Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1944, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1944, Page 3
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS r L ósi. Með vorskipi kom þangað ung mcnnsku Ljá Hjálmari. Þeir voru eitt vetrarkvöld að láta inn fje. Hjálmar stóð við dyrastafinn á fjárhúsinu, en Gissur var utan við hópinn. Iljálmar átti mórauða for- ystuá. Hún var altaf yst í hópnum. Nú sjer Gissur að miðlungs stelpu- tuðra kemur neðan dalinn frá Ábæ að sjá, dg ber skotthúfu. Ekki sá Gissur andlit hennar, en honum stóð strax stuggur af henni. Ilún vindur sjer að forustuánni, þrífur hana í loft upp, svo að hún er eins og fugl í lofti. En Iljálmar lilcyp- ur til, þangað sem hún kemur nið- ur, en annað hornið á Móru skellur á öxlinni á honum og brotnar af. Stelpan á rás niður dalinn og Mjálmar á eftir á harðahlaupum, elti hana niður undir Tinná, en náði henni ekki. Þegar hann kom til baka, bannaði hann Gissur að liafa orð á þessu. Það bann hjelt Gissur ekki. En hnúturinn á öxl- inni var þar, sem hornið hafði brotn að af Móru. Þetta átt að hafa verið Kúskerp- isskotta, sem sumir kölluðu Ábæj- arskottu. Þetta var vitanlega hjá- trú og vitleysa. En svona inynduð- ust sögurnar í þá daga. Ivúskerp- isskotta átti að vera fylgja Hjálms bónda þar, og drap kýr og ann- að kvikt á undan komu Iljálms á bæi. Var sagt að Bólu-Hjálmar hafi boðið Iljálmi að koma skottu fyrir, en Iljálmur ekki viljað sinna því tilboði. Skotta hat'ði jafnvel orðið syni Iljálms að bana, Þor- steini að nafni. En annað barn lljálms varð brjálað. Þórarinn staldrar við andartak og segir svo: Það eru annars til fleiri sögur um Bólu-IIjálmar. Jeg koinst að ]>ví, þegar jeg var á Brúarlandi. Það cr víst best þú fáir cina til, svo þú hafir eitthvað. Ein syndin leiðir af annari. Kauphöndliui var þá á Grafar- dama. Hún var víst frá Kaupin- höfn. Ilún var send þangað til að koma henni undan ásókn mensks manns. Fólk hennar sá sjer ekki annað fært, en að senda hana til íslands. Ilún var send til maddömu Margrjetar. Maddaman var gáfuð kona. Ilún var víst ættuð úr Reykja AÚk, að mig minnir. Margrjet tók á móti henni. Þetta var ákaflega myndarleg og skemtileg stúlka. Ilún var búin að vera þarna eitt ár. Þá kom skip í Grafarós. Eftir það fer að bera á fásinni hjá stúlk- unni. Var talið að einhver áhrif hefðu komið frá Ilöfn með skip- inu. Það gekk svo langt, lagsmað- ur, að hún fanst einn morgun dauð í rúrni sínu. Það hafði átt að hafa verið blár blettur á hálsi hennar. Þetta var afskaplega sorglegt alt saman. Eftir þetta fór að verða reimt í gestastofunni á Brúarlandi, og það svo, að enginn hjelst þar við næt- urlangt. Þetta var áður en jeg kom þangað. Er svo hafði farið fram um hríð, söðlar maddama Margrjet hest sinn, og kemur inn að Minni- Ökrum til Bólu-IIjálmars. Jeg man vcl eftir því þegar hún kom. Hún sat lengi inni í baðstofu, og var að tala við gamla manninn. Þegar hún bar upp erindi sitt, svaraði Iljálm- ar fyrst með vísu þessari: Nú er vorðið'fátt af fró þar fauskurinn vitlaus bullar en gáfað fljóð í geitakró. gengur að biðja ullar. Ekki vissi jeg þá hvað þciui fór á milli. En þetta er tilefnið til vís- unnar, og hún er í - kvæðabók Hjálmars. En ekki er mjer kunn- ugt hvort aðrir vita hvernig hún cr tilkomin. Maddarna Margrjet sagði mjer þetta seinna. Nokkrum dögum eftír að liún kom að Miuni-Ökrum ljet Hjálmar söðla Stóra-Brún. Ileið hann út að Brúarlandi. Stóri-Brúnn var reið- hestur hahs, stólpagripur hinn mesti. Þegar hann kom að Brúarlandi, spurði maddama Margrjet hann, hvar hann vildi sofa. Hann sagði, að hún skyldi búa um hann í gesta stofunniv Hjálmar gisti þar í nokkr ar nætur. Síðan bar ekki neitt á neinu. Þetta sagði maddama Mar- grjet mjer sjálf. Dagsfarsgóður heima fyrir. — Nú skulum við snúa okkur a.ftur að Minni-Ökrum. Var ekki gamli maðurinn stirðlundaður á heimili, að þjer fanst? — Nei, öðru nær. Ilann var ein- hver sá gæflyndasti maður í dag- fari, sem hægt er að hugsa sjer, þegar ekkert bljes á móti. Og trygg ur vinur vina sinna var hann. En jeg sá líka liina hliðina. llánn var óvinur óvina sinna. Það var hann. En óvinir hans voru mikið færri, en menn hafa viljað vera láta. Það voru Blöndhlíðingar, o'g þó ekki nærri allir. Ilann var vinur ýmissa bestu manna þar, og þegar út fyrir Blönduhlíðina kom, þá gat varla heitið, að hann ætti nokkurn óvin. Og þeinx var kannske vorkunn, Akrahreppsmönnum, því að liann var þeim oft ó])jáll. Ekki all- ir, sem eðlilegt var, gátu tekið kveðskap hans ljett, þegar hann beindi orðum sínum að þeiin per- sónulega. En altof mikið hefir ver- ið gcrt úr óvinsældura BóIu-IIjálm- ars. Mjer er illa við þá, sem blása þær upp. T. d. er sagt að hann hafi verið prestahatari. Það var öðru nær. Þeir voru góðkunningj- ar sr. Jón Ilallsson á Miklabæ og Hjálmar. Og eins var hann vinur sr. Bencdikts á Ilólum, sr. Ólaís í Viðvík og si'. Tómasar á Brúarlandi. Fleiri skagfirska presta mætti telja. En hann var þannig gerður, að

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.