Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.05.1941, Qupperneq 4
156 LESBÖK MORGUNBLAÐSINS Síðustu daqarnir í París Eftir André Maurois. André Maurois, höfundur þessarar greinar, er fræg- ur franskur rithöfundur og blaðamaður. Þektastur er hann fyrir æfisögur merkra manna, sem hann hefir ritað af mikilli list. í júní ritaði Maurois bók, sem hann nefndi „The battle of France“. Eftirfarandi grein er lausleg þýð- ing á tveim köflum úr þeirri bók. " að leið langur tími þar til við gátum trúað því, það var svo rólegt og fallegt í París. Á hverjum morgni, er jeg opnaði gluggann minn, sá jeg heiðbláan himininn, trjen í Boulogne-skóg- inum, Sigurbogann og Mount Ya- lésien-vígið, sem minti á Floren- tineklaustur. Húsvörðurinn vökv- aði begoníurnar, sem henni þótti svo vænt um, í garðinum fyrir neðan mig. í íbúðinni á neðri hæðinni flautaði verkamaður her- göngulag við vinnu sína. Engin breyting var sjáanleg á neinu. Það gat ekki verið, að Þjóðverjar væru komnir hættulega nálægt París. Svo var gerð á okkur loftárás í fyrsta sinn. í fyrstu gat enginn sjeð flugvjelarnar. Eitt barnið mitt sagði; „Sjáðu býflugnahóp- inn!“ Hann hafði sjeð 200 þýsk- ar sprengjuflugvjelar í sólskin- inu. Okkur var ekki ljóst, að sprengjum hefði verið varpað á borgina. Yið hjeldum, að aðeins væri um rannsóknarflug að ræða. En er þeir voru farnir, símaði vinur minn til mín: „Það var mjög alvarlegt. Meira en þúsund sprengjur“. Við fórum að skoða sprengjugýgina, húsin í rústum, verksmiðjurnar, sem enn voru í ljósum loga. Það hafði þá verið alvarleg árás. Það var einkenni- legt, hve lítil áhrif það hafði haft á Parísarbúa. ★ Sunnudaginn 9. júní fóru að birtast nöfn í blöðunum og út- varpinu, sem við höfðum ekki búist við að heyra. Nantes . . . . Pontoise .... Gat það verið, að Þjóðverjar væru ekki lengra frá París en hálfrar klukkustundar akstur í bíl, og lífið gengi sinn vana gang hjá okkur? Á Champs Elysées voru gang- stjettarveitingahúsin full af fólki. Við borðum hádegisverð í garði eins stærsta gistihússins í Place Vendome. Það var fjöldi fólks í garðinum. Einustu merki um flutninga frá borginni voru flutn- ingabílarnir fyrir utan Ministére de la Marine. Sjóliðar voru að bera út kassa og skjöl. Við hittum ritstjóra Parísarblaðs og spurðum hann, hvort hann áliti að flutt yrði úr borginni. Hann sagði, að stjórnin væri ekki sammála um það atriði. Við fórum í kvik- mvndahús. Það var nærri fult. Við sáum árásina á Narvik og loftárásina á París. Harmleikur vikunnar sem leið var orðinn að skemtiatriði. Mánudagur 10. júní var örlaga- ríki dagurinn. Snemma um morg- uninn var hringt þrisvar til okk- ar frá vinum okkar, sem voru stjórnmálamenn. Þeir sögðu allir, að stjórnin væri að flytja frá París og þeir rjeðu konu minni til að yfirgefa borgina eins fljótt og hún gæti. Skömmu síðar fjekk jeg skip- un um að fljúga til London í á- kveðnum erindagerðum. Kona mín sagði: „Áður en við ferðbúum okkur skulum við skoða París í síðasta sinn“. ★ Við fórum af stað kl. 8 um morguninn. Við sáum Dome des Invalides, gengum meðfram Signu, kvöddum Louvre.-höllina og loks Notre Dame dómkirkjuria. Við tókum eftir því, að margir Par- ísarbúar voru á samskonar píla- grímsferð og við. Flest kvenfólkið og fjölda marg- ir karlmenn tárfeldu, en jeg heyrði samt ekki eitt æðruorð. Hver einstakur hugsaði um ynd- isleik borgarinnar, sem hann elsk- aði og sem hann var nú að kveðja. Við þóttumst viss um, að sú menning, sem skapað hafði alla þessa fegurð, gæti ekki dáið. Við fórum heim til okkar aftur og eins og miljónir Parísarbúa hljóta að hafa gert á sama tíma, fórum við að reikna út, hver4 i við gætum bjargað með okkur a’. eignum okkar. Jeg get ekki hugs- að mjer neitt erfiðara. # Við völdum það, sem okkur þótti alnauðsynlegast, eða það, sem okkur þótti svo vænt um, að við gátum ekki hugsað okkur a? skilja það eftir; og er við höfðum valið, var það tíu sinnum meira en við gátum með nokkru móti flutt með okkur. ★ Jeg á ekki orð til að lýsa hrifn- ingu minni á Parísarbúum þenna örlagaríka mánudagsmorgun. Þeir vissu, að dómurinn hafði verið kveðinn upp yfir þeim. Margir þeirra gátu ekki farið frá borg- inni, þeir hjeldu áfram venjuleg- um daglegum störfum eins og ekkert hefði ískorist. Búðarsfúlk- urnar gerðu alt sem í þeirra valdi stóð til að hjálpa viðskiftavinun- um. Lögreglan stjórnaði örugg- lega hinum stöðuga umferðar- straumi. Nokkrir múrarar voru að vinna við húsbyggingu. Það var ekkert óðagot á neinum og hin rólega framkoma borgarbúa gerði mönnum erfiðara fyrir að fara frá borginni. Eftir hádegið ók jeg á flug- völlinn. Borgin var nú mjög eyði- leg, en vegirnir út úr borginni yfirfullir. Veður var heitt og

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.