Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Blaðsíða 4
284 LESBOK morgunblaðsins Kverkfjöll sjeð frá norðri. Kverkin og skriðjökullinn blasir við. Um miðja fjallshlíðina, vestan við Kverkina, sjer í op sprungudalsins mikla í vesturfjöllunum. Til vinstri sjást hæstu hnjúk- arnir í Kverkfjallarananum, í nánd við hin fornu hraunupptök. — Ljósm.: Edvard Sigurgeirsson. sjeð á austanverðum fjöllunum, en auðvitað getui jarðhiti verið þar víðar, þótt við höfum ekki komið auga á hann. Við höldum niður af fjöllunum, á sama stað og við fórum upp, og komum í tjaldstað kl. 5 síð- degis, eftir 10 tíma útivist. ★ Um nóttina hvesti mikið af suð vestri og rigndi. Lá við að tjaldið fyki ofan af okkur. Brotnaði önn- ur tjaldsúlan og slitnuðu stögin. Tókst okkur þó að hemja tjaldið. með því að bera stórgrýti á allar skarir. Undir morguninn fór held- ur að lægja, en þó var allhvast fram undir hádegi. Veðrið var bjart og þokulaust á fjöllunum. Að afliðnu hádegi lögðum við af stað til vesturfjallanna. Urðum við nú að fara yfir skriðjökulinn fram úr kverkinni. Upp við kverk- ina er skriðjökullinn varla meira en 1 km. á hreidd, en breikkar fljótt. Rennur hann fyrst til norð urs og heygir svo til norðvesturs.-‘ Var austurhluti jökulsins sljett- ur og greiður yfirferðar, en vestar- lega á jöklinum höfðu myndast einkennilegir hólar eða hæðir, á- kaflega sprungnar, og vestan við þessar hæðir var jökullinn allur mikið sprunginn og ógreiður yfir- ferðar. Lentum við þarna í hálf- gerðum ógöngum, urðum að fara marga króka og stökkva yfir fjölda af sprungum. í áframhaldi af vesturvegg kverkarinnar eru þverhníptir hamrar alllangt suður með jöklinum að vestanverðu, er aðeins hægt að komast þar upp af jöklinum á einum stað, en mjög örðugt var að komast þang að, því gínandi sprungur lágu víða alveg upp að hamraveggn um. Loks komumst við þó af jökl- inum og upp í hamrana; þar er mjög mikið af vikri og gjalli, samskonar eins og austan við kverkina og yfirleitt virðist mjer mjög mikið bera á þessum gos- efnum á. vesturfjöllunum, bæði í lausu ásigkomulagi og hálf-sam runa. Strax vestan við kverkina kom um við á breiða jukulfönn, sem fellur með jöfnum halla (15— 20°) frá brún fjallanna og niður að rótum þeirra. Þetta er sjálf- sagt skriðjökull, en vegna þess, að hann er mjög þunnur, er hann á lít- illi hreyfingu og því lítið sprung- inn. Hiti er og mikil jöklaleys- ing og má svo heita, að einn vatns [flaumur fljóti í þunnu lagi niður allan jökulinn. Þegar við göngum upp hjarnið og horfum niður á vatnsflauminn, finst okkur brátt sem öll fjallshlíðin sje á flevgi- ferð niður á við undir fótum okk ar. Við göngum skáhalt upp hlíð- ina og eftir iy2 km. göngu kom- um við að fyrstu gufuhverunum. Með skömmu millibili eru hjer 3 gufuhverasvæði í grunnu gili, sem liggur frá NA—SV upp hlíð- ina. Hjarnið fellur ofanað niður 1 gilið, en gufurnar hafa brætt stóra skápa, hella og sprungur í jökulinn. Ur einstökum, aflmikl- um gufuopum þeytist gufan með háum hvin, en auk þeirra er þarna fjöldi af smærri og afl- minni gufuopum og brennisteins- augum. Skamt suður af þessum gufu- hverum kemur maður fram á brúnina á ægilegri gjá, sem ligg- ur suðvestur fjöllin í sömu stefnu og gilið með gufuhverunum. Gjá þessi er minst 2 km. að lengd, um 500 m á breidd, þar sem hún er breiðust og víða meir, en 100 m á dýpt. Nyrst opnast hún til norð- vesturs. Oll er gjá þessi þakin gufu- og brennisteinshverum. Urn miðbikið þrengist gjáin allmikið. Þar í mjóddinni er risavaxino gufuhver og má svo heita, að hann loki leiðinni eftir gjánni. Svelgurinn, sem hverinn er í, mun um 15—20 m í þvermál, en gufu opið sjálft miklu þrengra. Annað veifið er þó. gufuframleiðslan þarna svo áköf, að þrengslin fyll- ast af gufu. Hnjúkurinn, vestan við þennan nyrðri helming gjárinnar, er snar- brattur þeim megin, sem að gjánni veit. Hliðin öll er úr uppleystu bergi, sem orðið er að leir, og er þar eitthvert skrautlegasta lita- sambland, sem jeg hefi auguni litið. Smágufur liðast um alla hlíð - ina og auka á fjölbreytnina og blæbrigðin. Að austanverðu hanga sprungnar hjarnbungur niður f gjána.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.