Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1944, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.01.1944, Side 6
c IjESRÓK morgttnblarsins Friðriki gott að fræðast af honum nm ]>að, er hann hafði sjeð. Wagn- er fór heim til föður síns í siunar- leyfnu og vildi þá gefa Friðriki nokkra matseðla til miðdegisverð- ar í K.F.U.M., en hann vildi ekki þiggja, hjelt, að K.F.U.M. væri „einhver ókirkjulegur sértrúarflokk ur“ og hafði aldrei gefið því neinn gaum. En Wagner sagði honum, að það væri kristilegt starf innan þjóð kirkjunnar. Ekki vildi Friðrik samt ]>iggja seðlana. Wagner kvað hann ómögulega geta smitast við að standa á gestalista í mánaðartíma og þyrfti hann ekki að láta taka sig inn sem meðlim fyrir það, því að allir yrðu að vera á gestalista að minnsta kosti einn mánuð. Ljet Friðrik að lokum tilleiðast, fór og ljet skrá sig á gestalista og fjekk gestakort, en Wagner gaf honum eina 13—14 matseðla. Ilann notaði seðlana, en kvnntist lítið fjelag- inu. Um sumarið fór hann í ferðalag til Noregs, og þegar hann kom aftur til K.hafnar, hirti hann lítt um fje- lagið og kom þar ekki. Snemma í októher kom til han*> læknisstúdent, að vitja um gestakortið, hvort hann vildi skila því, eða láta taka sig inn í fjelagið. Gjaldið var 25 aurar á mánuði. Þótti Friðriki hálf neyðar legt, að hafa verið svo lengi á gesta lista, en vilja svo ekki ganga inn, þegar fara átti að borga svo lítið gjald. Ilugðist hann vera meðlim- ur svo sem 3—4 mánuði, og gæti hann þá sagt sig úr. Hann gekk í Tv.F.U.M. og fjell vel það, sem fram fór á fundinum, „en samt hafði jeg“ segir hann, .,e: gan áhuga á fjelag- inu og kom ek’..i á fundi þess“. Eitt sinn fór hann þó að sjá ný húsa- kynni, sem fjelagið hafði flust í um haustið. Um þessar mundir fjekk hann þá hugmynd, að yrkja sorgarleik og valdi efnið: Sál kon- ungur. Tók hann nú að kynna sjer allt um Sál og tímabil hans, Þá sjer hann auglýst, að prestur nokk- ur, Sten að nafni, ætli að halda fyrirlestra um Sál konung í K.F.U. M. fimm þriðjudaga í röð. Hann sótti því þessa fundi og þótti þeir afar skemtilegir, „fanst, að það fjelag, sem ljeti halda svona góða fyrirlestra, hlyti að hafa eitthvað sjer til gildis“. Samt hætti hann fundarsókn, er lokið var þessiim fyrirlestrum Stens. — Á aðfanga- dagskvöld jóla hjelt fjelagið jóla- hátíð fyrir unga menn, sem óttu ekki heimili eða skyldfólk í Ivaup- mannahöfn. Þangað fór hann ásamt Snorra Jóhannssyni, frænda sínum frá Merkigili, er þá var í K.höfn. „Þar var kyrlátt, en þó glaðvært, góð máltíð, alveg eins góð og á góðu heimili". Fanst þeim mikið um, „og jeg hugsaði mjer,“ segir Friðrik, „að fjelag, sem veitir heim- ilislausum meðlimutn sínum svona jól, hlyti að vera gott fjelag og jeg ásetti mjer að kynnast því betur“. — Á jóladag fjekk hann sjer mið- degisverð til hátíðabrigða í K.F, U.M. Milli jóla og nýárs var hann þar mikið og tók að kynnast ein- stökum meðlimum. En sunnudaginn 6. jan. 1895 kom sá atburður fyrir, sem öllu öðru fremur festi hann við fjelagsskapinn. Þá kopi hann í fyrsta sinni á fund í unglingadeild K.F.U.M. Of langt vrði að lýsa fundinum, en um áhrif hans á Frið- rik, ritar hann svo sjálfur: „Þegar jeg kom heim um kvöldið, var öll mín sál sem í uppnámi; jeg sá fyrir mjer þenna drengja skara,-t)g söng- ur þeirra hljómaði mjer enn fyrir eyrum. Fyrir sálarsýn minni reis upp herskari af slíkum sveitum í þjónustu hins mikla konungs, og jeg hugsaði mjer, hvílíkur kraftur það væri, ef þessi aldur gæti unnist fyrir málefni Krists. Jeg fann hjá mjer brennandi löngun til að vera með í slíku starfi og bað Guð um leiðbeining, ef hann gæti notað mig í þjónustu sína í einhverju horn- inu á sínunr mikla akri. Þetta kvöld var mjer eiginlega upptökukvöld í fjelagsskapinn“. Urn vorið tók hann að sjer starf, varð sveitarstjóri í unglingadeildinni. Hann varð atorku samur og innlifa*ður starfinu. Köllun. Starfið greip haftm sterkar og sterkar. Námið, sem hann hafði stundað við háskólann, varð útund- an. Það dró að því, að velja yrði annað hvort. Óróleiki tók að sæk.ja á hann og varð stundum nær óþol- andi. Tók hann loks það ráð, kveld- ið 30. nóv., að hann lokaði að sjer og baðst fyrir, ákallaði Guð „úr djúpinu," svo kemst hann að orði sjálfur. Hann bað Guð að vísa sjer veg, opnaði Guði sál sína að bað þess, að hans vilji vrði. Hann bað um ótvírætt teikn, en vildi ekki til taka sjálfur, hvert vera skyldi Það átti að sýna, hvort hann ætti að gefa sig við náminu með full- um krafti, eða unglingastarfinu. Hann bað lengi, sennilega frá kl. 9 til kl. 11. Þá kom friður og vissa um, að bænin væri heyrð, svarið kæmi, en ekki vissi hann hvernig eða hvenær, girntist ekki að vita það heldur. Daginn eftir fór hann til altaris. Friður og vissa fylltu sál hans, og glöggt fannst honura, að gegnum stungin hönd frelsarans hvíldi á höfði sjer, meðan hann kraup við gráturnar. Tók hann nú til við starf og nám og beið svars. 12. des. dreymdi hann dreym um íslenska drengi, er þörfnuðnst hjálp ar hans. Þann dag fjekk hann tvö brjef. Annað var frá móður hans, en hitt var frá Þórhalli Bjarnasyni, er þá var lector, er spyr, hvort hann vilji koma heim og vinna að stofn- un slíks fjelags sem K.F.U.M. heima stæðu íslenskir drengir nær honum en danskir. Friðrik las brjefið laus- lega,.henti því út í horn og sagði: „Það skal þó aldrei verða“, en

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.