Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.01.1943, Blaðsíða 6
14 LMBÓK MORGUNBLAÐSINB segir.- — Það er að koma maður. Það er víst haun Hólmjárn. — Hvað skal nú til varnar verða hugsaði jeg, svo sem stendur í gömlum rímum. Þorlákur átti refa bú nokkurt, er stóð skamt frá húsi hans. Og það vissi jeg, að Hólmjárn var ríkisins æðsti yfir- bjóðandi allra loðkvikinda — og meður því að jeg er fávís maður í öllum þeim fræðum, hugsaði jeg valdsvið hans ná frá skoffínum og skuggaböldrum þjóðsagnanna, alt til platínurefa, sem kostuðu 12 jarðarverð og þeirra útlensku ægi- dýra, er minkar nefnast. En svo höfðu ritningar og munn mæli hermt, að minkar brytust út úr hverju búri, reikuðu þeir um Ilafnarfjarða rhraun með alvopn- aða soldáta í kjaftinum, drægju 20 punda laxa með klónum í Ell- iðaánum og rifu beinhákarla á hol úti fyrir Garðskaga. Ætla mátti, að ef eitthvað dýra þessara fvlgdi nú höfðingja sínum, myndi friður rofinn „ok engi hlutr ótta- laus, hvárki á himni nje jörð“. Þorlákur stóð upp seint. Leit hann út um gluggann og mælti: — Þetta er ekki Hóljárn. í sama bili snarast komumað- ur í dyrnar. Hár maður sá mið- aldra, þjettur á velii, hraðmæltur og snöggur í hreyfingum. Þetta reyndist vera Ólafur Jónsson, loðkvikindahöfðingi mik- ill úr Stykkishólmi suður, en ætt- aður frá ísafjarðardjúpi og Vest- firðingur góður í húð og hár. Hann var í eftirlitsferð um loð- dýrabúin á Vestfjörðum. En þeg- ar hann sá, hvað við Þorlákur höfðumst að, bað hann okkur blessaða að halda áfram. — Jeg ætlaði að fara að segja honum frá fyrstu ferðinni minni á hrefnuveiðar, segir Þorlákur. — Já, hvert þó í syngjandi hrópar Ólafur. — Jeg kem þá svei mjer mátulega. Jeg man ekki betur en að jeg væri þá með þjer á bátnum, Láki. — Það 8r alveg rjett ansar Þorlákuf. — Það varst þú og Guðjón Brynjólfsson, sjómaður á ísafirði, sem lengi var dugandi formaður hjer í Álftafirði. Þú manst eftir honum, Ólafur. — Hvort jeg man? Jeg held það nú. — Hvenær var þessi veiðiferð? spyr jeg. — Og hvernig gekk ykk- ur? Þorlákur verður fyrir svörum. — Það var í ágúst, árið 1913. Við fórum inn í Djúp og sáum þar hrefnu. Nú var reynt að hafa alt tilbúið. Skotlínau var hringuð niður. Sveri kaðallinn, sem tekur við af skotlínunni, var líka hring- aður uiður á dekkinu, en til von- ar og vara ljetum við mikinn hluta hans hanga, hringaðan upp, úti á borðstokknum, en tylltum honum upp með snæri. Ólafur stóð vígbúinn, með brugðinn hníf í hendi og átti að skera á snærið, svo að kaðallinn fjelli í sjóinn og gæfi nógu fljótt eftir, þegar hrefn an kippti í. — Komust þið í skotfæri við hrefnuna? — Já, svarar Þorlákur. Við kom umst í sæmilegt færi. Jeg miða og hleypi af. En viti menn. Undir- stöður bvssunnar þoldu ekki átak- ið, byssan losnaði, skotið misti kraft og kom ekki nálægt hrefn- unni. — Já, og Þorlákur datt aftur á bak á rassinn, skaut Ólafur inn í, og skellihló. — Rjett er það, segir Þorlákur, — en Ólafi varð svo mikið um skothvellinn, að hann brá hnífnura og skar í ofboði á böndin, þó að skeytið kæmi hvergi nærri hrefn- unni. — Vel segist ykkur, en betri fvndist mjer þó sagan, ef ólafi hefði brugðið svo mikið, að hann hefði fallið fyrir borð með hníf- inn í hendinni og haldið áfram að skera í sundur kaðalinn, þegar þú, Þorlákur, reyndir að draga hann upp í bátinn aftur. Það eru nú svo mörg ár liðin síðan þetta var, að það gæti hugsast að ólaf misminnti. Ertu nú alveg hand- viss um það Ólafur, að þú hafir ekki dottið útbjrrðis í þetta skifti? — Já, alveg háviss. Jeg sem stóð eins og hetja á þiljum uppi, með hnífinn í hendinni. — Ekki skal efa það, svara jeg, — en mjer skilst, að eftir þetta hafir þú alveg horfið frá að eiga við hinar hárlausu skepn- ur undirdjúpanna og snúið þjer að hinum loðnu kvikindum á land- jörðinni. Ólafur hlær bara að þessu, því að hann er maður glaðlyndur og kann vel að taka gamni. Nú bið jeg Þorlák að segja mjer frá því, þegar liann skaut fyrstu hrefnuna. — Það var í október, haustið 1914. Þá liafði jeg búið betur um festingu bj-ssunnar. Nú var haldið inn í Hestfjörð. Þar sá jeg hrefnu, komst í 20 faðma færi og skaut. Skutullinn hæfði í hrj-gginn. Hún lifði samt dálitla stund og dró okkur út með firðinum, án þess að jeg kæmi öðru skoti á hana. En í eitt skiftið, sem hún var í kaf- inu, hætti öll lirej'fiug á bátnum. Við drógum nú inn alla línuna, sem við höfðum gefið lát, ca. 140 faðma, en í endanum var ekkert nema brot úr skutlinum. — Ekki hefir nú útlitið verið gott. — Nei, svarar Þorlákur. — Það var alt annað en gott. Skutullinn brotinn, hrefnan á botninum og myrkrið að skella á. Við urðum að fara í laud og gistum að Hesti um nóttina. Strax í birtingu morg uninn eftir vorum við komnir á staðinu, þar sem við höfðum dreg- ið upp festina. Og þá var lánið með okkur. Eftir nokkra stund sáum við, hvar hrefnan flaut upp á yfirborðið, skamt frá okkur. Við rendum að henni, slógurn kaðli um sporðinn og drógum hana til Súðavíkur. Þetta var fullorðin skepna. Kjöt og spik var samtals 3500 kg. Þá var kjötið selt á S aura kg., en spik og rengi á 10 aura. Þessi hrefna lagði sig á 400 krónur. i — Hvernig er það, Þorlákur, með kaðalinn, sem skotlínan er fest í. Hefurðu altaf kaðalendann fast- an í bátnum? — Nei, jeg festi endanum við olíufat og varpa því útbjrrðis. Hrefnan getur dregið þau niður á tíu til tólf faðma dýpi, en þá springa fötin af þrýstingnum, þ. e. a, s. trjefötin, sem við notuðum fjTst, en stálfötin, sem nú tíðk- ast, þola meira. — Hefir þú aldrei mist hrefnu? — Jú, komið hefir það fyrir.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.