Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Blaðsíða 3
LBSBÖK M0BGUNBLAD5TNB 11 Kaupmannshúsin í Hafnarfirðí. Eftir J. Clevelev. ildin um ferðina, sem nú er til, eru brjef Uno von Troil, eins leiðangursmannsins, sem seinna varð erkibiskup í Uppsölum. Ann- ar leiðangursmaður, Solander, gerði einnig ýmsar athuganir og ferðalagið vakti víða mikla at- liygli/ vernig kom svo landið og þjóðin þessum mönnum fyrir sjónirf Þægindin eru að vísu ekki sjerlega mikil, segir í ferðabrjef- unum, en margt einkennilegt ber fyrir augu, fyrst og fremst fjöllin og hraunin og jöklarnir og svo hverirnir, sem þeim þóttu merk- astir. Þá hafa þeir orð á því, að enginn bær eða borg sje til í land- inu, og þykir konungur og kirkja eiga furðulega mikið af jarðeign- um landsins. Von Troil þykja jarðir ekki hátt metnar og nefnir tvær jarðir, sem þá hafi verið ný- seldar, önnur á 120 rdl. með 10 kúm, 10 hrossum og 400 fjár, hin á 160 rdl. nieð 12 kúm, 14 hest- um og 300 fjár. Fólkið, sem þeir hittu, kemur þeim yfirleitt vel fyrir sjónir. — Það er fátækt og fátæktin veldur því, að það getur ekki að öllu leyti verið eins gestrisið og feður þeirra voru, en viljinn er sá sami. Það gefur af góðu hjarta það litla sem það á og gleðin skín úr augum þess, þegar því er endurgoldið. íslendingar eru sagðir hjálpfúsir, trúmenn miklir og kirkjuræknir, en nokkuð hjátrúarfullir og mjög auðsveipir yfirvöldum sínum. Þeir eru mjög elskir að ættjörð sinni og idlja helst ekki að héiman fara. Þá þykir útlendingunum það ein- kennilegur siður, að gestir eigi helst að heilsa öllum heimamönn- um með kossi. 1 Lest leiðangursmanna hjá Heklu. Mydiu er eftir Cleveley unga, einn af teiknurum ferðarinnar. amtmannsfrúin átt ein föt að minsta kosti 300 rdl. virði. Banks hafði keypt önnur sem kostuðu 53 rdl. 46 sk. Það, sem þeir fjelagar áttu einna erfiðast með að sætta sig við á íslandi, var mataræðið, og um það fjallar eitt af brjefum von Troils, stílað til frúar einnar í Gautaborg. En þeir fjelagar þóttu hjer sælkerar og lifa í bílífi, þeir hjeldu stórveislur með mörgum rjettum og idnum og voru herra- menn praktugir að klæðum og allri viðhöfn og siðferði, segir um þá í samtíma íslenskri heimild. Þeir sakna hjer fyrst og fremst brauðs og segja, að það sje hjer lítið notað og dýrt, en fjallagrös og melgras sje þó nokkuð notað til brauðgerðar og kosti grasa- tunnan 1 rdl. Smjörmeðferð ís- lendinga þykir þeim einkennileg, því að þeir noti sjaldan nýtt smjör eða saltað heldur súrt smjör, telji það bragðbetra og lieilnæmara en hitt, og geymi það jafnvel í 20 ár. Af öðrum rjettum nefna þeir mysuost, skyr og sýru og segja, að mest sje drukkin blanda og mjólk og stundum te af íslenskum jurtum (holtasóley og æruprís) en höfðingjar drekki frönsk vín og kaffi. Fiskur og ket er annars aðalmaturinn og nefna þeir sjerstaklega hangiket. Efnabænd- ur borða ket og smjer og hákarl eða hval, en fátæklingar fisk, blöndu, mjólk og grasagraut. Einu sinni voru þeir fjelagar boðnir til landlæknisins, Bjarna Pálssonar, og fengu íslenskan miðdegisverð. Fyrst fengu þeir brennivínseúpu, svo brauð, ost og súrt smjer. Á miðju borðinu stóð fult fat af harðfiski. Annars fengu þeir góða Ekki þykir þeim íslendingar vera framtakssamir, þeir eru fast- heldnir við gamla siði og vinnu- brögð og hyggja lítið á endur- bætur. Þeir eru ekki gleðimenn í umgengni, einfaldir og fremur auð trúa, en ölkærir í meira lagi. Þeg- ar þeir hittast margir hafa þeir lielst sögulestur sjer til dægra- dvalar og einnig nefnir von Troil það, sem hann kallar rímnalestur og segir að sje upplestur og stund- um illur söngur. Skemtanir eru helstar töfl, eins og skák, kotra, Ólafstafl, mvlla, færingartafl og goðatafl. Ennfremur er spilað al- kort, pamphile o.fl. Þá nefnir hann víkivaka og gleðir, einskonar grímudansleiki og hringdansa, glímur, knattleika á ísum og kapp reiðar. í einu brjefi von Troils er skýrt frá klæðaburði íslendinga, og sagt að hann sje þá enn lítið breyttur frá því sem var að fornu. Gest- imir telja íslenskan þjóðbúning að vísu ekki fallegan, en þó snotr- an og eigi vel við loftslagið. Karl- menn klæðast inst línfötum, síðan þykkum ullartreyjum og víðum buxum. Á ferðalögum bregða þeir yfir sig hempum, venjulega úr svörtu vaðmáli, nema við Arnar- fjörð norðanverðan, þar era hemp urnar hvítar. Höfuðfötin eru stórir þríhyrndir hattar, fótabúnaður- inn ullarsokkar og íslenskir skór. Konur klæðast nærfötum úr líni, þá upphlut og venjulega svörtum vaðmálsfötum og hempu yst. Von Tróil get-ur þess, að það sje þá tíska ungs fólks eða elskenda að láta feila upphafsstafi sína í víra- virkið í laufunum á skyrtuhnöpp- unum. í hátíðabúning kvenna seg- ir hann að mikið sje lagt og hafi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.