Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 17.10.1943, Blaðsíða 7
UESBOK morgunblaðsins tl» Puríður sundafyllir BOLUNGAVlK heitir grein eftir hr. Árna óla blaðamann. Birtist hún í Lesbók Morgun- blaðsins 26. sept. 1943, 36. tbl. Fer höfundurinn hlýjum orðum og lofsamlegum um byggðar- lagið, spáir því góðri framtíð og vekur athygli á framtíðar- möguleikum staðarins. Kann ég honum beztu þakkir fyrir grein- ina. Þegar menn lýsa því, sem þeir eru ekki vel kunnugir og þeir, sem gefa þeim upplýsingar, þekkja heldur ekki til hlítar það, sem þeir vilja fræða aðra um, þá er hætt við að eitthvað skol- ist í frásögninni. Svo hefir og orðið hér. Inn í þessa ágætu grein hafa slæðzt smá missagnir. Eru tvær þeirra þannig lagaðar, að ég tel þörf á leiðréttingu. Standurinn í Óshyrnunni, sem kallaður er ÞURlÐUR, er ekki konueftirlíkingin, sem bar nafn Þuríðar sundafylli, heldur aðeins fótskör hennar. ÞURÍÐUR er horfin. Hún hrundi að mitti fyrir um 80 árum. Síðan hefir það, sem eftir var af henni, eyðst smám sajnan, og er nú aðeins eftir undirstaðan. Saga er til á þessa leið: Þjóðólfur, bróðir Þuríðar, kom út hingað til systur sinnar. Hún gaf honum það af land- námi sínu í Bolungavík, er hann gæti hlaðið fyrir (afgirt) á ein- um degi, og mátti hann velja staðinn. Hann valdi botn Tungu- dals. Gamlar túngarðsminjar þar eru sagðar garður Þjóðólfs. Þuríður hafði geldneyti sín í afrétti á Stigahlíð. Eitt sinn, er hún var að gæta gripa sinna, mætti hún bróður sínum fyrir utan ófæruna. Leiddi hann eitt naut hennar (sumir segja kvígu) er hann hafði tekið ófrjálsum höndum úr gripahjörð systur sinnar. Þuríður undi þessu illa, og varð af senna snörp milli systkinanna, er endaði með því, að þau lögðu hvort á annað. Hann skyldi verða að kletti, þar sem sjór bryti sífellt á, bátar reru hjá og fuglar skitu á. Hún skyldi einnig verða að kletti, þar sem vindar gnauðuðu á og sól væri miðuð á. (En það var hennar mesta mein.) Þar, sem fundi systkinanna bar saman, er gjá ein yfir í fjallinu. Heitir hún síðan ÞJÓÐÓLFSGJÁ. Frá yztu og nyrztu húsunum í Bolungavík að Stigahlíðar- ófæru er aðeins stuttur spölur. Innanvert við ófæruna er sker eitt fremur lítið, er heitir ÞJÓÐ- ÓLFSFLAGA. Er sker þetta fyr- ir ofan venjulega róðrarbátaleið, en þó svo framarlega, að það kemur ekki upp úr sjó nema um stórar stórstraumsfjörur. Sker- ið er slétt að ofan og hallalaust. Á þessu skeri stóð drangur mik- ill upp á endann eins og súla. Hvernig hann hefir komið þarna og skorðazt eða gróið svo fast við skerið, að hann stóð af sér um aldai’aðir hinar æðisgengnu úthafsöldur, er á honum skullu, er annað mál. Virðist þó sú gáta ekki torráðin. En þarna stóð Þjóðólfur alhvítur af fugladrit, því á honum »at jafnan mikið af fugli. Nú var bað einn vormorgun kringum- 1864 (ég veit ekki ár- talið nákvæmt), að bátar, er reru, sáu Þjóðólf á sínum stað, eins og vanalega, en þegar menn komu úr róðri síðla dagsins, var hann norfinn. Var aðgætt, hvort hann lægi þar á botni hjá sker- inu, en svo var eigi. Hefði nann þó átt að sjást, því þarna er grunnt og steinninn hvítur. Sag- an af systkynunum og álögum þeirra rifjaðist nú upp, og varð mönnum litið til Þuríðar. Hún var þá horfin líka, í beltisBtað. Á Þuríði voru og eru miðuð dagmál á sólu frá miðri Bol- ungavík. Hin skekkjan, sem ég vil leið- rétta, er sú, að Tungudalur sé ábyggður. I honum eru fjórar bújarðir auk Hóls, sem ekki er talinn til dalsins, en er þó í dalsmynninu. Áður voru enn fleiri býli í þessum dal. Suðvest- ur úr Tungudal er dalur eða dal- verpi, er Lifrardalur heitir. Er hann óbyggður. Allnákvæmar lýsingar á þessu og fleira í Bolungavík, þ. á. m. Kvíarmiði, eru í bók minni, Ára- skip.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.