Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 155 vopni spjót sitt. Nautið lætur nú ekki á sjer standa, rennir sjer beint á síðu eða kvið hestsins. „Piccadorinn“ stingur nú í nautið með spjóti sínu, en nær sjaldan að særa það mikið nje bægja því verulega frá að stanga kvið hests- ins. Nautið hefir hinsvegar í flest- um tilfellum sært hestinn mikið og oft til ólífis. Er hann þá skot- inn strax og dreginn út af vell- inum. Að jafnaði koma tveir riddarar til viðureignar við hvert naut. En afl nautsins má nokkuð marka á því, að oft varpar það bæði hesti og manni upp á hina meterháu girðingu. „Banderillo“. Leikstjórinn gefur nú aftur merki og riddar^rnir fara út, en enn kemur hinn svo nefndi „Banderillero“, og er nautaats- maður þessi aðeins vopnaður tveim örvum. Gengur hann nú fram á miðjan völlinn, með ‘sína ör í hvorri hendi, lyftir sjer á tá og bandar og veifar með örvunum, þar til nautið sjer hann og hleyp- ur stfrax beint á hann. Maðurinn er hinn rólegasti þar til horn nautsins eru um það bil að ná til hans, þá víkur hann sjer til hlið- ar, fljótur sem elding, og rekur um leið örvarnar í herðar nauts- ins, og standa þær þar teinrjett- ar. Nautið tryllist nú af reiði og sársauka og reynir að hrista örv- arnar af sjer. En þær sitja hinar föstustu, enda þannig gerðar i oddinn. Þessi þáttur er endurtek- inn 2—3 sinnum, þar til leikstjór- anum þykir nautið nægilega sært og trylt, til þess að nú megi hefj- ast lokaþátturinn. Áhorfendurnir hafa eiginlega verið að bíða eftir þessum þætti. Hitt var alt eins- konar forleikur. Nú byrjar fyrst einvígið milli mannsins og nauts- ins. Þar er veslings nautinu engr- ar undankomu auðið. Það kann að vera, að því takist að drepa manninn, en það getur aldrei forðað lífi sínu. Lokaþátturinn. Þess ber að gæta, að þegar hjer er komið leiknum er nautið orðið töluvert sært og þrevtt og yfir- leitt af því dregið. Þó er það enn þá öflugt og á til hina ótrúleg- ustu spretti og fjörkippi, og aldrei að vita, upp á hverju það tekur. Kemur nú nautabaninn inn og hefir nú minni dulu en áður og blóðrauða (la capa) og heldur henni uppi með sverði því (la Es- pada), er hann drepur nautið með. Leikur hann sjer nú um stund með nautið, á mjög svipað- an hátt og í byrjun leiksins, legst á hnje fyrir framan nautið og tek- ur á móti árásum þess með ýms- um hætti; sýnir yfirleitt hið full- komna vald sitt yfir grimd þess og blóðþorsta. Alt á þetta eigin- lega að vera til að koma nautinu í „dauðastellingu", að fá það til að standa með framfæturna sam- an og grafkyrt (hálf dáleitt virð- ist manni), svo að „matadorinn" geti rólega dregið korða sinn und- an rauðu dulunni, gengið hægt beint framan að nautinu, hafið sverðið á loft, lyft sjer á tá, mið- að og svo með heljar afli rekið það milli herðablaða nautsins beint í hjarta þess (og menn at» hugi: til þess að hinn smávaxni Spánverji geti fylgt stungunni eftir, þarf hann að beygja sig svo langt fram yfir hið gríðarstóra naut, að horn þess nærri því snerta brjóst hans.). Tryllist nú nautið, en nautabaninn víkur sjer undan á broti úr sekúndu og nautið missir af honum. Ef nú vel hefir hepnast, þá byrjar nautið von bráðar að riða á fótunum af blóðmissi og legst brátt niður og er þá komið og flýtt fyrir dauða þess með rýtingsstungu í mænu þess (coup la grace). Hinsvegar kemur það oft fyrir, að nauta- bananum hefir mishepnast og tek- ur hann sjer þá nýtt sverð (oft hefir þá nautið hrist hið fyrra af sjer, sem þá ekki hefir farið al- veg á rjettan stað eða ekki nógu djúpt) og reynir aftur, þar til stungan hepnast. Hafi nautabananum vel tekist, láta áhorfendur óspart í ljós vel- þóknun sína, kasta höttum sínum og jafnvel vínbelgjum niður til hans, en „matadorinn“ gengur sigri hyósandi heilan hring og þakkar. Ef nú fólki finst frammi- staða hans hafa verið sjerstök, þá tekur það upp vasaklúta sína og veifar þeim í áttina til leikstjór- ans, sem þýðir að það krefst þess, að nautabaninn fái eyra nautsins fyrir frammistöðuna, og eftir að leikstjóri hefir samþykt, og eyra nautsins skorið af og honum af- hent þegar á staðnum, getur það komið fyrir, að áfram haldi þess- ar vasaklútaveifingar og fær hann þá bæði eyru nautsins, hærra er Framh, á bls. 160.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.