Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.11.1941, Blaðsíða 5
LESBÓK M0RGUNBLAÐSIN8 í 397 Mennirnir, sem stjórna Bretiandi í stríðsstjórninni bresku eru 21 ráðherra. Mynd þessi var tekin í garðinum í Dcwning Street 10, bústað forsætisráðherra Breta. Fremri röð (talið frá vinstri): Mr. Bevin, Beaverbrook lávarður, Mr. Eden, Mr. Attlee, Mr. Churchill, Sir John Anderson, Mr. Greenwood, Sir Kingsley H'ood. Aftari röð (frá vinstri): Sir Edward Bridges, Sir Charles Portal, Sir Archibald Sinclair, Sir Dudley Pound, Mr. Alexander, Cranborne lávarður, Mr. Morrison, Moyne lávarður, Capt. Margesson, Mr. Branden Brac- ken, Sir John Dill hershöfðingi, Sir H. Ismay hershöfðingi og Sir Alexander Cadogan. að fara aftur til gistihússins og sjá hvað Hartin vinur hefðist að. Jeg kom að Hartin, heldur föl um ásýndum, þar sem hánn stóð í anddyrinu. Hafði hann lieyrt frjettirnar ?“ Jeg er nú hræddur um það, Thige. Það er úti um okkur, laxmaður“, sagði Hartin. Við ákváðum að fá okkur drvkk. ★ Við fórum inn á drvkkjustof- una og það var þar, sem við höfðum nærri gert skekkju, sem hefði getað kostað okkur töluvert. Við hliðina á okkur var maður einn mjög sólbrendur í andliti. Hann var í fötum eins og enskir ferðamenn nota mikið og hjeldum við að hann væri Englendingur. Jeg hvíslaði að Hartin, að kanske væri þetta maður frá breska ræð ismanninum. sem gæti hjálpað okkur. Við hjeldum að hann hlyti að vera breskur, vegna þess að treyj- an hans var þannig í laginu, að enginn nema Englendingur ga' verið í slíkri trejrju. Jeg veit ekki, hvers vegna við snerum okkur ekki að manninum og ávörpuðum hann, en Hartin sagði: „Við skulum spyrja ein hvern hver hann sje fyrst“. Hartin fór út í íordyrið og kom að vörmu spori aftur. „Fyrir alla guðs muni talaðu ekki við þennan manu, Thige“, hvíslaði hann að mjer. „Hann er Þjóðverji. Þeir sögðu mjer að hann væri einn af vfirmönnum Þjóðverja hjer í Oslo og hann hefir verið að flækj- ast hjer á gistihúsinu allan morg- uninn. Við skulum fara hjeðan". Við læddumst út úr drykkju- stofunni. í setustofunni hjeldum við hvíslfund. Við ákváðum að halda til breslta konsúlatsins, en við komumst að því að það var ekki til neins, þar sem starfsfólkið var alt farið úr bænum. Síðasta von okkar var að leita hælis í sendisveitarbústað hlutlauss ríkis. Við ljetum sækja farangur okk ar npp á herbergin og gerðum ráð stafanir til að lialda burt. Um það leyti, sem við vorum að fara út *um snælduhurðina á aðalgang: gistihússins. kom hótelþjónn og sagði við okkur eins og af tilvilj- un: ,,Jeg myndi ekki ráðleggja ykkur, herrar mínir, að fara þessa leið út. Þjóðverjar eru að ganga eftir strætinu". Nú þótti okkur nóg komið. Við spurðum manninn hvað við ættum að gera. „Skiljið farangur ykkar eftir lijer“, sagði hann. „Þessi maður þarna fylgir vkkur. Farið út bakdyramegin, eltið manninn og segið ekki eitt einasta enskt orð. Þetta fer alt vel“. Við þökkuðum fyrir okkur. læddumst út um bakdyrnar út á götu og gengum á eftir leiðsögu- manni okkar. Það var þá, sem við gengum beint í fangið á Þjóð- verjum. Hópur þeirra var að koma upp aðalgötuna á móti oltkur. Á undan þeim var ríðandi norskur lög- regluþjónn. Hartiu og jeg stóðum þarna undrandi á gangstjettinni og horfðum á þá ganga framhjá Þeir voru vel vopnaðir, með vjel- byssur og báru þunga kassa með skotfærum. Á eftir þeim komu vörubílar hlaðnir útbúnaði alls- konar. svo sem leðurstígvjelum, yfirfrökkum og skotfærakössum. íbúar Osloborgar, sem höfðu haldið sig innanhúss um inorgun- inn, á meðan loftárásirnar stóðu yfir, voru nú að tínast út á göt- una, hissa og ráðviltir. Það var enginn mótþrói sýndur. Jeg tók eftir vjelbvssuhreiðri neðar í stræt inu, eu það var enginn maður við það. Norskir hermenn voru dreifð- ir inn um mannfjöldann og gláptu

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.