Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1941, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 29.06.1941, Page 2
218 LESBÓK M0RGUKBLAÐSIN3 Fremsta röð (frá .vinstri): Magnús Árnason, Halldór Þorsteinsson, Hafþór Guðmunds- son, Inga Björnsdóttir, Jóhann Hlíðar, Valgarður Kristjánsson, Bjartmar Kristjánsson. — Önnur röð (frá v.): Sigurbjörn Bjarnason, Brynjólfur Ingólfsson, Vigfús Jakobsson, Jón Sigtrvggsson, Sigríður Jónsdóttir, Jóhannes Elíasson, Alma Thorarensen, Jóhann Jakobsson, Jónas Jakobsson. — Þriðja röð (frá v.): Sigurjón Sveinsson, Aðalsteinn Sigurðsson, Kjart- an Árnason, Helgi Árnason, Skarphjeðinn Njálsson, Ari Kristinsson, Eggert Kristjánsson. — Aftasta röð (frá v.): Kristján Eiríksson, Björn Bessason, Leó Júlíusson, Sigurður Hannes- son, Hjalti Þórarinsson, Guðm. Ingvi Sigurðsson, Þórður Gunnarsson, Snæbjörc Jónasson, Ottó Jónsson. — Tvo stúdenta vantar á myndina. ir því, að þjóð vorri takist að samþýða mikilvægar andstæður, t. d. framsókn og íhald, einstakl- ingsframtak og vfCunandi skift- ingu á eign og auði. að hún beri gæfu til að samræma skipulag og athafnafrelsi, einstaklingsfrelsi og löghlýðni í hinni æðstu og dýpstu merkingu, sem jeg vjek að í hug- vekju minni um m'kilvægi frels- isins í dag. Foringjum vorum má aldrei úr minni líða, að fara verð- ur variega og stillilega með lýð- ræði vort og lýðvekli. Reynslan leiðir í ljós, hversu ábvrgðarsam- lega foringjar vorir og valdamenn standast slíka þroskaraun. En það er góðs viti, að valið á hinum nýkjörna ríkisstjóra hefir tekist merkilega vel. Jeg las ný- lega í öðru hvoru Vesturheims- blaðinu íslenska, „Lögbergi“ eða „Heimskringlu“, grein eftir frú Rannveigu Schmidt, þar sem hún fór lofsamlegum orðum um þennan nýkosna æðsta valdsmann vorn. Mjer þykir vænt r.m, að jeg fæ hjer færi á að taka undir lofsyrði frúarinnar um þennan gamla skólabróður minn og fjelaga, sem mjer er að mörgu goðu og mörgu skemtilegu kunnur. Það var altaf þægilegt að vera samvistum við hann, með honum lcið manni vei. Frúin minnist á það í þessari grein sinni, að Sveinn Björnsson sje maður lundgóður, hann sje á- valt í góðu skapi. Þá er jeg las þessa lýsing frú- arinnar á hinum fyrsta ríkisstjóra vor íslendinga, þóttist jeg muna, að einn vinur okkar beggja hefði eitt sinn komist þannig að orði um hann á Hafnarárum okkar: „Það liggur altaf vel á Sveini“, og þótti mjer hjer vel mælt og vel hæft. Drjúg sigursæld fylgir löngum síglaðri og góðlátlegri lundu. Mjer virðist Sveinn Björns- son líklegur til þess í hinni miklo stöðu sinni, að geta orðið „sættir manna“, svo að jeg taki mjer í munn merkilegt orð úr Eddu Snorra Sturlusonar og fleiri forn- ritum. Jeg óska hinum nýja ríkisstjóra þess, að honum auðnist að verða mikill og drengilegur kraftur í stjórnmálum vorum og þjóðlífi.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.