Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Síða 7
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
175
Þjóðverjar tóku alt reiðufje
Sparisjóðsins, um það bil 80 þús.
kr. Þeir höfðu með sjer nýja pen-
ingaseðla frá Þýskalandi, sem þeir
notuðu í herteknum löndum, og
gilda þeir ekki í Þýskalandi
sjálfu. Stofnunum í bænum var
skipað að kaupa þá fyrir 1.60
kr. markið.
★
Af tilviljun var jeg staddur á
sjúkrahúsinu þann 27. maí um
10-leytið um kvöldið. Frá þakinu
sáum við breska flotadeild sigla
inn fjörðinn. Bráðlega komu
fyrstu sprengikúlurnar.
Við höfðum að vísu búist við
öflugu áhlaupi til lausnar borg-
inni. Engu að síður fanst okkur
snerpa þessa áhlaups með fádæm-
um. Alla nóttina heyrðist svo að
segja einn samfeldur sprengi-
kúlnasöngur.
Hin bresku herskip beindu á-
rásinni að tveimur stöðum, úr
norðri að ytri Rombakken, í suðri
að Ankerstranden. t Þjóðverjar
höfðu þarna nokkuð lið, en fólk
ið var flutt burtu.
Um kl. 11 sást til fyrstu land-
göngusveitanna, sem lögðu að
landi í litlum vjelbátum. Það var
auðsætt, að til návígis myndi
koma.
Við vorum mjög áköf í að sjá
hverju fram yndi. Kíkirinn var
dreginn fram í dagsljósið iir felu-
stað sínum og gekk nú á milli
Norðmanna og særðra Þjóðverja
og Englendinga.
Um það bil einni klukkustund
eftir landsetningu liðsins lægð.
skothríðina nokkuð. Við sáum
þýsku hersveitirnar hörfa úr
bænum. Næsta morgun var eng-
inn Þjóðverji í bænum.
Við höfðum horft fram til
komu lausnardagsins með mikilli
eftirvæntingu. En fjarri fór því,
að hörmungar og þjáningar bæj-
arins væru ^nú á enda.
Það kom í ljós, að bandamenu
höfðu ekki með sjer loftvarna-
tæki og brátt urðu „ þýsku
sprengjuflugvjelarnar nærgöng-
ular. Kirkjuklukkurnar voru not-
aðar til þess að gefa loftárása-
merki. Fyrstu loftárásirnar voru
aðeins á skipin.
Fyrsta loftárásin á bæinn var
á slökkvistöðina, en sú næsta á
verslunarhverfið. Hún stóð nokkra
klukkutíma og tóku um 20 flug-
vjelar þátt í henni. Þær flugu
lágt og unnu hnitmiðað starf. Á
fóilf, sem flúði út úr hinum brenn
andi húsum. var skotið af vjel-
byssum. Þá fyrst, er alt miðbik
bæjarins var í Ijósum loga, komu
hiuar bresku flugvjelar.
Flestir ungir menn í bænum
tóku þátt í björgunarstarfinu.
Vörur og húsmunir voru bornir
út á gtouna. Alt verslunarhverf-
ið brann til kaldra kola, þ. á. m.
tveir bankar, pósthúsið og áfeng-
iseinkasalan. Bannað hafði verið
að bjarga nokkru úr vínsölunni
og brann byggingin með harðlæst
um dyrum.
I árás þessari ljetu aðeins þrír
menn lífið. Var það mikið að
þakka því, að fólkið hafði tíma
til þess að koma sjer fyrir og
leita sjer skýlis í bestu kjöllurun-
um.
Það varð nú aðal viðfangsefn-
ið að flytja óbreytta borgara úr
bænum. Tíminn var naumur. Kon-
ur og börn varð því að flytja
fyrst. Brottflutningsstarfið var
mjög erfitt.
En á meðan á því stóð bárust
mjer óhugnanleg tíðindi:
Bandamenn ráðgerðu að gefa
allan Noreg upp, þar sem aðstæð-
urnar á vesturvígstöðvunum voru
hættulegar eftir hrun Hollands og
Belgíu. Þetta var þriðja eða fjórða
,júní. Dapurlegar hugrenningar á-
sóttu fólkið, meðvitund um ósig-
ur. En hersveitir okkar börðust
áfram og sóttu fram á allri víg-
línunni. Eftir eina eða tvær vik-
ur væru Þjóðverjar alveg bugað-
ir. Eftir að við upp á síðkastið
höfðum fengið nýjar vonir um
vörn Norður-Noregs, kojn það yfir
okkur eins og reiðarslag, að banda-
menn ætluðu að yfirgefa okkur.
(Þann 5. mánaðarins vissu allir
það og þann 6. fengu hinir norsku
liðsforingjar tilkynningu um, að
bandamenn yrðu að draga her
sinn til baka. Jeg hitti franska
yfirforingjann. Hann tók sjer
þetta eins nærri og hann hefði
sjálfur gerst sekur um vanvirðu.
Þann 7. júní var jeg staddur
niðri á hafnarbakka og kvaddi
yfirforingjann. Hann gaf mjer 50
múlasna, sem hann ekki gat tekið
með sjer.
Þetta var seinasti dagurinn. Jeg
hafði fengið skipun um að láta
ekki taka mig til fanga. Við unn-
um að því af öllu afli að bjarga
sem mestu af vistum út úr bæn-
um. Við fyltum stærstu skúturn-
ar, sem við höfðum yfir að ráða,
með matvælabirgðum og sendum
þær af stað.
Yfirlæknir sjúkrahússins ósk-
aði að verða eftir hjá nokkrum
sjúklinga sinna, sem ekki var
hægt að flytja með. Einnig sókn-
arpresturinn, skólameistarinn og
nokkrir fleiri, samtals um 50
manns.
Jeg hafði fengið brottfararfrest
til kl. 8, en fjekk hann fram-
lengdan til kl. 10. Frá umturnuð-
um og sundursprengdum hafnar-
bökkunum lagði nú hver skútan
á fætur annari út fjörðinn. Sein-
ustu hersveitir Bandamanna fóru
í sama mund.
★
Þetta var Narvik, hinn ungi og
vaxandi bær, sem fyrir nokkr-
um mánuðum átti sjer mikla
möguleika og framtíð. Nú lagði
reykinn upp af síðustu brunarúst-
um hans að baki okkur. Það var
hin dapurlegasta kveðja, sem jeg
gat gert mjer í hugarlund.
í Nairbar á Indlandi var
Hindúaprestur einn dæmdur í
eins ,,árs fangelsi og til greiðslu
skaðabóta fyrir misbeitingu á em-
bættisvaldi sínu.
Presturinn átti að vígja ung
hjón, en um leið og hann sá brúð-
hjónin, .varð hann svo ástfanginn
af brúðurinni, að hann hætti við
hjónavígsluna, rændi brúðurinni
og flýði til fjalla með hana.
Við rjettarhöldin kom það í
ljós, að brúðurin var hreint ekki
óánægð með þessa lausn málanna.
Foreldrar brúðhjónanna voru þó
óð og uppvæg yfir þessu tiltæki
og kærðu brúðarránið.
Þá var úti æfintýr. Presturinn
var settur í „steininn" og brúðurin
varð að sætta sig við þann brúð-
gumann, sem hún hafði fyrst kos-
ið.
\