Lesbók Morgunblaðsins - 25.10.1942, Blaðsíða 2
330
LE8BÖK MORGUNBLAÐSIN8
af stórgrýti, sem ekki var jarðfast
og á það var gengið. En nokkuð
af stærsta grjótinu var tekið úr
Oskjuhlíð. Við sem óvanir vorum,
vorum látnir höggva rákir í grjót
ið og síðan komu aðrir, sem
meira kunnu til verksins, er fleyg
uðu það og klufu.
— Stóð Jakob Sveinsson fyrir
þessu?
— Hann var verkstjóri í holt-
inu. En yfirmaðurinn við grjót-
tökuna var fyrst Schou steinhöggv
ari. En síðar kom Baldt bygging-
armeistari. Og þá kom það upp
úr kafinu að alt var skakt sem
Schou hafði látið gera. Hann vissi
ekki betur en að húsið ætti að
vera pússað að utan, eins og hin
eldri steinhús sem hjer eru, en
ekki steinninn ber. En grjótið sem
Schou hafði látið taka upp var
alt notað í milliveggi í húsinu.
Há fyrst átti líka að reisa Al-
þingishúsið rjett fyrir neðan hús
Jóns Pjeturssonar háyfirdómara,
um það bil þar sem er hús Jóns
Þorlákssonar. Þar var farið að
grafa fyrir grunninum. En sljett-
að var yfir þann gröft, þegar fyr-
irætluninni var breytt og ákveðið
að reisa húsið niður við Austur-
völl.
8 KRÓNUR OF MIKIÐ
FYRIR ÍSLENDING.
Með Baldt komu 4 steinsmiðir
frá Bornholm, er önnuðust grjót-
upptökuna. Þeir tóku þetta að
sjer í ákvæðisvinnu, og höfðu
margt manna í sinni þjónustu fyr-
ir ákveðið dagkaup. Við unnum
þar saman, Ólafur heitin Sigurðs-
son og jeg. Við voru lengi fjelag-
ar eíðan.
Alls unnu við Alþingishúsið um
og yfir 100 manns. Svo mikil
vinna var þetta, að margir menn
komu úr nærsveitum til að taka
þátt í henni.
— Hvernig ljetu Bornhólmar-
ar yfir grágrýtinu?
— Þeim líkaði það vel, enda er
það mýkra grjót að vinna en
granítið, sem þeir áttu að venjast.
Það er hart viðuréignar, enda
skildist mjer að þeir yrðu al-
ment ekki langlífir, er við það
fengjust.
En okkur ólafi líkaði aftur á
.Magnús Guðnason 18 ára.
móti ekki kaupið hjá Bornhólmur
um, er við frjettum að þeir sem
ynnu hjá Baldt niður við húsið
fengju 3 krónur á dag. En Born-
hólmarar borguðu kr. 175—2.00.
Þá var ekki öllum greitt jafnt
kaup, eins og nú tíðkast.
Það var svo eitt laugardags-
kvöld að við Ólafur fórum niður
á Austurvöll, þegar búið var að
borga kaupið og sátum um að ná
tali af Baldt. Hann kom þar að
og spurði hvort við ætluðum að
tala við sig. Við kváðum svo vera.
Sögðum að Bornhólmarar greiddu
ekki nema tveggja krónu dagkaup,
en við hefðum heyrt að hann borg
aði þrjár, og hvort hann vildi ekki
taka okkur í vinnu hjá sjer.
Baldt lofaði að athuga málið,
er hann færi upp í holt eftir helgi
til að mæla hjá þeim. Þegar hann
kom þangað á mánudag og ræddi
við þá landa sína heyrðum við á-
lengdar að hann sagði að þeir
yrðu sjálfir að sjá sjer fyrir
verkamönnum og nú færum við
Ólafur frá þeim, því þeir tímdu
ekki að borga okkur 3 krónur á
dag.
Baldt smelti okkur í ákvæðis-
vinnu og upp úr henni fengum
við 8 krónur á dag. En eftir vik-
una komu boð frá landshöfðingja
Hilmari Finsen til Baldt, og sagt
að íslendingar mættu ekki vinna
fyrir svo háu kaupi. Þá varð
Baldt reiður, og við ekki síður.
En þetta varð svo að vera. —
Það sagði Baldt að sjer þætti
sjerstakt að landsins menn mættu
ekki fá það kaup, sem þeir ynnu
fyrir. En því hjet hann þá strax
að þetta skyldum við fá upp borið.
ALÞINGISHÚSIÐ.
Við unnum nú við Alþingis-
húsið alt þangað til því var lokið,
vorið 1881. Alt gekk það slysa-
laust, undir ágætri stjórn Baldts.
Hann var besti karl og synir hans
harðir og röskir strákar. Annar
þeirra byggði íslandsbanka síðar.
Verkamenn treystu Baldt og báru
virðing fyrir honum. Eins og sag-
an bendir til um manninn sem
meiddi sig lítillega í hendi og
fjelagar hans vildu fara með hann
niður í Apótek. „Nei, ekki á Apó-
tekið“, sagði hann, „beint á Baldt“
Varð það að orðtaki síðan.
Versta vinnan sem jeg man eftir
við Alþingishúsið var það, þegar
við vorum að bera sjóðandi asfalt
innan á alla veggina. Það var
soðið rjett utan við dyrnar og
urðum við að flýta okkur með
það sjóðheitt í fötum og steypa
því innan á veggina áður en það
storknaði. En þar mátti ekki vera
eftir óhulinn blettur. Því þá hefði
allur veggurinn verið ónýtur.
Á ÞINGI í LATÍNU-
SKÓLANUM.
— En úr því þjer eruð svona
gamall og voruð við bygging Al-
þingishússins dettur mjer í hug
hvort þjer hafið ekki einhvern-
tíma komið á þing meðan það var
haldið í Latínuskólanum ?
Jú, þar vorum við oft að snígl-
ast strákar, þegar þing var haldið.
Mjer þótti svo gaman að heyra
til þingmannanna, þegar þeir voru
að rífast, þó ekkert vit hefði jeg
á málum. Það var mín skemtun
þá, eins og jeg hef mikla and-
stygð á öllu rifrildi nú. Skrúfa
fyrir útvarpið þegar þeir fara að
rífast, mennirnir sem eigi að koma
sjer saman um að vinna þessari
fámennu þjóð gagn.
— Hverjir voru snarpastir í
rifrildinu í þingsal Latínuskólans?
— Benedikt Sveinsson. Hann
var afskaplega harðskeyttur, snill
ingur í munninum að okkur strák-
unum fanst.
— Hann hefði getað hugsað
sjer að tala í útvarp.