Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Side 4
228
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS
Þýzkur iangi
í Túnis.
Hann er hálf súr á svipinn og niðurdreg-
inn þessi þýski hermaður, sem tekinn var
til fanga í Túnis.
að ur til útivinnu í vondum veðr-
um og eigið hirðuleysi um að verj-
ast ágjöfum. Þá var líka óhægra en
nú um þurkun vosklæða, þar sem
alt varð að þurka við hlóðarsteina.
Jóhannes átti líka tæplega föt til
skifta. Var það svo lengstan hluta
æfi hans, að hann þoldi allra
manna best hverskonar vosbúð og
harðæri. Svo lauk veru Jóhannesar
á Melstað, að hann fór þaðan ó-
fermdur. Var honum nú komið fyr-
ir á Mýrum, en þar var gömul
kona, sem kenndi honum lestur og
lærdómskver, svo að hann náði
fermingu.
Þegar Jóhannes var á Mýrum,
var hann sendur suður um haust í
fjallgöngur á Núpsheiði. Var farið
fram úr Núpsdal laugardagsmorg-
un í 22. viku sumars og legið yfir
nóttina á Hraungörðum, sem eru
á miðri Tvídægru. Á sunnudags-
morgun skifti leitarstjóri gangna-
mönnum í leitina, þegar er sauð-
ljóst var orðið. Var þá þungbúið
loft og nokkur rigning.
Jóhannes skyldi ganga norður
heiðina .vestarlega. Bráðlega urðu
fyrir honum tvö lömb, ákaflega
tygg, er hann elti í ótal króka, en
irna er ein flatneskja og ýmist
ár eða vötn. Gerðist nú hvoru-
tvegja í senn, að þoku rak á og
.Jóhannes varð algerlega viðskila
ið meðleitarmenn sína. Mun hann
hafa orðið áttaviltur í eltingar-
leiknum við lömbin. Gekk hann
allan daginn til kvölds en kom þá
að á og gekk niður með henni alla
nóttina. Þegar birti af degi, rofaði
til þokuna og sá Jóhannes þá, að
hann myndi vera kominn nálægt
bygð, en það sá hann, að ekki
myndi hann staddur í Norðlend-
ingafjórðungi. Hjelt hann nú á-
fram sem mest hann mátti. Ekki
var á honum þur þráður, og mat
hafið hann ekki bragðað frá því
hann lagði af stað morguninn áð-
ur. Skór hans voru gatslitnir og
allur var útgangur hans hinn öm-
urlegasti. Nær hádegi á mánudag
komst hann að örnólfsdal íÞverár-
hlíð. Var honum veitttur þar góð-
ur beini. Húsbændur vildu að hann
háttaði ofan í rúm, en til þess var
hann ófáanlegur. Fjekk hann gert
að skóm sínum og hjelt svo tafar-
laust af stað Norður. Bóndi sagði
honum til vegar yfir Norðurárdal
og skyldi hann fara Holtavörðu-
heiði, en þar voru vegslóðar og
vörður til leiðbeiningar. Þegar Jó-
hannes kom að Norðurá, var hún í
vexti og óð hann hana undir hend-
ur. Á leiðinni norður Holtavörðu-
heiði hvíldi hann sig öðru hvoru
og blundaði en gætti þess ávallt
að leggja svipu sína þannig, að
ólin sneri í norður, svo að hann
gæti verið viss á áttum, er hann
vaknaði. Allar ár óð hann, sem á
leið hans urðu og voru sumar djúp-
ar, en veður var þá gott og bjart.
Heim á tvo bæi kom hann og fjekk
mjólk að drekka, en viðstöður
hafði hann þar engar. Kom hann
um miðjan dag á þriðjudag á mið-
fjarðarrjett. Var þá verið að út-
búa flokk manna til þess að leita
hans á Tvídægru. Þótti það með
eindæmum vasklegagertaf illabún-
um unglingi á 16. ári að ganga alla
þessa leið í einni lotu á ekki lengri
tíma.
Framh. í næstu Lesbók.
Skrítlur
M. við fangavörðinn: — Leyfið
þjer mjer að koma inn og tala
við manninn, sem braust inn hjá
okkur.
■— Hvað viljið þjer honum?
— Jeg þarf að spyrja hann,
hvernig hann hafi komist inn án
þess að vekja konuna mína.
★
Tannlæknirinn kemur bálreiður
heim til sín.
— Hugsaðu þjer Soffía. Jeg
mætti Larsen listmálara áðan og
krafði hann um peningana, sem
hann skuldar mjer síðan í fyrra,
en þá hló hann upp í opið geðið
á mjer, svo að skein í mínar eigin
tennur.
★
— Af hverju veistu, að hann er
farandsali?
— Af því að vísifingurinn á
honum er slitinn upp að fremsta
lið af því að hringja á dyrabjöll-
um.