitasta ósk allra æsku-
manna Spánar að verða slíkir.
Margir enda þeir æfina sem ör-
kumla menn, ef þeir þá ekki týna
lífinu á leikvellinum. Fyrir kem-
ur að þessir menn draga sig í hlje,
til að njóta auðæfa sinna í friði.
En vart er þeim það mögulegt,
nema að þeir flýi land. Innan-
lands eru þeir svo fyrirlitnir, að
þeir geta hvergi komið, án þess
beinlínis sje gerður að þeim að-
súgur, en flestir þekkja þá í sjón.
Sumir hætta líka um tíma, en
byrja svo aftur, geta ekki annað
vegna þess seiðmagns, sem þessi
leikur upp á líf og dauða hefir
á þá. Svo fór um gamla Belmonte,
sem var frægastur allra nauta-
bana, en er hann sýndi sig *að
nýju, kostaði það hann lífið. Nú
er það sonur hans (Hijo de Bel-
monte), sem við hefir tekið og
þykir með bestu „matadorum“
Spánar.
Ótrúlegt vald virðist manni
nautabaninn hafa yfir nautinu.
Hann á það til að leggjast á hnje
fyrir framan hið trylta naut. Það
kemur fyrir, þá er hann hefir um
stund leikið með hið æsta naut, að
alt í einu staðnæmist hann fyrir
framan það, slær dulu þeirri, er
hann hefir leikið með við nautið,
undir handlegg sjer (eins og
þjónn serviettu), gengur beint
framan að nautinu og slær með
berum lófunum á sitt hvort horn
þess, snýr svo í það bakinu og
gengur út af vellinum hinn ró-
legasti og veifar um leið til áhorf-
enda, sem alveg ætla að rifna af
hrifningu. En nautið hreyfir sig
ekki, stendur sem dáleitt, þar til
hann er kominn út, þá tryllist
það aftur og hleypur á alt sem
fyrir er.
Riddararnir.
Leikstjórinn gefur nú merki og
inn koma riddararnir (Piceador).
Nú byrjar það ljótasta við leik
þenna, og það er meðferð sú, sem
hinir úttauguðu, grindhoruðu
hestar verða fyrir. Þó er þetta
skárra á seinni árum, síðan hest
arnir hafa fengið járnhlífar á
síðunum og sjálfur riddarinn á
fótleggjum. En fyrir tíð Primo d3
Rivera var þetta afleitt; var þá
sagt að fyrir hafi komið, að út
úr hestunum hafi komið (er naut-
ið stakk þá) hálmur og gömui
dagblöð. Höfðu sumir hestarnir
verið notaðir tvisvar í sama leik.
verið saumaðir saman í skyndi
og stoppaðir út, svo þeir gætu
dragnast inn á völlinn eina um-
ferð í viðbót.
Riddarinn stefnir nú hesti sín-
um beint á nautið og hefir að