Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 26.07.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 235 þjóðin brygðist gefnum loforðum og ryfi drengskaparheit sín, þá mundu Bandaríkin hjálpa til að merja hjarta mannkynsins. í þá daga voru þessi orð túlkuð sem viðkvæmnishjal uppgjafaprófess- ■ ors, sem aldrei hefði kynt sjer gang lífsins. En það var nú ekki uppgjafaprófessorinn, sem var viðkvæmur, heldur voru það hrapparnir, eins og vant er. Spá- dómur Wilsons hefir síðar reynst sönn staðreynd. Og menn hinnar „hagnýtu síngirni" eru nú flestir dauðir eða í fangelsi, eða þeir hafa verið hræddir til að gerast Quislingar. „Vefur sögunnar er ofinn glompulaust“. Það, sem siðmenn- ingin fær áorkað á morgun, er undir því komið hvað gert er í dag, eða því, sem forfeður okkar gerðu í gær. Ef mikill hluti heims- ins gerir sig ánægðan með að vera flón í dag, og afsakar flónsku sína með því að afneita mikilvægi þess, sem gerðist í gær, þá verður vefur sögunnar hættulega bláþráð- óttur. Og ef vefurinn rifnar, þá hrynur siðmenningin. Og að sama skapi og lífið missir samhengi sitt, og þá um leið-tilgang sinn, vex barbarismanum ásmegin í hverri mannssál. Og það þýðir í stjórn- málum sam'a og það, að þá getur hinum hreinræktaða barbara reynst mögulegt, einu sinni enn, að rísa upp á afturfótunum og sækjast eftir völdunum valdanna vegna. í siðferðilegu tilliti má segja þetta svo: Þjóð, sem lítils- virðir samhengið í sögunni, sem óvirðir ættfeður sína og hreykir sjer af því að lifa yfirborðslífi, er dæmd til þess að verða að rudd- um. Og laun ruddamenskunnar er dauðinn. Hjer sjest á ný munurinn á hin- um orkuþrungna barbarisma möndulveldanna, sem leitast við að tortíma heiminum með styrj- öld, og hinum kveifaralegri þarb- arisma, sem var farinn að læsa sig um okkar sofandi sálir. Nas- istum tókst að þröngva þjóðinni til einingar inn á við, í ákveðnu markmiði, og notuðu hana sem. verkfæri til að koma á stjórn-' leysi meðal annara þjóða. En með- an þessu fór fram liðum við hinu lýðræðislega frelsi okkar að sökkva niður á þrep stjómleysis einstaklingshagsmuna og stjetta- hagsmuna. Hitler hagnýtti sjer þennan innvortis veikleika lýð- ræðisríkjanna jafn slægviturlega og hann notaði sjer áhugaleysi einstakra þjóða fyrir velferð allra. hinna. Hann vissi að við liðum það, að frelsi okkar, sem við þykj- umst svo miklir af, færi hnign- andi, bæði í áttina til siðferði- legrar óstjórnar og líkamlegrar vanstjórnar. ¥ Meðan skrumauglýsendur vorir gortuðu sem mest af því, hve margir ættu baðker eða bifreiðar í Bandaríkjunum, áttu miljónir Ameríkumanna við óvissu og ótta að búa, og þar af leiðandi fór 6- ánægjan vaxandi í landinu. Verk- smiðjumennirnir í New England, til dæmis, voru þá að byrja langa nótt sívaxandi atvinnuleysis. Hag- fræðingarnir mundu hafa til að kalla þetta „millibilsástand at- vinnuleysisins" og gætu haft það til að sanna, að svo væri í raun og veru, og að ekki væri rjétt að fetta fingur út í það. En menn- irnir, sem urðu fyrir barðinu á atvinnuleysinu, hjeldu nú samt á- fram að gagnrýna ástandið. Gortið og sjálfsánægjan, sem auglýsingamennirnir ljetu flæða yfir landið, jók enn á óánægju manna. Okkur kom enn í koll bölið, sem leiðir af því að gorta of mikið en framkvæma of lítið. ;í rauninni var þjóðinni að þoka áfram til velmegunar. í rauninni var sá tími að nálgast, að það gæti orðið ánægjulegt að líta yfir landið. En í stað þess að stuðla að því, að þetta gæti orðið, þá svæfðum við samvisku okkar með því að hampa því, að allir væru ríkir, eða væru í þann veginn að verða ríkir. Þannig gerðist það, að í þjóðfjelagi, sem var að auðg- ast, fór gremjan vaxandi þar sem fátæktin ríkti. ★ Meðferð okkar á Svertingjamál- inu er annað dæmi þess, hvernig okkar veröld mistekst að varð- veita trúna á sjálfa sig. Þetta er vandasamt mál, sem eigi verður ráðið til lykta í flýti. En siðferð- ismeðvitund okkar á heimting á því, að við þorum að horfast í augu við það og sýnum staðfasta alvöru í lausn þess, og gerum daglega það í málinu, sem hægt er að gera þann dag. Kristin kenning vor gerir þá kröfu til okkar, að við bindum sem bráðastan enda á Svertingja,- málið, á þeim grundvelli, sem hæf- ir virðingu okkar og almennu rjettlæti. Saga okkar sjálfra styð- ur þessa kröfu. En samt höfum við lengst af, síðan fyrri heims- styrjöldinni lauk, látið okkur nægja að gefa stór fvrirheit hvað Svertingja snertir, en framkvæma ekki neitt. Þegar það tvent fer saman, að lofa gulli og grænum skógum, en efna lítið, þá á það drjúgan þátt í því, að gera mann- inn að stjórnleysingja. Það er nærri því jafn skaðlegt mannin- um, sem lofar upp í ermina á sjer, eins og hinum, sem gremst yfir vanhöldnum loforðum. Eins og allir þeir vita, sem hafa nasasjón af sögunni, vakir ann- að stærra viðfangsefni hinna lit- uðu þjóða bak við Svertingjamál- ið — og það viðfangsefni felur í sjer spurninguna um, hvort við sjeum trúir lýðræðishugsjóninni. Ef við lítum á þetta kynþáttamál sem táknmynd þess, hvernig mað- urinn svíkur sjálfan sig, þá hjálp- ar það okkur til þess að skilja heimsbylting nútímans. Það hjálp- ar okkur líka til að skilja, hve hátt við verðum að stefna, ef við viljum bjarga sjálfum okkur. Því að okkur hafa nýlega borist tvær aðvaranir í máli, sem á dýpri ræt- ur og er umfangsmeira en Svert- ingjamálið okkar. Pearl Buck, sem þekkir Asíu, hefir nýlega aðvarað okkur um, að við getum ekki unnið þetta stríð nema við getum sannfært hina gulu bandamenn okkar — fjölmennustu bandamenn okkar — um það, að hvíti maðurinn sje nú lok'sins peiðubúinn til að leggja af sjer „byrðina" og hugsa sjer að- eins eitt mannkyn, sem vinni sam- an að því, að gera viðunandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.