Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 1
bék 38. tölublað. JWor0twjMaBsÍMíí Sunnudagur 8. nóvember 1942. XVII. árgangur NICOLO PAGANINI, Nicolo Paganini var fæddtir árið 1872. Antonio Paganini, faðir hans átti enga ósk heitari en þá, að Nieolo yrði besti fiðluleik- arinn við dómkirkjuna í Genua eða ef til vill stjórnandi kirkju- hljómsveitarinnar. Antonio var mjög söngelskur og spilaði á mandólin, en upp úr því var enga peninga að hafa. Heimili Paganinis var fátækt. Antonio vann á skrifstofu hjá skipamiðlara og rak smáverslun. Fjölskyldan bjó við mjóa, dimma, og krókótta götu. Þeir, sem bjuggu við þessa götu, voru vanir því, að heyra Antonio spila á mandólinið sitt. Bu skömmu eftir að Nicolo læddist fóru þeir að heyra í öðru hljóð- færi. Jafn skjótt og litli snáðinn gat vetlingi valdið, var honum fengin fiðla í hendur. Daga og nætur bernsku sinnar var Nicolo að æfa sig á fiðluna sína. Faðir hans hafði á honum strangan aga, og sjálfur brann hann af löngun til þess að ná sem yndislegustum tónum iir fiðl- unni. Nicolo fór að leika á fiðluna öðru vísi en þekkst hafði áður. Hann spilaði á einn streng hvaða lag, sem hann þekkti, og hann bjó til lög og spilaði þau á einn streng. Hann gat líkt eftir mannsrödd- inni í hvaða tómblæ, sem vera skyldi. Og hann gat leikið á fiðl- una sína hljóð, sem dýr gáfu frá fiBlusnillingurinn, sem ljeJ\ raddir ndttúr- unnar, en var grafinn í évtqSri mold. Nicolo Faganini. sjer, og borgarysinn og sjávarnið- inn. Þegal Nicolo var 6 ára að aldri, fjekk hljómsveitarstjórinn við dómkirkjuna í Genua hann til þess að halda sjerstaka hljómleika á hverjum sunnudegi. Hann dreg- ur með leikni sinni að sjer ó- skipta athygli manna í borginni. Þegar hann var 10 ára að aldri, ljek hann undir söng ýmissa frægra söngvara, sem heimsóttu Genua og hjeldu hljómleika í stærsta leikhúsinu þar. En Nicolo litli skaut þeim heldur en ekki ref fyrir rass. í undirleik sínum kom hann að tilbrigðum, sem hann hafði sjálfur samið, við hið vinsæla lag ,,La Carmagnole". * Heldra fólkið dáðist að drengn um og föður hans bárust tilboð um að kosta piltinn til náms. Það var ákveðið að senda hann til Parma til þess að nema þar undir handleiðslu Alessandro Rolla. Rolla var veikur, þegar feðgarn- ir komu heim til hans. Þeir biðu í dagstofunni, meðan kona Roll'i fór inn í svefnherbergið, þar sem hann lá til þess að láta hann vita, að feðgarnir væru komnir. En Rolla vildi engu sinna. En á meðan frúin var inni hjá manni sínum, sá Nicola kafla íír fiðlukonsert, sem var ný tónsmíði eftir Rolla. Drengurinn tók fiðlu sína og byrjaði að leika tón- verkið. Rolla hlustaði á hann í rúmi sínu alveg steini lostinn. Brátt sveipaði hann sig í slopp og þaut fram í dagstofuna. „Hver var að spila lagið mitt?" spurði hann. Hann gat ekki trúað því, að þessi tólf ára gamli dreng- ur hefði gert það. „Drengur minn", sagði hann fullur lotning- ar> >Jeg Set ekkert kennt þjer". En Nicolo dvaldist samt nokk- ur ár í Parma, og lagði stund á fiðluleik og tónfræði, undir hand- leiðslu ýmissa kennara. • Árið 1797 fannst föður hans

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.