Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 01.08.1943, Side 7
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 231 sje, og er þetta gert með vatns- rásum úr brendum leir. Hverirnir gætu þess vegna verið einhver mestu hlunnindi á landi voru, ef vjer kynnum með að fara, því þá mætti viðhafa til ærið margs sem kostar ærna peninga í útlönd- um. Þann veg er jeg sannfærður um, að við þá mætti hafa ýmis- legar stórar verksmiðjur með þeim mesta ábata, ef menn hefði hug- mynd um hvílíkur kraftur í þeim er og hvern veg hann ætti að nota í gufuvélar, sem nú tíðkast erlendis í öllum verksmiðjum, en sem þó jafnan er býsna kostnaðarsamur, af því þær þurfa mikið eldsneyti, og er þó eldsneytið ekki haft til annars en afla vatnsgufunnar. Nú með því að vjer höfum næga gufu nærfellt við alla hvera, þá er auð- vitað, að vér þyrftum langt um minna til að kosta en aðrar þjóð- ir til að koma upp gufuvélum og láta þær erfiða af sjálfsdáðun bæði dag og nótt, yrðu verksmiðjur vor- ar þar í frábrugðnar öðrum verk- smiðjum, að ekkiþyrftiað eyðaein- um kolahnefa upp á þær, þó að þær gengju ár eftir ár og afköstuðu alt eins miklu og verksmiðjur er- lendis, er eyða mörgum þúsund steinkola tunnum á ári hverju. — Ef vjer nú á þennan hátt hefðum hjá oss vefara og prjónaverksmiðj- ur, þá yrði ullin okkar öll saman tíu sinnum meira verð en hún er nú. En hvað er að tala um þetta við landa vora, Jónminn,þeirhugsa ekki mikið út í slíka sálmaogskilja ekki meira af slíkum ’hlutum en það væri Hebreska; já! hvað segi jeg?? Þeir skilja Hebreskuna langt um betur þegar á allt er litið, því það eru að vísu mörg hundruð manna á voru landi, sem hafa verið að kúldast við að læra hana á unga aldri, en jeg efast um að það sje nokkur maður hjá oss, sem kunni að búa til leirpípu til að veita vatni í. Og aldrei heyra menn neinn ymta á því, að menn þurfi að nema nokkuð af hinum þarflegu vísindum hjá oss, þó að allir megi vita, að flestar siðaðar þjóðir álíta þau ómissandi og stundi þau nú hvað mest. Jeg kom að Geysi öndverðlega í maí og var hann þá eins og hann á að sjer á haustum og vorum, þeg- Jjó ns messufiálíd (íó)ijrLeLL\ inga (Kvæði þetta var sungið á skemmtun, sem Eyrbekkinga- félagið hélt á Eyrarbakka 26. og 27. júní). Hve fagnandi opnum við æskunnar dyr, í angandi hásumar gliti, er draumurinn rætist, sem dreymdi okkur fyr, í daglegum önnum og striti; að hlusta á niðinn, sem hafaldan ber, og hittast að nýju á ströndinni hér. Að heilsa’ ykkur vinir, sem haldið hér vörð, og hopuðu aldrei úr spori, og önnuðust hér vora elskuðu jörð, sem upp rís á sérhverju vori. Þið sandinum hafið í sáðlendur breytt, og sigrandi vonunum leiðina greitt. Og félag vort þráir að leggja ykkur lið, og leiðina á milli okkar brúa. Þótt veröldin skjálfi í vopnanna klið, að vináttu skulum við hlúa, og takast í hendur og treysta þau bönd, sem tvinnaði æskan á þessari strönd. Maríus Ólafsson. ar rigningar hafa gengið, býsna vatnsmikill og flóði út um barm- ana, og mátti þá sjá umhverfis hann og aðra hveri, sem voru við hann, nóg af efni því, er náttúru- fræðingar kalla hveramauk (Thei- othermín). Jeg tók nokkuð af því í glas til að geta skoðað nákvæm- ar er jeg kæmi heim. Pann jeg að það er nokkurskonar lífeðlisefni (organisk Materie) sem í útsjón allri líktist soðhlaupi og hefir ísjer mikið ólífisloft og dálítið af fjólu- efni. (Joð). Nú finst mörgum að hveravatn líkist kjötsúpu að smekk — og er það því skrítið að hlaupið, sem kemur í vatnsrásirnar út frá hverunum, skuli líkjast soðhlaupi, og hafa í sjer mikið af ólífislofti eins og soðhlaupið hefir. — Lærðir menn vita ennþá ekki nærri því til hlítar hvernig á efni þessu stend- ur, en ekki er það ólíklegt að það eigi þátt í verkunum þeim, sem hveravötn sýna í ýmsum sjúkdóm- um. Það er vonandi að mönnum takist með tímanum að komast ná- kvæmar niður í þessu og mörgu öðru, sem hveravatninu áhrærir, því efnafræðin er hjer hinn ágæt- asti leiðhrvísir, en það þarf bæði mikinn tíma, nákvæmni og athygli til að reyna slíka hluti til hlítar og komast niður í hvernig á þeim stendur. Drengurinn bendir á koníaks- flösku og segir: — Pabbi, hvað er í þessari flösku? — Það er meðal, drengur minn, og maður á að taka það inn, þeg- ar maður er veikur. — Þú hefir verið voðalega veik- ur í gærkvöldi, pabbi. Var það ekki. ★ Hóteleigandi (í Sviss): Viljið þjer ekki koma út og horfa’ á sólarlagið ? Gesturinn: Hvað kostar það? ★ — Hvað gerir leigjandinn þinn? — Hann er hugvitsmaður. — Nú, og hvað finnur hann upp? — Nýjar og nýjar afsakanir fyrir því að geta ekki borgað húsaleiguna.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.