Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Blaðsíða 2
210 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS var söng’vinnari þeirra foreldr- anna. Hún var ágætis píanóleik- ari og kennari og veitti honum snemma góða tilsögn í píanóleik og að nokkru leyti í tónfræði, og hefir það gert sitt til að móta skap sonarins. Ástin til móður- innar var eitt af sterkustu öflun- um í sál hans, og til hennar samdi hann m. a. hið fallega lag við kvæði Vinje: „Du gamle mor“. Bergen var fæðingarbær Grieg, eins og áður er nefnt, en í þá daga var varla hægt að hugsa sér ljörugra og margbrotnara um- hverfi í Noregi. Á torginu í Berg- en hittu bæjarbúar sjómenn og i tvegsbændur frá fjörðunum í kring og skiftust þar á varningi og mynt og kjarnmiklum orðum. Skipin, sem lágu á höfninni, juk- ust sífellt að tölu. Þau sigldu til framandi landa og sneru aftur, lauguð ævintýraljóma og færðu heim ný áhrif utan úr víðri ver- öld. Bærinn var auðugur að sögu- legum minjum, en Björgvinjar- búinn horfði ekki eingöngu um öxl; hann var lifandi og fram- gjarn, hress í bragði eins og haf- golan, sem lék um hann. Hann var í nánu sambýli við náttúruna og andstæður hennar, nægtir og skort, hamsleysi og blíðu, storma og stillur, skúrir og skin, þar sem hver sólgeisli er notaður til hins ýtrasta. Allt þetta hefir sett sinn svip á Grieg og glætt hið ríka hugmyndaflug hans meðan hann dvaldi æskuárin heima í Björgvin. Og þó að lund hans væri sérstæð, þá var alltaf eitt- hvað í fari hans, sem minnti á Bergen og sveitirnar vestanfjalls. I þessu hagstæða umhverfi varð hann einnig fyrir sterkustu áhrifunum á sviði tónlistarinnar, því þar hitti hann einn af beztu sonum Bergen, Ole Bull, þetta undarlega sambland Amlóða og Peer Gynt, snillingsins og barns- ins, „norska Norðmanninn frá Noregi“, eins og hann var vanur að kalla sig. Grieg getur hans ekki oft í bréfum sínum, en ef- laust hafa hinar tíðu heimsóknir hans á bernskuheimili hans talizt til stærstu atburða æskuáranna, og ævintýraljómi hans og snilli- gáfur hafa laðað til sín ungan hug hans. Ole Bull kom honum í fyrstu kynnin við norskt þjóðlíf og landslag, fært í búning hljóm- listarinnar. Áhrifin voru ennþá of ný og óvön, til þess að samtíð- in gæti skynjað þau, og ennþá var Grieg of ungur og óþroskaður til þess að kunna að meta þessi verðmæti. En þau mörkuðu spor í sál hans og áttu sinn þátt í, að hann lagði inn á þjóðlegar braut- ir í tónsmíðum sínum. Norsk tónlist stendur í þakk- arskuld við Ole Bull fyrir þetta. Edvard Grieg var ekki nema sex- tán ára, þegar hann, fyrir áeggj- an Ole Bull, var sendur til Leip- zig, háborgar hljómlistarinnar á þeim tímum. Bull hafði orðið var við hina sérstæðu hæfileika pilts- ins, og svo mikið þótti til álits hans koma, að málið var þar með útkljáð. Aðalfögin, sem Grieg lagði stund á meðan hann dvaldi í Leip- zig, voru tónsmíðar og píanóleik- ur. Menntunin, sem hann hlaut, var bæði nákvæm og yfirgrips- mikil, en samt sem áður lítur Grieg með nokkurri beiskju til dvalar sinnar í Leipzig. Honum fanst, að hann hefði ekki lært nóg. Telur hann að hið óhag- stæða umhverfi hafi átt sök á erf- iðleikum þeim og vanda, sem hann varð síðar við að etja sem þjóðlegt tónskáld. Það er a. m. k. víst, að hið sérstæða og auðuga eðlisfar Grieg hefir ekki fengið útrás og þróun í þýzka skólanum. Um það hefir verið deilt, — en á álit Grieg sjálfs hefir þegar verið drepið, — hvort fyrstu námsár- um hans hefði ekki verið betur varið í París en í Leipzig. Burt- séð frá hinum sérstöku aðstæðum þeirra tíma, þá finna menn ef þeir athuga gaumgæflega tón- smíðar Grieg, að í þeim birtist fremur franskur en þýzkur andi; á þetta bæði við um harmoniska og melodiska innsýn hans, og hversu einföld, skýr og andrík tónlist hans er og hinar impressi- onistisku tilhneigingar, sem koma fram í henni. Auk þess er það eftirtektarvert og að sama skapi táknrænt, að brezkir og franskir hljómlistarmenn hafa betur kunnað að skilja og meta tón- smíðar Grieg, sérstaklega hinn þjóðlega kjarna þeirra, heldur en Þjóðverjar. Á hinn bóginn hefir Grieg vita- skuld lært mikið af þýzkri tón- list, bæði af hinum gömlu klassik- erum og mönnum eins og Sehu- mann, sem dáðu rómantíkina eins og hann. Taka menn ekki greini- lega eftir skyldleikanum við Schumann, t. d. í hinum dásam- lega a-moll-konsert Grieg? En þó að hann sé líkur tilsvarandi kon- sert Schumann, þá er mismun- urinn samt gífurlegur. Berið t. d. 2. kafla Grieg saman við hinn tilkomulitla, dálítið angurværa 2. kafla Schumanns. Hér er á ferð- inni andi, sem ekki á samleið með þýzkri hljómlist. Ef Grieg hefir geymt fáar fagrar endurminningar frá Leip- zig, þá urðu næstu ár hans í Dan- mörku ennþá hamingjusamari og árangursríkari. Margir vinir og kunningjar hvöttu hann til dáða. Þar hitti hann Niels Gade, sem var Nestor danskrar hljómlistar á þeim tímum. Og þar hitti hann Ninu Hagenrup, sem seinna varð kona hans. Hún var söngkona, og hefir engin tekið henni fram í túlkun hennar á söngvum Grieg. Þar bar saman fundum hans og R. Nordraak, og hafði það mikil áhrif á tónlist hans. Brennandi trú Nordraak á hinni þjóðlegu list og á köllun sinni og Grieg til að skapa norska listræna tónlist, sem byggði á þjóðvísunum, hafði djúp áhrif á Grieg og leysti úr læðingi kraft þann, sem í honum bjó. Honum var nú ljóst, hvert skyldi stefna og hóf starf sitt sem þjóðlegt tónskáld fullur nýrra hugmynda og vinnugleði. Fyrsti vitnisburðurinn um „um- skiftin" voru humoreskurnar 4, op. 6. Ef þær eru bornar saman við sönginn „Jeg elsker dig“, sem vissulega er dásamlegur, eða hin fyrri píanóverk hans, þá verða menn fljótt varir við hina róttæku breytingu, sem orðið hef- ir á stíl hans og tjáningaraðferð- um. Grieg langaði til að setjast að heima í Noregi og framkvæma hin þjóðlegu áform sín meðal

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.