Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 08.11.1942, Blaðsíða 8
352 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS gáleysislega Gideon fer mað pen- ingana sína. Katrín byrjaði að leita á gólf- inu. — Okkur ber að finna seðil- inn, sagði hún. — Gideon kynni annars að halda að við hefðum stolið honum. Lew ypti öxlum óþolinmóður. — Vertu ekki að þessu Katrín María. Það er þýðingarlaust, vegna þess að jeg er með seðilinn á mjer. Mjer datt í hug að hanu kynni að koma sjer vel. En ef þjer er það móti skapi, skal jeg láta hann á sinn stað aftur. Hann var að þreifa eftir vesk- inu sínu, þegar honum varð litið á andlit Katrínar Maríu. Augu hennar voru galopin af skelfingu. — En — en það er óheiðarlegt, hrópaði hún. Lew! Þú hefir tæp- lega ætlað þjer að stela peningun- um? Lew þreif í handlegg hennar. — Láttu ekki eins og hver annar rómantískur stelpubjálfi, sagði hann. — Fyrst þú lætur svona dettur mjer ekki í hug að skila honum. Komdu nú. Katrín María starði á hann góða stund, náföl af undrun og skelfingu. Síðan sleit hún sig af honum og þreif töskuna úr hendi hans. — Jeg vildi óska að jeg ætti aldrei eftir að sjá þig fram- ar. Farðu hjeðan út samstundis. Lew Bishop horfði hissa og reiður á hana. — Áfram með þig. Út, æpti Katrín María og staþpaði niður fætinum. Hann gekk í áttina til dyranna. — Með ánægju Katrín María, sagði hann um leið og hann fór út úr dyrunum. ★ Þegar Gideon kom heim tveim- ur klukkustundum síðar fann hann Katrínu Maríu liggja hágrátandi í hnipri á legubekknum í bóka- herberginu. Hann settist hjá henni og klappaði á öxl hennar. — Tókstu þetta svona nærri þjer? Hún settist upp og saug upp í nefið. — Ö, Gid, sagði hún. — Jeg er svo mikill bjálfi. — Það klæðir þig vel að gráta, sagði hann og horfði gagnrýnandi á hana. — Þú ættir að gera það sem oftast, Kata Maja. Hún horfði tortryggnislega á hann. — Þú hefir ekki spurt mig hversvegna ? Hann tók hana í fang sjer og ruggaði henni fram og aftur eins og smákrakka. — Stakk ástvinurinn af með peningana og skildi þig eftir“, spurði hann glettnislega. Hún reyndi að slíta sig af honum. — Þú vissir þá að jeg var búinn að ákveða að skilja við þig. Jeg hata þig. Hvernig gastu vitað það? Gideon hjelt áfram að rugga henni fram og aftur. — Jeg tók eftir því að þú varst ekki m'eð giftingarhringinn þinn í morgun. — Ó, Gid, hrópaði hún. — Þú lítur þá einstaka sinnum á mig ? — Þess vegna gáði jeg í pen- ingaskápinn okkar, hjelt hann á- fram, og þar lá hringurinn ásamt öllum skartgripum, sem jeg hafði gefið þjer. Hann horfði í kring- um sig. — Ætli það liggi ekki brjef til mín hjerna einhvers- staðar, sagði hann gletnislega. — Það myndi ekki koma mjer á óvart. Jeg get líka vel ímyndað mjer hvað þú skrifaðir í það. Á jeg að segja þjer það? — Jeg hata þig, sagði Katrín María snöktandi og lagði hand- leggina utan um hálsinn á honum. Jeg hata þig — Ó, Gid elsku Gid, allir karlmenn að undanteknum þjer eru skepnur. Láttu mig aldrei strjúka aftur, Gid. — Ef þú gerir nógu margar til- raunir, Kata Maja þá tekst þjer ef til vill að komast á járnbraut- arstöðina. En lengra ekki. Hún skældi sig glettnislega framan í hann. — Segðu mjer eitt Gid. Hvernig komstu að því að Lew var þessi ræfill, sem raun er á? Gideon otaði fingrinum ógnandi að henni. „Vertu ekki orðljót, sagði hann aðvarandi. — Jeg hefi þekkt Lew Bishop í tíu ár, og jeg hefi aldrei sjeð hann láta jafn gott tækifæri og tuttugu dollara seðil á glám- bekk ganga sjer úr greipum. Það er einn af stærstu veikleikum hans. Gideon þagnaði og strauk hár hennar. — Það var mikið af pen- ingum á glámbekk í þessu húsi í morgun, sagði hann íbygginn. — Það var tuttugu dollara seðill í hverju einasta herbergi hússins! Smælki Það var á fjölmennum fundi. Biskup nokkur, sem var fundar- stjóri hafði haldið langa ræðu. Fundarmenn voru margir farnir að tínast út úr salnum. Maður nokkur sem átti að tala næst á eftir biskupinum, sagði við hann: „Þjer hafið nú haldið svo langa og ítarlega ræðu, að jeg held, að fundarmenn búist ekki við, að jeg fari að tala“. „Hvað er þetta“, sagði biskup- inn, „það búast bersýnilega allir við því. Sjáið þjer ekki, að sal- urinn er að verða tómur?“ ★ Skoti nokkur, sem alltaf gekk eins og ræfill til fara, af því að hann tímdi ekki að kaupa sjer föt, var vanur að segja, að sjer væri alveg sama, hvernig hann væri klæddur, þegar hann væri í Lond- on, „af því að þar þekti enginn hann“. Og ekki sagðist hann þurfa að halda sjer til, þegar hann væri heima í Skotlandi, „af því að þar þekktu allir hann“. ★ ímyndunarveik hefðarfrú vakti frægan lækni af værum blundi um miðja nótt með áköfum síma- hringingum. Læknirinn fór í sím- an heldur en ekki önugur. „Eruð þjer barnalæknir ?“ spurði frúin. „Nei, jeg er rígfullorðin mað- ur“. ★ Skarpur snáði. Móðir áminnti son sinn um að fresta aldrei til morguns því, sem hann gæti gert í dag. „Jæja mamma mín, við skulum þá jeta leifarnar af ísbúðingnum strax.“

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.