Lesbók Morgunblaðsins - 18.05.1941, Page 8
176
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
Sigurjón Jónasson, Skefilsstöðum :
Kcrlingin við Drangey kveður
Drangaeyju hárri hjá
hitti jeg kerling frínu.
Vildi jeg henni frjettir frá
fá að gamni mínu.
En kerling lausmálg ekki er,
ögn þó kunni af sögum.
Hvíslaði inn í eyra mjer
eftirtöldum bögum.
★
Jeg er hvorki ung nje fríð,
yfirlitur dökkur.
Hvessi brún mót hrönn og hríð,
hugur aldrei klökkur.
Út er brunnin æsku hyr,
yndi horfið, freðið,
því jeg hef áraþúsundir
þarna kyrlát beðið.
Það mjer ótta engan fær,
í æðisköstum sínum,
þó að bylti sollinn sær
sjer að fótum mínum.
Þó hef jeg allmargt þolað blak
— þekkjast sögu drögin. —
En aldrei hafa beygt mitt bak
brim nje ísalögin.
Lagt var mig í æsku á,
yrði jeg að steini,
Og glæstum Skagafirði frá
forða hverju meini.
Jeg mun verða um aldir steinn,
álaga bundin pínu.
Nema ef einhver saklaus sveinn
svæfi á brjósti mínu.
Stend jeg verði alein á,
áls í djúpi miðju.
Enginn frónskur fjörður á
frægri verndargyðju.
Einatt gjörðust átök hörð -
á varðstöðvum mínum.
Þegar Ægir inn á fjörð
atti dætrum sínum.
Innra er höfðu ólmast þar
ærslafullar systur;
aftur komu auðmjúkar
og á mjer fætur kystu.
ítra drengi oft fekk Sjá
— þó ástar nyti ei funda. —
Þar um marga minning á,
margra hlýrra stunda.
Oft var gleði, yndi, fjör,
umdi í sigluríum;
þá vaskir komu í veiðiför,
vors á degi hlýjum.
Oft var glatt hjá seggja sjót,
sungið, ort og kveðið,
spilað, glímt, með harðtæk hót,
hlegið, grátið, beðið.
Öllu þessu jeg eftir tók,
angri þeirra og gleði.
Mjer er eins og opin bók,
alt sem þarna skeði.
Efst í huga er mjer þó
í minninga róti;
er Grettir meður bróðir bjó
í brekkunni hjerna á móti.
Leist mjer vel á þegninn þann,
þekti engan slíkan.
Ef jeg skyldi eignast mann,
óska jeg honum líkan.
Oft var frítt um fjörð og sjá,
fegurð alla vega;
því vormorgun margan þá
man jeg yndislegan.
Er árdagsgeislum Eygló slær,
yfir sæ og hauður;
og Tindastólinn skrýðir, skær,
skikkja úr gulli rauðu.
Glitraði Unnar grundin blá,
geisla hrunnu prjónar.
Ótal munnum fugla frá
frjálsir runnu tónar.
Hló við gengi Hafsúlan,
happafengs er neytti.
Álkan lengi og Langvían,
ljóðastrengi þreytti.
Már á sundi sönginn jók,
salur dundi Kára.
Rita og Lundi lagið tók,
ljek svo undir Bára.
★
Margt hef jeg sjeð á seinni tíð,
sem mjer undrun vekur;
þegar svás um sæ og hlíð
sólin guðvef rekur.
Jeg hef sjeð hin seinni ár
sævardreka kafa,
sem að hvorki segl nje ár
sýnast þurfa að hafa.
Ekkert skil jeg þó í því,
hvað þessar gpoðir knýi.
Hygg jeg þeirra æðum í
eldar brenni nýir.
Ægigamma eins hefi sjeð,
er engu munu hlífa,
ógnar gný og gargi með
gegnum loftið svífa.
Römm eru leikin ragna töfl,
roðnar himin blóði.
Þessi vjela-undra öfl
eyðileggja þjóðir.
Heyrt hef jeg að hermenn frá
hinum stóru löndum,
sjeu að leggja læðing á
lýð á bygðum ströndum.
Þetta líst mjer illa á,
alt er þá í veði.
Best væri mjer að sökkva í sjá,
svoddan fyr en skeði.
★
Austan kylja yfir reið,
áls um bláa leira.
Um klettinn eins og andvarp leið,
ekki heyrði jeg fleira.
Sigurjón Jónasson,
Skefilsstöðum.