Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Blaðsíða 2
170
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
furðu margt frá tímabilinu 1786—
1874. Hann nefnir þrjá af fjórum
útgefendum Fjölnis, Brynjólf
Pétursson, forstöðumann hinnar
íslensku stjórnardeildar í Höfn,
málfræðinginn Konráð Gíslason
og skáldið Jónas Hallgrímsson. En
hann nefnir hvorki tímaritið
Fjölni né síra Tómas einu orði, og
er það samt ekki af því, að hann
sé neitt spar á að telja ýmsa
menn, sem lionum virðast hafa
skarað fram úr í einhverri grein,
og suma lítt kunna almenningi nú
á dögum.
Tvennt er það einkanlega, sem
síðan hefur brugðið alveg nýjum
ljóma á minningu Tómasar Sæ-
mundssonar meðal íslendinga.
Hann var einn af Fjölnismönnum.
En upp úr aldamótunum 1900 fara
menn almennt að gera sér ljósara
en áður, hvern þátt þetta tíma-
rit hafði átt í því að glæða smekk
og þjóðernisvitund íslendinga.
Samt er óhætt að segja, að þekk-
ing þjóðarinnar á Fjölni er frem-
ur reist á sögu en sjón. Ritið er
orðið sjaldgæft, og fátt úr því
hefur verið endurprentað nema
það, sem Jónas Hallgrímsson lagði
til þess. Sama máli gegnir um
það, sem Tómas gaf út í bókar-
formi, meðan hann lifði, eða var
prentað rétt eftir andlát hans:
Island fra den intelleetuelle Side
betragtet (1834), Fjölnir og Ein-
eigði-Fjölnir (1840), Ræður við
íms tækifæri (1841), Þrjár rit-
gjörðir (1841). Þessi rit eru í
fárra manna höndum og lítið lesin.
En þegar við lítum á Bréf Tóm-
asar Sæmundssonar, sem gefin
voru út á aldarafmæli hans
(1907), þá gegnir öðru máli og
þá komum við að hinum þættin-
um í endurreisn síra Tómasar í
minningu þjóðarinnar. Það er
óhætt að fullyrða, að fáar bækur,
sem út komu á fyrstu áratugum
20. aldarLnn^ir, hafi gagntekið ís-
lendinga eins og þessi bréf. Þar
komust þeir í náin kynni við höf-
undinn, og rödd hans lét ekki í
eyrum eins og daufur ómur frá
fjarlægri fortíð, heldur eins og
lúðurhljómur, sem brýndi til
nýrrar sóknar.
Það væri að vísu æskilegt, að
rit Tómasar, prentuð og óprent-
uð', yrrðu gefin út í heild, áður en
langt liði. Þau eiga það skilið. Það
má líka búast við, að mörgu verði
enn við það bætt, sem um hann
hefur verið ritað. En Tómas fram
tíðarinnar hlýtur samt jafnan
framar öllu að lifa með íslending-
um eins og hanu lýsir sér í þess-
um bréfum. Og þau munu ekki
fyrnast. Margt hefur vel og mak-
lega verið um þau sagt. En eg
veit ekki, hvort nokkuð af því
lýsir betur áhrifum þeirra en lít-
ið bréf, sem norðlenzk sveita-
stúlka skrifaði mér fyrir mörg-
um árum. Þau voru lesin heima
hjá henni á vökunni, og hún var
að hugsa um, hvað hún gæti lítið
gert af öllu því, sem henni fannst
þau hvetja sig til að koma í verk.
,.Og í svipinn gat eg ekkert nema
keppzt við það, sem eg var að
vinna. En það er víst, að prjón-
arnir fóru að ganga hraðara í
höndunum á mér en venjulega“.
Eg held, að síra Tómas hefði ver-
ið ánægður með þessa stúlku og
þennan árangur af lestri bréf-
anna.
II.
Dóttursonur Tómasar Sæmunds-
sonar, dr. Jón Helgason biskup,
sem bjó bréf afa síns til prent-
unar á aldarafmæli hans, hefur
nú á þessu ári, er hundrað ár eru
liðin frá láti Tómasar, gefið út
rækilegt rit um æfi hans og
störf. Er enginn vafi á því, að
sú bók verður mikið lesin, enda
er hún hin fróðlegasta. Þar er
víða stuðzt við óprentaðar heim-
ildir, og þeir, sem lítt þekkja til
annara rita Tómasar en bréfanna,
geta fengið þar gott yfirlit um
efni þeirra og anda.1) Þó að höf-
undur bókarinnar sé nákominn
Tómasi, ritar hami um hann af
fullu hlutleysi og hispurslausri
sannleiksást og dregur ekki fjöð-
ur yfir neitt það í fari afa síns,
sem gerði það að verkum, að
samtíðarmönnum hans fannst
hann stundum nokkuð óþjáll.
Því lýsti eftirmaður hans á
Breiðabólstað, síra Jón Halldórs-
son, á sinni tíð með þessum orð-
um: „Held eg það sé áreiðanleg
ur sannleiki, að hann með meiri
stillingu og minni ofsa hefði ver-
ið enn þá fullkomnari maður“.
Það er víst, að Tómasi er engin
þörf á neinni launungu um mann-
lega bresti hans. Skapið var mik-
ið og stórt, en því var framar
öllu beift í þjónustu hugsjóna og
umbóta. Hitt var aukaatriði, þótt
það stöku sinnum kæmi fram í
dálítilli óbilgirni og gustmiklu
hreinlyndi. Engum getur heldur
dulizt, að það var samfara hlýju
hjartalagi, hjálpsemi, vinfesti og
alúð.
Iljer er ekki rúm til þess að
lýsa bók dr. Jóns Helgasonar og
efni hennar, enda mun Morgun-
blaðið bráðum flytja rækilegan rit-
dóm um hana. Það er tvímælalaust
1) Tómas Sæmundsson. Æfifer-
ill hans og æfistarf. Reykjavík,
1941. ísafoldarprentsmiðja. —
261 bls.
Börn Tómasar:
Þórhildur Tómasdóttir. Þórður Tómasson læknir.