Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Síða 5
LKSBÓK MORGUNBLAÐSINS
173
jeg ungan stúdent, sem fylgdi
mjer dag og nótt. Hann var djarf-
ur og öruggur og hafði til brunns
að bera óbilaudi og traust lundar-
iar. Við áttum margar góðar
stundir saman.
★
Rás styrjaldarviðburðanna var
skjót. Strax daginn eftir komu
Þjóðverja hófst fyrsta breska á-
rásin.
Um svipað leyti og daginn áð-
ur heyrðum við fallbyssudrunur
frá höfninni. Einnig nú var skygni
slæmt, en þó ekki eins slæmt og
daginn áður. Jeg sá greinilega
marga þýska tundurspilla á höfn-
inni bæfða og standa í ljósum
logum. En enska flotadeildin fór
út aftur. Daginn eftir var gerð
loftárás. Ef jeg man rjett, voru
það 7 flugvjelar, sem tóku þátt
í árásinni á skipin. Munu þær
hafa verið bæði enskar og norsk-
ar. En aðeins lítill norskur gufu-
bátur, sem Þjóðverjar höfðu tek-
ið í sínar þarfir, varð fyrir
sprengju.
Hörð loftvarnaskothríð mætti
flugvjelunum. Engin þeirra var
samt liæfð.
Þennan dag gat jeg komið frá
mjer hinni fyrstu frásögn af því,
sem gerst hafði. Jeg hafði lromist
á snoðir um, að járnbrautarstöð-
in hafði símasamband við Kiruna
og að sú lína lægi ekki um aðal
símstöðina. Hinir þýsku verðir
voru raunar á járnbrautarstöðinni,
er það var ómaksins vert að reyna
l>etta.
Jeg náði sambandi við Kiruna
og talaði við sænskan liðsforingja.
Jeg sagði honum, hver jeg væri
og! bað hann að flytja norsku og
sænsku stjórninni ákveðnar upp-
lýsingar. Hann fjekk síðan þær
upplýsingar, sem jeg hjelt að þýð-
ingu hefðu um hernaðarstöðu
Þjóðverja, fjölda þeirra, skotvopn
og að ennþá hefðu ekki sjest hjer
þýskar flugvjelar, og yfirleitt lýs-
ingu á ástandinu í Narvik.
I þeirri einangran, sem Narvik
nú var í, var mikið undir útvarpi
komið. Seinna þegar aflstöð bæj-
arins hafði verið skotin í rúst og
Þjóðverjar leituðu uppi öll raf-
hlöðu útvarpstæki, höfðum vi?
smátæki í ráðhúskjallaranum og
dreifðum þaðan út frjettunum.
Morgun einn um miðjan apríl
voru boðaðar frá útvarpsstöðinni
í Tromsö nýjar hernaðaraðgerðir,
sem gerðu það nauðsvnlegt að fólk
ið flytti úr bænum.
Þar sem nxi Þjóðverjar höfðu
bannað alla brottflutninga, ríkti
um skeið nokkur kvíði og ótti, en
á skömmum tíma tókst að lægja
þær öldur og koma á fullkomnu
jafnvægi í bænum.
Allir, sem komu til ráðhússinn
og grjetu og börmuðu sjer, voru
látnir bíða þangað til þeir höfðu
vald yfir sjer.
★
Laugardaginn þann 13. apríl
hófu Bretar stórkostlega árás á
sjónum. Allstór bresk flotadeild
kom og gjöreyðilagði hina þýsk-u
flotadeild, Ekki eitt einasta þýskt
skip komst undan.
Orustan stóð frá hádegi til kl.
5 síðdegis. Höfnin var eins og
skipakirkjugarður.
Inn við Rombakkeu hafði
nokkrum þýskum tundurspillum
verið rent á land. Hópar af þý§k-
um sjóliðum leituðu inn í bæinn
frá ströndinni. Flestir þeirra
höfðu synt í land frá sokknum
skipum sínum. Þeir^reikuðu ráð-
viltir um göturnar.
Reglu- og agalaust leituðu þeir
áfram upp í Fagranesfjallið. Hvít-
ar snjóbreiðurnar voru þaktar
endalausum svörtum röðum slcip-
reika manna. Þeir fttluðu að reyna
að finna stystu leið yfir til Sví-
þjóðar. Yið áttum tal við nokkra
þeirra. Þeir fundu, að þeir voru
læstir inni og örvinglan ríkti með-
al þeirra.
Seinni hluta dagsins voru eng
ir Þjóðverjar í bænum. En undir
kvöldið kom hópur fótgönguliðs-
manna og var jeg þá tekinn til
fanga fyrir smágrikk, sem jeg
hafði leikið við nokkra þýska
varðmenn, sem gæta áttu sím-
stöðvar bæjarins.
Jeg hafði fyr um daginn sagt
þeim, að allir Þjóðverjar hefðu
j7firgefið bæinn og Bretar væru á
leiðinni frá höfninni upp í bæinn.
Þeim myndi því ráðlegast að
hypja sig, sem þeir og ekki ljetu
segja sjer tvisvar. Jeg galt nú
þessara bragða og var geymdur
á gistihúsi um nóttina. Varðmað-
ur minn var 18 ára gamall pilt-
ur. Hafði hann tekið þátt í her
förinni í Póllandi. Skýring hans
á öllum viðburðum var ofur ein-
föld, aðeins þetta: Foringinn hef-
ir boðið að svo skuli vera.
Um morguninn var mjer til
kynt, að jeg hefði gerst sekur við
36. grein hinna þýsku herlaga og
refsingin fyrir slíkt brot væri
aðeins dauðinn. Jeg trúði varla
mínum eigin eyrum. Sú kend, sem
ríkust var hjá mjer, varð undr