Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 23.08.1942, Blaðsíða 5
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 269 Guðrún Matthíasdóttir — síðasta Holtssystirin í vor sem^leið barst sú fregn * hingað frá Danmörku, að Guðrún Karólína Matthíasdóttir frá Holti hefði látist í Ivaup- mannahöfn þann 10. janúar, í hárri elli. Aðeins fáir hinna eldri Reylc- víkinga muna nú nafn þessarar látnu konu, sem Jifði mikinn liluta æfi sinnar í fjarlægu landi, en mjer er hún minnisstæð frá því er jeg kvntist henni þar fyrir rúmum 30 árum, er jeg kom fyrst til Danmerkur. Oft hafði jeg heyrt hennar getið — því hún var systir móður minnar — ein Holtssystr- anna, eins og þær voru svo oft nefndar. Foreldrar þeirra voru þau hjón- in Sólveig ljósmóðir lijer í bæ, dóttir síra Páls Jónssonar „skálda“ í Vestmannaeyjum, og Matthías trjesmiður í Holti við Skólavörðustíg. Hann var sonur Markúsar prests á Alftamýri við Arnarfjörð, Þórðarsonar stúdents í Vigur. En Þórður var sonur Ölaís lögrjettumanns á Eyri í Skutulsfirði, sem mikill ættbogi er kominn frá og margir munu við kannast. Þau Matthías Markússon og Sól- veig Pálsdóttir - bjuggu fyrst í Vestmannaeyjum og þar munu öll börn þeirra hafa fæðst. Guðrún Matthíasdóttir var Vestmannaey- ingur í sjö liðu, og hygg jeg óal- gengt að sami ættleggur hafi haldist svo lengi við á þeim stað Hún var fædd 16. september 1848 og hafði því lifað full 93 ár. Maddama Sólveig — svo var nióðir Guðrúnar sálugu oftast nefnd — var víst fyrsta konan hjer á landi, sem fór utan til að lœra Ijósmóðurfræði og að loknu námi settist hún að í Eyjum. Álit hennar þar má m. a. marka af því, að hún var tvívegis sett til að gegna hjeraðslæknisembættinu í Vestmannaeyjum, er læknir var fjarverandi. Ekki veit jeg hvaða þau hjón fluttu til Revkjavík- en hjer bygðu þau sjer bæ í Eftír Ragnar Ásgeírsson Holt í Reykjavík um 1890. Ásgeir Eyþórsson og unnusta hans, Jens- ina Björg Matthíasdóttir, yngsta Holtssystirin, eru að leggja af stað í skemtiferð til Geysis. Fylgdarmaðurinn er Ámundi Ámundason í Hlíðarhúsum. — Við dyrnar: Holtshjónin yngri, Ragnheiðúr Skúla- dóttir og Matthías Matthíasson, Sólveig Einarsdóttir, systurdóttir hans, og Karólína Hansdóttir, systir Hannesar pósts. holtinu milli Skólavörðunnar oj Hegningarhússins. Ræktaði Matt- hías Markússon þar mikið tún og liýsti vel bæ sinn. Heimili þeirra hjóna var talið skara fram úr því, sem þá var venjulegt lijá al- þýðu um þrifnað og myndarskap og þóttu þau mjög vanda upp- eldi barna sinna. Leiksystur Holtssystra í æsku Guðrún Matthíasdóttir. voru dætur Hilmars Finsens landshöfðingja og varð úr því æfilöng vinátta þeirra. Sá jeg þær á heimili Guðrúnar í Kaupmanna- höfn. Það var stíll og festa yfir mörgum af þeim konum, sem ól- ust upp í gömlu Reykjavík. Ein af þeim var Guðrún Mattliías- dóttir. Milli Holtsfólksins og Vest- mannaeyinga hjelst góð vinátta lengi eftir að það flutti frá Eyj- um, og varð það að vissu leyti ör- lagaríkt fyrir Guðrúnu sálugu. Þegar hún var ung voru samgöng- ur á milli Vestmannaeyja og höf- uðstaðarins á annan veg en þær hafa verið hina síðustu áratugi. Það mun hafa verið laust eftir 1880 að Guðrún ætlaði í kynnis- för til Eyja, stuttan tíma að hausti til. En er póstskipið koni til Eyja var brim þar svo mikið, að ólendandi var' og hafðist því ekki samband við land. Iljelt skip ið því áfram til næstu hafnar, en það var Kaupmannahöfn. Varð 'Gúðrún að fara með því þangað

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.