Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1944, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1944, Side 2
34 IÆSBÓK MOliGUNBLAÐSlNS stað. J’að heyrist nú þegar þungnr dynur þeirra er ganga fram til sókn ar. En ]>ví er ekki að neita. að hinir, sem ekki vilja stíga með, láta og til sín hevra. lljá átökum verður ekki komist. því er ver, jafnvel ekki þegar mest liggur við. A rajcta braut þjóðarinnar til fuils frelsis falla sprengjur, allt frá „tveggja smálesta sprengjum'‘^'niður í mátt- litlar púðurkerlingar. En úr þcssu rnirn draga»og allt fara vcl. Vegarsteinar. Það er vissulega engin furða ]>ótt horft sje fram á veginn í árs- byrjun 1Ú44. En hins má ])ó einnig gasta, að þessir tímar eru merkilegir minn- ingatímar — næstum því einstæð- ir — og það svo, að hvetja ætti til dáða, að rifja þá upp. Fyrir rjettri öld voru hjer um- brota og eftirvæntingartímar. Kon- ungur hafði endurreist Alþingi, en I’yrir 90 árum var danska þingið að afgreiða versktnarmálið. Einmitt á þessum tíma, á öndverðu ári 1854 var verið að reka smiðshöggið á það verk, að leysa verslun íslands að fullu úr fjötrum. Fyrir 70 árum. á öndverðu ári gerðist svo sá mikli atburður, að Islandi var gefin stjórnarskrá og Alþingi fjekk löggjafarvald og ráðstöfunarrjett fjárhags landsins. Og loks skeði }mð, sem nú er sjerstaklega minnst, að fyrir rjett- um 40 árum, eða 1. febr. 1904, sett- ist lijer að völdum íslenskur ráð- herra í íslensku stjórnarráði í líeykjavík. ráðherra er bar abvrgð fyrir Alþingi. Þingræði á íslandi er því 40 ára. Allt eru þetta merkiíegir vegai— steinar. Ollum þessum áföngum hef- ir þjóðin náð fyrir ötult og fast fylgi við málstað sinn undir forustu djarfra og bjartsýnna föringja og þrátt fyrir púðurkerlingaþrusk ein- hverra góðra og velmeinandi eftir- legukinda. Hver áfanginn er mestur? Það er ekki.gott að segja, hver af þessum tímamótum í sögu þjóð- arinuar eru merkilegust, og það }»ó að vjer tökum hið mikla ár, 1918, með. Það er crfitt að fullyrða. að Isla nd hai'i fengið afdrifaríkari boðskap en konungsboðskapinn um endurreisn Alþingis þó ekki væri nema ráðgefandi samkotna. Yarla verður heldur með sanni siigt, að önnur ráðstöfun hnigi meira til undirbúnings sönnu sjálfstæði þjóðarinnar en lausn verslunar- lmftanna. hvort sem litið er fram eða aftur, á drápsmátt einokunar- innar eða lífskraft hinna frjálsu viðskifta. Fáir munu og treysta sjer til þess, íið andmæla mikilvægi þeirrar ráð- stöfunar, að „gefa“ íslendiugum löggjafarvald, })ótt ekki væri nema í „sjermálum“ þeirra og á grund- velli hinna illræmdu stöðulaga. Að sumu leyti má segja, að þá hefjist nýtt tímabil í sögu Islands, Jió að enn birti ekki til fulls. Loks er að minnast ársins 1918, er hinum eidri firrum var hrundið, hætt að tala um ,.gjafir“ og „sjer- mál“ og Danaveldi. Það er nú meira að segja farið að verða tíska að staðhæfa, nð vjer Islendingar höfum raunverutega skilið við Dani 1918, og er það gott dæmi þess, hvcrnig gera má ofmikið úr jafu- vcl því, seni ágætast er og dýrmæt- ast. Eða hvað or það. sem nú er vorið að gera? Ilvað er það, sem nú er meira að segja verið að deila urn og reyna að tefja fyrir? Er það ekki skilnaðurinn við Dani? Frá miðöldum til nútímans. ! En hvað sem segja má um ulla ]>essa miklu vegarsteina, þá hygg jeg, að við engan þeirra skifti jafn mikið um í sögu þjóðarinnar, ]>ró- un allri og viðburðum, eins og 1904. llitt má kalla „þróun“, en hjer verðtir „stökkbreyting“. Það er ná- lega sama á hvaða svið þjóðlífsins er litið. „Landshöfðingjatímabilið" og „heimastjórnartímabilið“ eru tveir hcimar, cins og miðaldir og nýi tíminn. Það væri sjálfsagt fávíslegt að rekja rætur allra þessara breytinga til stjórnarskiftanna einna. En það verður aldrei út þurkað, að ]>au eigi sinn mikla þátt í því. — Og spyrja mætti, hvort þau, beint cða óbeint, væri ekki í raun og veru potturinn og pannan í því öllu. Elfa sögunnar er straumþung og mikil að vöxtum. Einstakir menn og viðburðir gætu virst ráða þar litlu. En jafnvel hin mesta elfa verður þ<j að fylgja landslagi, og landslag þessarar elfu sögunnar er lagað af þeim háttum, seni á eru hafðir á hveerjum stað og hverri stundu. Engum dettur í hug, að liver einstaklingur eða liver ]»jóö gcti hjer öllu um ráðið, en þó sýn- ir sagan ljóslega, að þjóðirnar skapa sjer sín örlög úr því efni, sem fyrir er.Og reyna mætti — þótt ekki verði það hjev gert — að hugsa sjer það, hvort Island hefði tekið líkum farmförum, ef áfram hcfði setið við það, sem var fyrir 1904, þegar erlendur ráðherra fór me<> völd, stakk sjajdan upp á neinu og hafnaði oft' tillögum lands-^ manna. Nýr verulegur þáttur i þcim breytingum, sem hjer verða eftir 1904, er samstarf Alþingis og inn- lendrar stjórnar. lljer vex upp stórútvegur á þessum árum. verslun flyst heim, einnig heildverslunin. Nokkru síðar hefjast siglingar Islendinga.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.