Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 2
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 314 þýdd af Jóni ritstjóra Ólafs- syni. Svo þurfti -að fá einkenni og kenna mönnum starfið. En þótt svo væri var ekki legið á liði sínu. Eftir stutta stund voru stúk. urnar þrjár hér í bænum. Og Indriði Einarsson. margir kunnir borgarar gengu í stúkuna, t. _d. Björn Jónsson, síðar ráðherra, Indriði Einars- son, Björn Jensson skólakenn- ari, Jónas Helgason organisti, Hjálmar Sigurðsson ritstjóri, Árni Gíslason póstur, er gekk í Regluna 1884 á ísafirði og voru þeir allir félaglar stúkunn- ar til dauðadags, auk fjölda annarra er síðar fóru úr stúk- unni |af ýmsum mismunandi ástæðum. Fyrstu árin og bærinn. En þótt stúkan dafnaði vel, og stæði traustum fótum, þá var það síður en svo að hún væri eiginlega vel séð í bænum. Þetta var fyrsta Reglan, sem hélt fundi hér, fyrsta sinn sem fullri leynd var haldið um fund- ina og hvað þar gerðist. Fólkið sá að gluggar voru byrðir, svo hvergi var hægt að sjá inn, og menn með rauða kraga sáu um að enginn óviðkomandi kæmist inn í forstofuna. Og það var ekki nóg að þessir fundarmenn neyttu ekki áfengis eins og aðr- ir dauðlegir menn, þeir hlutu að gera eitthvað skrítið, eitthvað ljótt úr því þeir héldu öllu svo leyndu. Og hvað átti kvenfólkið að gera í Regluna, ekki drakk það áfengi1) Þetta var allt mjög skrítið, og allskonar sögur flugu um bæinn og voru búnar til en lengst munu þeir hafa komizt, er sögðu, að þeir dönsuðu berir á fundunum! En víst er um það, að hún var leikmönnum hneyksli og lærðum heimska. En nú er þetta breytt. Það hafa svo margir gengið í Regluna, að leyndardómurinn er fokinn af fundunum. Það vita allir að kristilegur kærleiksandi er grundvöllur Reglunnar. Hann og siðirnir skapa festu, sem önn- ur félög vanta, því liggur meira starf eftir Regluna en önnur bindindisfélög, og því tekst henni oft betur en við má bú- ast að fá mikla drykkjumenn til að hætta áfengisnautn sinni. Skyldan við félagið. Þegar frá er tekið bindindis- heitið, þá er ekkert efamál að stúkan lagði ríkasta áherzlu á skyldu félaganna gagnvart stúk- unni. Hver félagi, sem var heill heilsu, var skyldur að sækja fundi, og hann var skyldur til að taka að sér þau störf er stúkan eða yfirmenn hennar kvöddu hann til. Og það var gengið ríkt eftir að þessu væri hlýtt. Þegar félögum tók að fjölga, var því miður minna gætt þessa en vera skyldi. Og það er í mínum augum efamál, hvort að stúkumar hafa ekki um þetta efni gert þjóðfélaginu ó- metanlegt gagn. Þegar Reglan kom, kunnu fáir til almennra fundarstarfa, og enn færri að hefja umræður um vandasöm efni eða taka þátt í umræðum. Eg gætti að því mér til gamans, skömmu eftir aldamótin, hverj- ir stjómuðu hinum ýmsu félög- um í bænum, og komst að raun ’) Og svo voru þær ekki í neinum félagsskap með karlmönnum og höfðu hvergi jafnrétti við þá. Reglan veitti þeim fyrst félaga hér jafnrétti. um að það voru aðallega góð- templarar. Mér dettur ekki í hug að halda, að þeir hafi ver- ið skynsömustu og skýrustu menn bæjarins, heldur hitt, að þeir kunnu störfin, kunnu að stjórna fundi, færa gerðabók, rita tillögu og annað er því fylg- ir. Reglan kenndi þjóðinni fé- lagsstarf og þýðing félagsskap- ar, og það var góð og nauðsyn- leg fræðsla. Og fundarsköp og lög Reglunnar eru svo að fyrir- mynd er, og því betra að læra félagsstarf þar en á öðrum stöð- um. En stúkan gerði hvað hún gat til þess að fá félagana til að standa upp og segja nokkur orð. Oft með því að leggja fyrir þá einhverja spurningu og skipa svo ákveðnum félögum að svara henni. Spurningarnar gátu ver- ið margskonar, t. d.: Því ertu templar? Hvar þykir þér falleg- ast í grennd Reykjavíkur? og eg man ekki eftir nema einu eða tveimur tilfellum, þar sem viðkomendur greiddu krónu sekt, en svöruðu ekki spurningunni. Útbreiðslustarfið. Strax og stúkan Verðandi var tekin til starfa, tók hún að sér stjórn á útbreiðslustarfinu hér Haraldur Níelsson. á Suðurlandi og hélt því mjög lengi. Ólafur Rósenkranz var þar lífið og sálin, en auk hans ýmsir aðrir, t. d. Indriði Einarsson og Þórður Thoroddsen, er báðir voru félagar stúkunnar. Stúkan

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.