Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Page 3
LESBOK MORGUNBLAÐSINS 227 meiðsl eða bani búinn. Náði hann svo mikili leikni í þessu, að aldrei brást. 1 Melnesi eru mörg sýki, er falla til Miðfjarðarár. Eru sum þeirra djúp og óstæð. Þeir Melstaðabræð- ur öttu Jóhannesi mjög til að vaða sýkin og telfdu honum oft á fremsta hlunn, enda kvaðst hann hafa verið ótrauður til. Köstuðu þeir ýmsum hlutum í vatnið og skoruðu á hann að sækja þá. Fyllti hann vasa sína smásteinum, svo að hann flyti síður uppi og væri sjálfráður ferða sinna. ósyndur var hann með öllu, en komst upp á lag með að vaða nokkurn spöl í kafi. Ofantaldar þrautir og ýmsar fleiri urðu til þess, að Jóhannes varð allra manna snarráðastur og úrræðabestur og kunni tæplega að hræðast, sem löngum varð orðlagt af þeim, er þektu hann fyr og síð- ar. — Á þessum árum var skapi Jó- hannesar svo komið, að hann mátti ekki mótgerðir nje ósanngirni þola, svo að ekki tæki hann hefnd fyrir, við hverja sem um var að eiga. Sjera ólafur átti reiðhest góðan, er honum þótti mjög vænt um. Jó- hannes var jafnan sendur eftir hestinum í haga, er prestur þurfti á honum að halda til ferðalaga. — Gekk svo fyrst, að Jóhannes reið hestinum ávalt heim á leið og spar- aði ekki ferðina. Vandaði prestur eitt sinn um þetta við hann og lagði svo fyrir, að framvegis skyldi hann teyma hestinn heim, þegar hann væri sendur eftir honum. Sunnudaginn næstan á eftir átti prestur að messa á annexíunni. — Jóhannes var nú sendur eftir reið- hesti prests, en hestarnir voru yst í Melsnesi. Er hann kom til hest- anna kom hann, með lagi, stygð að þeim og elti þá lengi fram og aftur um nesið. Var svo haglega að farið, að ekki varð annað sjeð, en Jóhannes legði sig allan fram um að handsama hestinn sem fyrst. Loks náði hann hestinum, teymdi hann heim á leið og fór sem hæg- ast. Þegar hann kom í hlað, var svo áliðið dags, að presti þótti ör- vænt um alla messugerð að því sinni, þó illt þætti honum að messufall hlytist af seinlæti hesta- sveins síns. Átaldi hann Jóhannes með vægð, en hann bar fyrir sig, að þegar hann hefði loks náð hest- unum hefði hann verið orðinn ör- þreyttur en ekki viljað með nokk- uru móti brjóta bann prests við að ríða hestinum. Sagði prestur þá, að best væri að hann riði hestin- um eftirleiðis, þegar hann væri sendur eftir honum. Ljet Jóhannes sjer það að kenningu verða en reið honum þó vægilegar eftir þetta. — Skyldi það koma til móts við góð- vild prests. Eitt sinn lenti Jóhannes í tuski við einn sona prests, sem var stærri miklu og sterkari, svo að Jóhannes hrökk ekki við. Gat þó komið tönn- um að baki prestssonar, þar sem hald var mest fyrir og fylgdi fast eftir, svo hinum linuðust öll tök. Leitaði hann þegar til móður sinn- ar og kærði harðleikni Jóhannes- ar og nefndi atvik til, en hún þoldi illa að sonum sínum væri misboðið, sem mæðrum er títt. Kallaði hún Jóhannes fyrir sig, ámælti honum harðlega fyrir áverka á syni sínum og hótaði honum brottrekstri. Jó- hanes þrætti harðlega fyrir áverk- ann og krafðist þess að sonurinn sýndi sár sín, ef nokkur væru. En það vildi hinn ekki til vinna, og fjell málarekstur niður. — Jóhann- es hirti nautpening að vetrinum, eins og fyr er sagt. Átti hann oft í brösum við mjaltastúlkur og bar oftast hærra hlut sakir ráðkænsku sinnar. Einhverju sinni þóttust þær verða venju fremur hart úti 1 skift- um við Jóhannes og kærðu hann fyrir prestskonu. Varð hann fyrir átölum. Samtímis átti hann í úti- stöðum við prestskonu sjálfa og hugði nú á að ná sjer niðri á hvorum tveggju í senn, og valdi fyrsta tækifæri er gafst. Er skamt var um liðið, gerði norðanhríð með hörku frosti, og stóð hún nokkra daga. Kvöld eitt, meðan hríðin stóð, bar það við, að Jóhanes var einn í fjósi, komið nær mjöltum. Lokaði hann nú fjósinu utanfrá með járnhespu, sem gekk upp á keng í dyrastafnum, setti þoll fyr- ir framan og helti svo vatni yfir, svo saman fraus á svipstundu. — Skreið hann að því búnuinnum gat á fjóstóftinni, byrgðiþað vendilega og beið svo við fjósdyrnar innan- verðar. Venjan var, að hurðin f jelli óhespuð að stöfum, þegar ein- hver var í fjósinu, en spert við hana, ef stórviðri var. Þegar Jó- hannes heyrði mjaltakonurnar koma að þessu sinni, lagði hann sig alan fram um að opna hurðina innan frá. Gekk svo langa hríð, að hvorutveggja, hann og griðkon- urnar, hömuðust á fjóshurðinni með hávaða og formælingum. Loks urðu griðkonur að snúa aftur til bæjar, hraktar og illa til reika. — Fengu þær nú einn vinnumanna í lið með sjer að opna fjósdyrnar. Ljest Jóhannes vera mjög reiður yfir hrekk þessum, að loka sig inni í fjósinu en mjaltakonurnar úti. Voru prestsynir fastlega grun- aðir um grikkinn, þótt ekki sann- aðist á þá, sem v.arla var von. Mjög var Jóhannes hafður til sendiferða á Melstað og var þá stundum hætt kominn í vatnsföll- um. Sagði hann það eigi síður hafa verið að kenna ofdirfsku sinni og óprútni en því, að sjer hefði verið teflt í tvísýnu af húsbændunum. Óð hann stundum Miðfjarðará í geirvörtur, en gætti þess jafnan að fylla vasa sína af smásteinum, svo að hann yrði fastari á fótun- um. Einhverju sinni var hann sendur vestur að Mýrum við Hrútafjörð að vetrarlagi í mikilli hláku og rigningu. Hjelt hann beina leið að Mýrum fyrri hluta dags. Sveðju- staðaá, sem liggur þvert á leið þessa, stökk hann milli skara. Lið- ið var á dag og tekið að skyggja, er hann kom að ánni í bakaleið. Hafið áin vaxið stórum og voru ís- skarirnar horfnar, þar sem hann hafið stokkið yfir á vesturleið. — Gekk hann með ánni um stund og leitaði fyrir sjer, þar til honum virtust líkur til, að hann myndi draga yfir á ísnef, er gekk fram frá austurbakkanum. Rjeði hann til og dró á ísnefið, en það brast í sama vetfangi og lenti hann í ánni og barst með straumnum um stund, þar til hann náði taki á eystri bakkanum. Hóf hann sig upp og hjelt áfram heim að Melstað. Ekki gat hann hann um hrakfarir sínar, enda hafði hann undið föt sín og þurkaði þau á sjálfum sjer, sem hann var jafnan vanur og oft þurfti með. Sagði hann að saman hefði farið, að iítt var hann spar-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.