Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 24.08.1941, Blaðsíða 8
288 LESBOK MORGUNBLAÐSIN3 þeir sáu ekki, hvernig ástatt var um flugvjelina. Svo að jeg tróð nafnið mitt í snjóinn með 50 feta háum stöfum. „JOE“, skrifaði jeg og svo „3 dauðir“. Einn matarkassinn hafði opnast í fallinu. Þar var m. a. dósahníf- ur og niðursoðinn ananaslögur. Jeg drakk upp íir dós án þess að draga andann. Svo úr annari. Aldrei á æfinni htfi jeg bragðað annað eins sælgæti! En nú var jeg dauðuppgefinn og skjálfandi eftir að hafa arkað svona í snjónum. Og þó loftið væri fult af flugvjelum þá vissi jeg, að þær gátu ekki lent. Hve langt mundi verða að bíða þess, að sjálf hjálpin kærni? Jeg skreið ofan í svefnpokann til þess að bíða þar. Jeg vissi ekki þá, að ein flugvjelin hafði varp- að niður orðsendingu til tveggja veiðimanna í aðeins tveggja mílna fjarlægð, og að þeir voru nú á hraðri ferð til mín með sleða, sem átti að flytja mig í siðmenning- una aftur áður en önnur sól væri runnin af lofti. Seinna frjetti jeg, að jeg átti björgun mína merkidufti að þakka. Þetta merkiduft er alu- miniumsalli á flöskum, sem flug- vjelar hafa með sjer, er þær fljúga yfir sjó. Þá fleygjum við flöskunum í sjóinn og sallinn dreifíst út og gerir sjóinn gljá- andi. Og við gljáblettinn getum við svo miðað, hve mikið vjelinni slær undan. Jeg hafði haft sex flöskur með mjer þegar við rákumst á. Fimm þeirra eyðilögðust við árekstur- inn. Þegar jeg var að leita að ein- hverju til að gera reykbál úr, þá rakst jeg á sjöttu flöskuna. Jeg dreifði þessu á klettinn í þeirri von, að það mundi gljá eins og silfur á svörtum klettinum. En vindurinn fevkti því burt, svo að það gerði langa rák á snjóinn. Þó aluminium sýnist eins og silf- ur á sjó, þá virðist það svart á snjó. Það var þetta svarta, skrítna strik, sem vakti athygli Jims Allisons. Hefði hann ekki sjeð það, þá hefði brotna flug- vjelin mín í auðnum Newfound- lands líklega aldrei fundist. Rannsóknarferð til Kverkfialla Framh. af bls. 285. um náttúrunnar. Allan daginn hefir mátt heita vel bjart, stund- um hefir þó verið fullhvast og hefir þá skafið skara og þoka drifið yfir sunnanverð fjöllin, en þess á milli hefir lægt og þokar svifið á braut. Um kl. 7 síðdegis veitum við því athygli, að langt suðvestur á hájöklinum myndast á nokkrum stöðum silfurskygðir blettir, eins og glitri á vatn. Á skömmum tíma stækka blettir þessir og breyta lögun og á einum klukkutíma myndast rákir, nokkurra km breið ar, sem ná ofan af hájökli og langt niður á skriðjökul. Þetta eru vafalaust vatnsflóð. í leysing- unni, sem verið hefir allan dag- inn, hafa myndast lón upp á há- jöklinum, sem svo hafa fengið framrás undir kvöldið og flæða þá niður jökulinn í stríðum straumum. Svo höldum við niður af fjöll- ununi, svipaða leið og við kom um, förum þó miklu neðar yfir jökulinn. Það er lengri leið, en færri sprungur. Kl. er ÍO1/^ þegar við komum í tjaldstað og því 10 tímar síðan við lögðum upp. Athugun okkar á Kverkfjöllum er hjer með lokið. Næsta dag, sem er laugardagur 2. ágúst, tök um við upp tjald og höldum aust ur yfir Kverkfjallaranann til móts við fjelaga okkar, sem dvalið hafa niðri í Hvannalindum og nú bíða eftir okkur við upptök Kreppu. Það er byrjað að syrta í lofti og úfna hríðarþoku kembir yfir Kverkfjöliin. Á sunnudagsnóttina'- snjóar, svo hvítnar í kringumí tjöldin okkar í Kverkárnesinu, í 750 m hæð. Þegar upp birtir á, sunnudaginn eru ekki aðeinsf Kverkfjöllin, heldur líka allur efri hluti Kverkfjallaranans, þakinnf) nýföllnum snjó. Uppi við Kverkl fjöll er altaf allra veðra von, líka1, um hásumarið. Hver er svo árangur þessarar ferðar til Kverkfjalla? Jeg tel hann vera í stuttu máli: 1. Þv: er slegið föstu, að Kverkfjöll eru nærri hringmynduð fjöll, sem rísa upp þverbrött á alla vegu, líka að sunnan, en ganga ekki inn undir jökulinn, eins og stundum hefir verið talið. Skriðjökullinn úr Kverkinni og aðrir skriðjöklar, sem falla niður af f jöllunum, nær ast því aðeins af þeim jökli, sem myndast á fjöllunum sjálfum, ó- háð hjarnbreiðum Vatnajökuls. 2. Fengist hefir gieggra yfirlit en áður um, hvernig umhorfs er uppi á fjöllunum. Hnjúkar þeir, sem rísa á brúnum fjallanna verið tald ir og athugaðir og innbyrðis af- staða þeirra ákveðin. Jafnframt því hefir verið gengið á hæsta tind fjallanna. 3. Jarðhitasvæðið norðvestur í fjöllunum hefir ver- ið athugað og fundist þar merki eftir mjög nýleg eldsumbrot. Fjöldi mynda hafa verið teknar, þó einkum af jarðhitasvæðinu. Kortið, sem fylgir hjer með, er bygt á þeim athugunum, sem gerð ar vjru. Það stenst ef til vill ekki vísindalega gagnrýni, en gefur þó, að jeg hygg, sæmilega góða hug- mynd um stærð fjallanna og lög- un. Stefnan milli hnjúkanna er ákveðin með áttavita, en fjarlægð- ir milli þeirra ýmist með stefnu- ákvörðun úr tveim áttum, eða að athugað hefir verið, hve langan tíma tók að ganga milli hnjúk- anna. Hæðarlínurnar eru hinsveg ar algerlega settar eftir ágiskun og eiga aðeins að gefa hugmynd um hæðahlutföllin. Einstakir hæð- arpunktar eru ákveðnir með hæða mæli (Barometer) og þá reynt að ganga út frá þektum hæðarpunkt- um. Ferðin er farin fyrst og fremst sem skemtiferð, en jafnframt hefi jeg reynt, svo sem föng voru á, að haga þannig til, að hún geti 'orðið öðrum til nokkurs fróðleiks, aukið þekkingu okkar á Kverk- fjöllum og verið þeim, er þangao 'vilja leggja ieið sína, til leiðbein- ingar. Hvernig þetta hefir tekist, skal ósagt látið, en jeg vænti þess, að flestir sanngjarnir menn taki viljann fyrir verkið. Ólafur Jónsaon.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.