Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 07.06.1942, Blaðsíða 5
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 181 hafa komið og farið, og vafalaust heir oltið á ýmsu um bjartsýni manna og áhuga um fjelagsstörf- in, en Hallgrímur hefir verið samur og jafn, altaf jafn reiðu- búinn t:l starfs fyrir fjelagið, hal'da uppi vörnum fyrir það og gæta hagsmuna þess og heiðurs og telja dug í þá, sem deigir hafa verið í framkvæmdum. Það er ekki ofmælt og á angan hallaö, þótt sagt sje, að án hins fórn- fúsa staffs og þrautseigju Hall- gríms Valdemarssonar hefði fje- lagið tæplega komist á þennan aldur og framhjá öllum örðug- leikum byrjunaráranna. Þótt Hall- grímur sje nú tekinn að reskj- ast, er hann sem fyr jafnskelegg- ur um öll þau mál, er Leikfje- lagið snertir. Hefir hann þó enga opinbera viðurkenningu hlotið fyr ir starf sitt, og væri hann þess þó mörgum manni maklegri. Væri maklegt að hann hlyti viðurkenn- ingu af fje því? sem úthlutað er til listamanna, þótt ekki hafi hann sjálfur staðið á leiksviðinu. Af öðrum stjórnendum, sem lengi hafa starfað og vel má nefna þá Gísla R. Magnússon, Sigtrygg Þorsteinsson oj* Ingimar Bydal og auk þeirra leikstjórana, sem áður var getið, er flestir hafa setið í stjórn fjelagsins. Stjórnina skipa þeir nú Gunnar Magnússon formaður, Björn Sig- mundsson gjaldkeri og Hólmgeir Pálmason ritari, en meðstjórn- endur eru 'G'uðmundur Gunnars- son og Stefán Reykjalín. Hafa þeir Gunnar og Björn verið í stjórninni um nokkurra ára skeið. Niðurlaæ. Hjer hefir þá verið stiklað á stærstu steinunum í sögu Leik- fjelags Akureyrar um aldarfjórð- ungs skeið. Margt er þó ósagt, sem vert væri að geta, en hjer verður staðar numið, því að rúm er takmarkað. Leikfjelagið hefir átt við margt að berjast á liðnum árum. Eins og þegar hef:r verið drepið á, hefir fjárskortur staðið því mjög fyrir þrifum, og orðið til þess. að slá hefir orðið af kröfum um listrænt val sjónleika. Þess skal Haraldur Björnsson. þó getið, að það hefir notið nokkurra opinberra styrkja frá bæ og ríki. Styrkurinn frá Akur- eyrarbæ var fyrst kr. 500,00, en hefir nú um hríð verið kr. 1000,00, en ríkisstyrkurinn hefir verið kr. 1000,00 síðan 1925. Styrkur þessi hefir bætt úr brýnustu þröfum fjelagsins en meira ekki. Annað vandræðamál er húsnæð- ið. Þótt miklu muni frá því, er frumherjar leiklistar á Akureyri sýndu sjónleiki í vöruskemmum, þá skörtir samt mjög á, að gott megi kallast leiksvið og áhorf- endarúm. Leiksviðið og. búnings- herbergi leikenda eru altof þröng og þægindalítil. Hafa leiksviðs- ráðsmenn sýnt mikla hugkvæmni í því, hversu þeir hafa komið fyrir umfangsmiklum tjöldum og öðrum búnaði á hið þrönga svið. Þá er og aðbúnaður leikhúsgesta vondur, og áreiðanlega til þess fremur að fæla menn frá leikhús- inu en laða þá þangað. En ef til vill er þó þessa verst, hversu mjög húsið hefir hin síðari árin verið tekið upp til annara hluta, svo að Leikfjelagið hefir naum- lega komist þar að, eftir því sem þarfir þess kröfðu. Leikfjelagið hefir yfirleitt átt, vinsældum að fagna í bænum. Blöðin hafa ætíð verið því vin- veitt, og dómar þeirra um leiki lofsamlegir, og það stundum raun ar um of. Því að skortur hefir verið þar á heilbrigðri gagnrýni, sem getað hefði orð'ð leikendum og fjelaginu til lærdóms og eft irbreytni, og vcrið því hollari og meira til örfunar en óslitnar lof- ræður. Því verður vitanlega ekki neit- að, að þrátt fyrir ágætan vilja og marga góða hæfileikamenn, eem að starfi hafa verið, þá hefir mörgxi verið áfátt. Enda verður ekki hjá slíku komist, þar sem öll störf í þágu leiksýninganna eru unnin í hjáverkum. Þau eru tómstundastörf áhugamanna, sem allan daginn verða að vinna sín aðalstörf, hvort sem þau eru handiðnir, verslunarstörf, skrif- stofuvinna, heimilisstörf eða eyr- arvinna. Þeir hafa einungis getað helgað leikstarfseminni kveld- stundir sínar, er þeir komu þreytt ir frá öðrum störfum. Fæstir þeirra hafa og átt þess kost að kynnast leiklist annarsstaðar. Þá bætist það einnig við, að hvergi mun erfiðara að stunda leiklist en í smábæjum, þar sem allir þekkjast, og mynd leikandans í daglega lífinu er fastmótuð í hug hvers einasta leikhússgests að kalla má. Þegar alls þessa er gætt, gegnir það furðu, hversu góður árangur hefir náðst, og hve mikið listrænt starf fjelagið hefir af hendi leyst. Leikfjelag Akureyrar hefir á þessum fyrsta aldarfjórðungi æfi sinnar unnið merkilegt menning- arstarf, og væri þar opið skarð og ófult í bæjarlífinu, ef það hefði ekki að verki verið. Og þótt við bæjarbúar, sem utan fjelagsins stöndum, sjeum sífeldlega eitthvað að nöldra um það, sem okkur þyk- ir miður fara í leikhússýningum þess, þá myndum við samt sakna þess, svo um munaði, ef Leik- fjelagið hætti störfum. Sjónleikir Framh. á bls. 184.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.