Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Side 2
378 LE8BÓE M0RGUNBLAÐ8IN8 SkólahátíS í skólagarðinum í Eton. inn (Head master) svarar tii rekstors hjá okkur. Yfirmanni ráðsins mætti líkja við ríkis forseta. Hann er að nafnini til yfirmaður skólans, en skóla meistarinn hefir framkvæmdavald- ið og myndi því svara til for sætisráðherra í ríkisstjórn. Núver andi provost er Ouicksw<jod lá- varður. sá er fyr er nefndur. ★ t INS og að líkum lætur, eru ( _ margar ævafornar venjur við líði í Eton. Venjur, sem ekki má bregða út af og engum dettur í hug að breyta. Líkamlegar refsing ar eru enn framkvæmdar fyrir af- brot. Hefir skólameistari einn leyfi til hýðinga á beran sitjanda skóla pilta. En kennarar og skólapiltar í efri bekkjum geta á eindæmi refsað „busum“. Skólameistari not ar hrísvönd við hýðingar og hefir skólapiltur frá Eton sagt mjer. að þegar um stórvægilegar yfir- sjónir hafi verið að ræða í hans skólatíð, hafi komið fvrir að pilt- ar hafi verið hýddir þangað til blóðið lagaði úr þeim. Kennarar og skólapiltar efri bekkja, sem framkvæma líkamlegar refsingar á yngri nemendum, gera það með priki. Þeir verða að berja á sitj- anda sökudólgsins, utan yfir fötin. Eton-skóli hefir hjer verið kall aður mentaskóli, vegna þess a? skólinn svarar til þess sem við köllum mentaskóla. Piltar koma í skólann 13—14 ára og eru í honum þar til þeir eru 17—18 ára. Að afloknu námi geta nemendur sest í háskóla til framhaldsnáms. Hjer yrði of langt að lýsa skóla- kerfi Breta, enda ekki tilgang ur þessarar greinar. En eins og kunnugt er, er það allfrábrugðið okkar kerfi. Fyrstu árin i Eton nema piltar almenn fræði, en er líður á skólavistina, geta þeir tekið fyrir sjerstök áhugamál. Sumir leggja stund á tungumála nám, aðrir á náttúrufræði, verk- fræði o. s. frv. Sjernámi sínu halda þeir svó áfram eftir að þeir koma á háskólanö. ★ M 1100 piítar stunda nánt árlega í Eton. Piltamir búa ftllir 1 heimavistum. I hverri heima vist búa um 40 piltar. Yfirmaður hverrar heimavistar er kennari eða meistari, eins og hann er kallaður, en stjórn heimavistarinnar er i höndum nemenda sjálfra að nokkru leyti. Meðlimir hverrar heimavistar fyrir sig eru á ýmsum aldri og eru því ekki bekkjar- bræður, þó hinsvegar svo geti viljað til í sumum heimavistum. Heimavistarreglurnar eru strang ar og maturinn venjulega slæm- ur. En skólapiltar mega hafa með sjer skrínukost. Einu sinni á dag fá þeir tíma til að búa sjer til te eða ahnan mat á herbergjum sín um og borða þá mat, sem þeim hefir verið sendur að heiman eða sem þeir kaupa sjer sjálfir. Sjerstakt ráð eldri nemenda stjórnar heimavistunum. Eldri nemendur hafa mikið vald yfir yngri piltum. Þeir geta skipað þeim í sendiferðir fyrir sig, látið þá biia til fyrir sig te, og yfir- leitt þjóna sjer eftir vild. Ungir nemendur eiga því oft allharða æfi þar til þeir sjálfir fá völdin í hendur. Ef skólapiltur úr efri bekk kallar „drengur“, verða all ir viðstaddir, sem yngri eru, að standa upp og hlaupa til þess, sem kallaði og bíða eftir skipun hans. Það getur verið að sá, sem kallaði, hafi aðeins ætlað að skipa einum pilti að hlaupa fyrir sig með brjef { póstkassann, eða eitthvað annað álíkd smáerindi, en samt sem áður verða allir hindr ýngri að vera til taks, þegar kallað erl ★ AÐ er kostnaðarsamt að stunda nám í Eton. Ár- legur kostnaður hvers nemanda er um 500 sterlingspund, eða sem svarar til 13 þúsund krónum í íslenskri mynt. Það liggur því i augum uppi, að það eru ekki nema efnaðir foreldrar, sem hafa ráð á að senda syni sína til náms í Eton. En samt sem áður eru fátækir piltar á Eton-skóla. Árlega eru teknir 80 nemendur á Eton, sem aðstandendur þurfa ekki að greiða f.vrir. Þeir fá skólavist, bækur og föt ókeypis. Er greitt úr sjerstökum sjóði fyrir þessa pilta. Til þess að fá ókeypis skólavisf á Eton, þurfa nemendur að hafa sýnt frábærar gáfur og náms- hæfileika í barnaskólum. Og jafn- vel það er ekki nóg, því börn efnaðra foreldra, sem álitið er að hafi efni á að greiða fyrir skóla- vist sona sinna, fá ekki ókeypis skólavist, hvað vel, sem piltarnir kunna að hafa staðið sig í barna- skólum. Árlega eru valdir piltar úr barnaskólum Englands, sem fá ókeypis skólavist á Eton. Þeir piltar, sem njóta ókeypis skólavistar, búa í heimavistum í sjálfri skólabyggingunni, en aðr- ar heimavistir eru'f húsura úti i bæ. ★ ENJULEGUR dagur { Etort skóla befst með því, að nem- endur eru vaktir klukkan 7. Hálfri stund síðar hefst kenslan —• á fastandi maga. Klukkan 8,15 er

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.