Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 347 inis hjet „Dans galdrakerlingar- innar“ og var tilbrigði um stef úr ballet. Honum þótti líka gaman að líkja eftir mannsröddinni og dýraöskrum. Einu sinni þegar hann hjelt hljómleika í Genua, heilsaði hann áheyrendum sínum með því að láta fiðluna segja: „Buona sera“ (gott kvöld), og þeir svöruðu ósjálfrátt: „Buona sera“. Alt þetta virtist vera mannleg- um mætti ofvaxið, svo að það var ekki að undra að menn skýrðu list Paganinis með því að segja, að hún væri „yfirnáttúruleg“. ★ Paganini fór í hljómleikaför til Vínarborgar og síðan til allra helstu borga í Evrópu, og þær gáfust upp fyrir honum skilmála- laust. Paganini var sýndur mikill heiður, en vænst mun honum þó hafa þótt um það, að konungur- inn í Westphalen sæmdi hann barónstitli, sem skyldi ganga að erfðum í ætt hans. Paganini hafði lengi þráð slíka nafnbót og var það einkum vegna sonar hans, Aehillino. Hann hafði áhyggjur út af framtíð hans, en þessi bar- ónstitill myndi tryggja honum virðingarstöðu ý mannf jelaginu. Paganini hjelt hljómleika í París. Það er óvíst, að nokkurn tíma eða nokkurs staðar hafi fleiri og meiri bókmennta- og tón- snillingar verið saman komnir en í París árið 1831. Paganini vakti þar geysi hrifn- ingu. Franz Liszt, hinn frægi þýski píanósnillingur og tónskáld hlustaði á hann þar. Liszt var ungur þá. Hann hafði fyrir nokkru bjrrjað að fást við tónsmíðar, en misst trúna á tónlist sína og heim inn og lagt tónlistina á hilluna. Hann varð mjög hrifinn af list Paganinis: „Hvílíkur maður!“ sagði hann eftir hljómleikana, „hvílíkur listamaður! Hvílíkar. þjáningar, hvílík angist, hvílíkar pyntingar búa í þessum fjórum strengjum". Það er söguleg staðreynd, að eftir að Liszt hafði hlustað á Paganini spila, þá svall honum móður og hann brann af löngun til að verða sjálfur snillingur og hann sneri sjer aftur að tónlist- inni. Eftir dvöl sína í París, fór Paganini til Englands, Skotlands og írlands. ★ Paganini þjáðist alla ævi af magaveiki, og meðölin, sem hann tók inn, gerðu aðeins illt verra. 1834 hætti hann að spila opinber- lega (en hjelt þó hljómleika í Torino í maí 1837, til ágóða fyrir góðgerðastarfsemi), og fór til Genua, og þar var honum tekið eins og sigurvegara. Hann var orðinn stórríkur maður, átti, að því er talið var, um 2 miljónir franka. Hann var þá 52 ára að aldri og dauðinn beið hans. Hann kevpti sjer hús nálægt Parma, og þar ætlaði hann að lifa í ró og næði og gefa út lög sín. í hvert skipti, sem honum fanst sjer líða betur gaus upp í honum metnaðurinn og hann brann af löngun til þess að fara hljómleikaför annaðhvort til Rússlands eða Ameríku. Heilsa hans varð æ verri. Vet- urinn 1839 fór hann til Nizza til þess að dveljast þar hjá vini sín- um, Cesnole greifa. ★ Eitt fagurt kvöld í maí virtist Paganini vakna af dvalanum, og hann bað um fiðluna sína. Inni í herberginu, þar sem hann var, var mynd af Byron. Paganini stóð upp byrjaði að spila lag, sem mynd Byrons bljes honum í brjóst, en Paganini dáðist mjög að hon- um. Cesnole greifi og nokkrir aðrir vinir Paganinis, sem viðstaddir voru, sögðu frá því síðar, að aldrei hefði hann spilað eins guðdóm- lega. Síðan fjell fiðlan og boginn úr höndum hans. Paganini missti meðvitundina, lifði nokkrar klukkustundir, en var dáinn næsta morgun, 27. maí 1840. Þegar presturinn í Nizza frjetti það, að Paganini væri að bana kominn, kom hann að beði hans, en Paganini gerði sjer ekki ljóst, að hverju stefndi og kvað prestinn geta veitt sjer nábjargirnar seinna,- þegar tími væri til kom- inn. ★ Þess vegna dó hann án þess að geta skriftað, og þegar Cesnole greifi ætlaði að fara að undirbúa jarðarförina, neitaði klerkurinn að jarða hann í vígðri mold. Málinu var áfrýjað til kirkju- yfirvaldanna, og meðan á úrskurði þeirra stóð, geymdi greifinn líkið smurt í höll sinni. Til hallarinnar streymdu fjölmargir aðdáendur Paganinis til þess að skoða lík hins látna snillings. Líkið var flutt til Lazaretto í Villefranche, en það er bygging lítil og óásjá- leg, nálægt Nizza og sjest þaðan út yfir blátt Miðjarðarhafið. Fiskimennirnir heyrðu á nótt- um óp, sem þeim fannst koma frá Lazaretto. Kannske var það djöf- ullinn að spila á djöfullega fiðlu, eða voru það neyðaróp glatraðrar sálar. Þegar í málastappi þessu hafði staðið í mánuð og engin lausn fengist, fluttu Cesnole greifi og nokkrir aðrir vinir Paganinis lílc hans burt úr Lazaretto og jarð- settu það í landareign eins þeirra. Það var ekki fyrr en 1844, að Achillino Paganini var leyft að flytja lík föður síns til Parma og jarðsetja það þar á ættaróðalinu þeirra. Kornungur spjátrungur, með einglyrni og fleira dinglumdangl, var á ferðalagi með járnbrautar- lést. Hann sat í sæti sinu með montlegan fýlusvip. í sama klefa var lítill strákur, sem hló hátt og dátt, auðsýnilega að pjattrófunni. Hann bað því strákinn að segja sjer brandarann, sem hann væri að hlæja að, svo að hann gæti verið svona kátur líka. „Það er ekki brandari, sem jeg er að hlæja að“, sagði strákur, „heldur andlitið á þjer“. „Nú ekki get jeg gert að því, hvernig jeg er í framan“, sagði spjátrungurinn öskuvondur. „Nei, en þú gætir haldið þig heima hjá þjer“. I

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.