Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Blaðsíða 2
282 lesbók morgunblaðsins Trektmynduð hvilft í jökulinn á vestanverðum Kverkfjöllum. Þetta er vafalaust gamall gígur. Niður úr trektinni gengur op skáhalt r iður og út undir hjarnið. — Ljósm.: Edvard Sigurgeirsson. að fjöllin voru stöðugt hulin í þrálátum þokum og hríðum. Hinir, sem fengið hafa sæmilegt veður hafa aðeins getað skoðað fjöllin mjög lauslega, því þegar hestar eru notaðir til þess að komast að fjöllunum og þess er gætt, að næsta haglendi er í 20 km. fjar lægð niðri í Hvannalindum, og fara verður þá vegalengd fram og aftur samdægurs, þá er það aug- ljóst, að lítill tími verður afgangs til að rannsaka jafn víðáttumikið og örðugt fjallbákn eins og Kverk- fjöll eru. Jeg vil nú geta lauslega þeirra, sem mjer er kunnugt um, að geng ið hafi á Kverkfjöll, má vera, að mjer sje ekki kunnugt um alla þá, er þar hafa komið, en litlar sögur hafa þá farið af ferðum þeirra. Þeir fyrstu, sem gengu á Kverk- fjöll, munu hafa verið Þjóðverj- inn próf. dr. Max Frautz og fylgd armaður hans Tómas Snorrason. Það var 1910. Þeir gengu á fjöll- in rjett austan við Kverkina, en höfðu þar skamma viðdvöl, því veður var hvast og þoku dreif yfir. Tveimur árum síðar, 1912, kom Frautz aftur; hugðist þá að rann- saka fjöllin nánar. Beið hann 3 daga upp við fjöll eftir góðu veðri, en veður fór stöðugt versnandi og flýði hann loks niður í Hvanna lindir og hjelt heimleiðis, án þess að hafa getað kaunað Kverkfjöl! frekar. Sama sumar, 1912, kom Græn- landsfarinn J. P. Koch, ásamt fylgdarliði, á vesturfjöllin. Er það í fyrsta sinn, sem komið er að hverunum í vesturfjöllunum. Ut sýn fengu þeir litla, því áður en þeir næðu brún fjallanna syrti að með þoku og regni. Árið 1932 voru Englendingar við rannsóknir á Vatnajökli (Cam- bridge-leiðangurinn). Komu þeir að Kverkfjöllum, en hvort þeir gengn á fjöllin, hefi jeg ekki get- að aflað mjer upplýsinga um. 1933 fóru þeir Guðmundur Ein- arsson frá Miðdal og Ósvald Knud- sen, ásamt tveimur stúlkum, til Kverkfjalla, gengu á fjöllin aust- an við Kverkina, en höfðu þar skamma viðdvöl. Að lokum fór Edvard Sigur- geirsson, Ijósmyndari, ásamt Stef- áni Sigurðssyni, verslunarmanni á Akureyri, til Kverkfjalla, sumarið 1939. Fóru þeir upp að nyrstu gufuhverunum í vesturfjöllunum, en rannsökuðu fjöllin ekki frek ar. Af þessari greinargerð ætti það að vera ljóst, að ekki hefir verið fjölförult um Kverkfjöll og um nokkra rannsókn á fjöllunum hefir aldrei verið að ræða, til þess hafa þeir, sem þangað hafa lagt leið sína, haft alt of takmarkaðan tíma til umráða, auk þess, sem veður hefir oft verið óhagstætt. Nú nýskeð var jeg þátttakandi í leiðangri, sem farinn var í Hvannalindir til að rannsaka úti- legumannakofana þar, var mjer þá ríkt í huga að nota tækifærið til að ganga á Kverkfjöll. Eftir að hafa dvalið í Hvannalindum í 3 daga, lögðum við Edvard Sigur- geirsson, ljósmyndari, af stað fót- gangandi upp til Kverkfjalla og bárum tjald og nauðsynlegan far- angur. Þetta var miðvikudaginn 30. júlí. Tjölduðum við um kvöld- ið á jökulöldum um 3 km. NA af Kverkinni. Jökulruðningur þessi, sem gengur um 5 km. NA frá fjöllunum, er mjög ósljettur og er gamall jökull alstaðar undir ruðn- ingunum. Sennilega hefir jökull- inn úr Kverkinni runnið í þessa átt áður fvr, en nú rennur hann til N og NY, og eru öldurnar og jökullinn undir þeim leifar frá þeim tíma. Allan síðari hluta mið vikudagsins og um kvöldið var veður glansandi bjart og útlitið því hið ákjósanlcgasta. Árla á fimtudagsmorguninn 31. júlí lögðum við til uppgöngu á austurfjöllin. Skamt austan við Kverkina fórum við yfir dálítinn skriðjökul og svo upp bratta skriðu, meðfram móbergshömrum. í 1500—1600 m. hæð gengur blá- grýtisgangur skáhalt upp í gegn- um móbergið. Dálítið ofar kemur stallur eða hjalli. Er þar talsvert af grágrýtishnullungum, en þaðan er skamt upp á brúnina. Á brún inni rjett austan við Kverkina er hnjúkur, merktur I á kortinu. Upp í gegnum hnjúk þennan gengur gangur úr þjettu blágrýti, en ann- ars er hann að mestu hlaðinn upp af gjalli og hrauni, sem mikið er af þarna næst kverkinni. Hæðin á hnjúk þessum mun, samkvæmt nýjustu mælingum, vera talin 1808 metrar. Þegar við komum upp á hnjúk þennan, var veður bjart, en þoku- slæðingur var þó að koma á sunn anverð fjöllin. Þarna uppi er alt þakið hjarni, hallar því á alla vegu út af brúnum fjallanna, en þó aðallega inn á við og niður að Kverkinni. Er strax augljóst, við fyrstu sýn, að innan í fjallhringn um er mikil hringmynduð lægð og er Kverkin hlið út úr henni, er jökullinn hringsprunginn um- hverfis lægð þessa. Hvort lægð þessi er orðin til við gos eða sig, verður ekki sagt með vissu, því hjarnið hylur öll verksummerki, en hraunið og gjallið umhverfis Kverkina sýnir, að þarna hefiv gosið. Um 300—400 m. SA og S af hnjúk I, eru hnjúkur II og III, ekki mjög háir, hlaðnir upp úr gjalli. Nokkru sunnar, á austur- brún fjallsins, um 20—30° austan við S, frá hnjúk I, er stór, flatur

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.