Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Síða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.11.1941, Síða 4
380 LBSBÖK MORGTTNBLAÐSIN8 Vargas: Hinn brosmildi einvaldur Brasilíu Hin mikla andstæða í alamer- ísku samvinnunni nú er hinn lávaxni, sanngjarni, bros- andi Getulio Vargas, forseti Bras ilíu. Hann, sem var einn af aðal mönnunum í tilraunum Banda ríkjanna til að sameina Vestur- heim gegn einræðisstefnunni, er sjálfur einræðisherra — maður sem fyrir 10 árum komst til valda með vopnaðri byltingu og sem enn þann dag 1 dag stjórnar 43 miljóna þjóð með einveldi. Vargas er gáfaður, vingjarnlegur og slyngur. Hann er. fyrir sína þjóð — á sinn eigin brasilianska hátt — það sem Hitler er fyrir Þýskaland og Churchill fyrir Bretland. Hann er vissulegu þýð- ingarmesti stjórnmálaleiðtoginn í Suður-Ameríku. Það er ekki hægt að skilja Vargas án þess að þekkja sögu Brasilíu, landsins, sem hann stjórn ar. Brasilía var heimsveldi þar til 1889. Landið er stærra en Bandaríkin og þar er stærsta ó- kannaða frumskóga flæmi heims- ins, og þar eru stærstu óunnar járnmálmsnámur í heimi. í mörg ár var landið stærsti togleðurs framleiðandi heimsins, og er enn í dag mesti kaffiframleiðandi ver- aldar. Eitt af mestu vandamálum Ifendsins eru þjóðabrotin Það eru að minsta kosti fjórar Brasilíur Það er Bahia hjeraðið við Atlants hafsströndina, aðallega búsett negrum og er eins ólík landi hinna hvítu nautgripa, eins og Suður- England er ólíkt Egyptalandi. Iðnaðarhjeraðið Sao Paulo er jafn fjarskylt Amazon-hjeraðinu, eins og Chicago er ólík Addis Abeba ★ Brasilía hefir jafnan verið vin- veittari Bandaríkjunum en nokk- uð hinna Suður-Ameríkuríkjanna. Fyrir það fyrsta óttast Brasilín- menn Argentínu, og byggja á vernd okkar. f öðru lagi eru Eftir John Gunther John Gunther er heimsfrægur amerískur blaðamaður og rit- höfundur. Hann var frjettaritari Chicago Daily News í Evrópu í 11 ár. Frægastur er hann fyrir bækur sínar „Inside Europe", sem selst hefir í ya miljón eintökum og „Inside Asia“, sem hann skrifaði eftir 50,000 kílómetra langt ferðalag í Austurlöndum árin 1937—’38. Gunther er nýkominn úr ferðalagi um Suður- Ameríku, þar sem hann átti tal við helstu stjórnmálamenn í öllum ríkjum Suður-Ameríku. Bandaríkin besti viðskiftavinur Brasilíu, og við höfum ekki nein- ar útflutningsvörur í samkepni við hana. Þetta er mjög ofarlega í huga Getulio Vargas. Brasilíumenn eru geðprúðir. mentaðir og þægilegir í umgengn;. Þeim er illa við blóðsúthellingar og bera virðingu fyrir jafnaðar geði. Þeir tala frjálsmannlega um Getulio — hann er yfirleitt nefnd ur skírnarnafni sínu — og segja jafnvel um hann skrítlur, seni hann hefir mætur á. Ein skrítlan er, að hann geti verið þögull í tíu tungumálum. Getulio var alinn upp í naut- griparæktarhjeruðunum með kað- alslöngu (lasso) í hönd og á hest- baki. „Gaucho“ (kúreka) líferni hans hefir haft áhrif á skapferli hans, á val vina hans og stjórn málaskoðanir. Það er Brasilía, ekki' hestur, sem hann stjómar nú, en Getulio er ennþá „gaucho“. Hann gekk í herinn sem óbreytt ur hermaður, er hann var 16 ára, en gekk úr hernum aftur, er hann var tvítugur, til að helga sig laganámi og stjórnmálum. Hann ^varð fulltrúi á löggjafarþingi Kio jGrande do Sul, og var gerður að ^ jofursta fvrir þátttöku í hjeraðs- uppreisn. Hann hækkaði smám saman í tigninni og varð land- stjóri í Rio Grande 1928. ★ Árum saman höfðu iðnaðar- og kaffiekrueigendur í San Paulo, þriðju stærstu iðnaðarborg í Suður-Ameríku, haft völdin í Brasilíu, ásamt járnmálmsnámu- eigendum i ríkinu Minas Geraes. Kúrekarnir í Rio Grande, sem lítil völd höfðu undir stjórn Oswaldo Aranha og Joao Alberto, kusu Vargas sem forsetaefni sitt í for- setakosningunum 1930. Fullvissir um, að engin von væri fyrir Vargas við kjörborðið, hófu fylg- ismenn Vargas uppreisn. Kúrek- arnir höfðu allmikinn her og tókst, að byggja upp sterka hreyfingu. Aður en þrjár vikur voru liðnar, var forsetinn flúinn til Portugal og Getulio Vargas var settur i forsetastól. Andstaðan gegn honum fór minkandi eftir 1932, er gagnbylt- ing, sem gerð var í Sao Paulo, var bæld niður, eftir þriggja mánaða bardaga. Vargas hafði vit á að grípa ekki til hefndarráð- stafaná, og er Paulistar báðu um nýja stjórnarskrá, veitti hann þeim hana. Stjórnarskráin var samin 1934 af löglega kosnu þingi (vitanlega skipað hans mönnum), sem síðan kaus Vargas fyrir for- seta. Ári síðar braut Vargas á bak aftur kommúnistauppreisnar- tilraun og ljet handtaka þúsundir vinstri manna. Stjórnarskráin frá 1934 mælti svo fyrir, að ekki mætti endur- kjósa forseta. En í forsetakosn- ingabaráttunni í nóvember 1937 setti Vargas á herlög í landinu. frestaði kosningum, sendi báðar þingdeildir heim (hvorug þeirra hefir síðan komið saman til fund ar) og birti nýja stjórnarskrá — alt þetta gerði hann á einum degi. Það urðu engir árekstrar,

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.