Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 18.07.1943, Blaðsíða 1
26. tölublað. Sunnudagur 18. júlí 1943. XVII. árgangur. ImtfwlAfrrpreiiUtmlðfr h.L 1814 1943 EDVARD GRIEG uuwaru urieg. Atburðirnir á Eiðsvelli 1814 ollu ekki aðeins miklum um'skift- um á sviði stjórnmálanna í landi \oru, heldur hrundu einnig af stað nýj um menningarstraum- um, sem höfðu víðtæk áhrif á skáldskap okkar, málaralist og tónlist. Að vísu var skilningur- inn á hinum þjóðlegu yrkisefn- um mismunandi, og menn færðu sér þau misjafnlega í nyt. Fræg- ur er ágreiningur Wergeland og Welhaven; annar vildi hef ja Nor- eg til skýjanna, en skifta sér sem minnst af öðru, en hinn tvinnaði saman ást sína á fegurð Noregs og aðdáun á dönsku menningar- lífi. Oft má sjá í tónsmíðum H. Kierulf, hversu hann hefir sökkt sér niður í þjóðleg sérkenni, en stundum verður vart áhrifa, jafn vel of sterkra, af þýzkri róman- tík, einkum af Mendelsohn. R. Nordraak var allt öðru vísi, þjóð- legri og meira samur sjálfum sér. Heitasta ósk hans var að vera Norðmaður í orði og verki. Hann varð ekki afkastamikið tónskáld, vegna þess að hann dó svo ungur. En eldurinn, sem brann í brjósti hans, tendraði neista í ungum samtímamanni, Edvard Grieg, og það varð hann, sem hóf merki norskrar tónlistar á loft. Grieg var fæddur og uppalinn á gömlu kaupmannsheimili í Eftir Ivar Benum Bergen. í æðum hans rann bæði norskt og skozkt blóð, og hefir það eflaust átt sinn ríka þátt í, að lunderni hans varð eins marg- brotið og stórfenglegt og raun ber vitni. Faðirinn lét honum í té fjörið, gáskann og realismann, en frá móðurinn, sem var amt- mannsdóttir, erfði hann sterk- ustu lyndiseinkunnir sínar, alvör una og þunglyndið, sem alltaf bar keim trúarinnar, og síðast en ekki sízt, viljafestuna, sem er hin sið- ferðislegi grundvöllur. Móðirin

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.