Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 6
ais LESBÖK MORGUNBLAÐSINS og smátt færðist skafiinn nær bæjarþilunum, unz fór að skefla upp að þeim. Þetta ár var Þuríður móðir þín ekki heima. Hún var bama- pia hjá H. Kr. Friðrikssyni skólakennara í Reykjavík og konu hans Leopoldínu, sem var dönsk, en gat þó talað íslenzku. Þar lærði hún að lesa dönsku og margt fleira, svo hún hafði ekkert að segja af þessari bar- áttu, sem við höfðum heima. Þorgerður systir mín, sem var hálfu öðru ári eldri en eg, gerði öll inniverkin í fjósinu, en eg bar meisuna að dyrunum og mykjuna út. Við gerðum snjó- ranngala fram af fjósinu og dyr á og hurð fyrir, til að geta hleypt geldingum í vatn þegar nauðsynlegt var, því það var svo langt í vatnið, en áin botnfraus nærri því út í hana miðja. Þessi langi og harði vetur, sem náttúruöflin mynduðu með allri sinni harðneskju, gerði það að margir urðu heylausir, bjarg- arlausir og sumir eldiviðarlausir, áður en harðindunum létti af. Því ekki var hægt að ná neinu að sér fyrir illviðrl og ófærð, þó einstöku menn hefðu getað eða viljað miðla einhverri hjálp. Þegar komið var fram um miðjan einmánuð, þá fóru marg- ir að lóga einhverju af skepn- um sínum af heyleysi og bjarg- arskorti og draga af þeim skepnum, sem eftir tórðu, því enginn vissi hvenær þessum ó- sköpum myndi linna. Fyrst voru það geldir nautgripir, sem menn drápu og svo af fé sínu, eftir þv{ sem hver vildi helzt missa. En mest var haldið í mjólkur- kýmar, því frá þeim bjóst mað- ur við að fá mest af fæðunni til að lifa á. Á laugardaginn fyrir pálma- sunnudag, sem var síðasti sunnu- dagur í vetri, skar faðir minn 12 lömb, þau aumustu, því hann sá, að þau voru orðin vonar- peningur, svo ekki var mikil björg í þeim. Um miðja þá viku bar ein kýrin, svo við höfðum kálfskjöt og ábrystir á páskun- um og kökubita. Eitt var það, sem eg heyrði að fólkið var hrætt við, að þeg- ar snjóa leysti, gæti komið svo mikið flóð að það ylli stórtjóni. Á páskadagsmorgun var ofan kafald mikið, en fyrst vægt. Skömmu eftir að við vorum komnir út til að næra skepnurn- ar, stytti upp kafaldið. Og um hádegið var komið glaða sól- skin og logn. Þetta veður hélzt á hverjum degi, þangað til allur þessi mikli snjór var farinn, en tíkkert stórflóð kom. Fönnin fór á ótrúlega skömmum tíma. Vor- ið var yndælt eftir þetta. Náttúran á Islandi hefir fleiri hliðar en þá grimmu. Hún getur sýnt það fegursta útsýni, sem til er, ekki sízt um sumarsól- stöðurnar, þegar náttúran er bú- in að skríða sig sumarskrúða. Einu sinni var eg á ferð yfir Frh. af bl». »1«. hverju ári haft þau áhrif, að heimilisfeður eða ungir menn hafa hætt nautn áfengra drykkja. Þeir þekkja heimili, sem hafa verið gersamlega mat- arlaus og eignalaus fyrir drykkjuskap heimilisföðurins, og þeir vita, að sömu heimilin urðu síðar sjálfbjarga og meira að segja efnaheimili, þegar drykkjuskapurinn hætti. Þetta veitir þróttinn til nýrra starfa, nýrra átaka. Þetta eykur vonina um, að það sé unnt að bjarga fleirum frá örvænting ofdrykkj- unnar. Það er mikill tími, sem sá eyðir, sem sækir alla fundi stúku sinnar, og svo eru nefnd- irnar. Sá, sem hefir sótt alla þessa 3000 fundi og svo haft lítil nefndarstörf, hefir eyttí allt 3 árum með 8 stunda vinnu- tíma. Og þeir eru ekki fáir, sem sækja alla fundi. Það er ekki löggjafarstarfið, ekki fræðslan sem gerir, að þeir sækja fundi og rækja starf sitt. Það er trúin, það er kærleikurinn. Þeir finna, að oss mönnunum ber skylda til að reyna að hjálpa öðrum, reyna Skarðsheiði litlu eftir sólstöðuv. Er ég kom á háheiðina, svo að eg sá norður af, sá eg dýrlega sjón á lofti og jörð. Sólin ekki komin upp yfir sjóndeildarhring- inn. En hún gylti upp allt norð- urloftið, og smáský sem rósaglit á bláu loftinu. Það var blæja- logn. Jörðin græn, með allskon- ar blómaskrúði, og stafaði í vötn og ár. Þetta þótti mér falleg sjón. Líka var oft fallegt á fögrum vetrarkvöldum, þegar heiðskírt loft var. Hinn skært blikandi stjörnufjöldi og norðurljósin með gylltum litum. Eða hið bjarta tunglsljós. Hér í þessu landi er þetta allt til á loftinu, en ekki eins bjart, eða eins fjöl- skrúðugt og á íslandi. að fá þá til að ganga þá götu, sem til Guðs leiðir. Þetta gefur oss þrekið, svo hnútumar og smávægilegt missætti hverfur eins og reykur út í buskann. Og oss templurum ber að halda á- fram; við eigum að rétta fram hendina til hjálpar, og það þótt hún sé lítilsvirt. Oss ber að reyna að græða sárin, sem á- fengisnautnin skapar, og við viljum vinna að því, að þjóðin vitkist og þroskist, svo að á- fengisdrykkja hverfi með öllu. Þá er mesta mein þjóðarinnar horfið. Pétur Zophoniasson. Gigli, hinn frægi ítalski söngvari, neitaði ákveðið að ganga í ítalska fascistaflokkinn og var þess vegna hindraður í að vinna. En þrátt fyrir það held- ur hann sínu góða skapi. Þegar hann var spurður að því, hvers vegna hann byggi í tveggja hæða húsi sínu, svaraði hann: „Eg hefi gaman af að lifa í ó- hófi.“ iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiii Stúkcin Verðandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.