Lesbók Morgunblaðsins - 06.02.1944, Blaðsíða 11
LESBÓK MORÓUNBLAÐSTNS
41
)mry undirforingi drógst alla leið
til tjaldsins, og Whisler einnig eii
er hann var þangað kominn, leið
yfir hann. Israel gekk hálfa leið,
en fjell svo í ómegin og var borinn
til tjaldsins. Greely foringi komst
óstuddur í hið nýja híbýli og dró
á eftir sjer svefnpoka sinn. Elison
var dreginn þangað á ábreiðu með
miklum erfiðismunum. Whisler
ljest í tjaldinu hinn 24. • maí og
Jsrael þrem dögum seinna. Og
Brainard skrifar:
„Laugardagur 31. maí. Grenjandi
stórhríð brast á í gærkveldi og hef-
ir haldist í allan dag með auknum
ofsa. Við erum fangar í hinu hrör-
lega skýli voru. Við höldum kyrru
fyrir í svefnpokunum, sem eru á
kafi í snjó inni í tjaldinu. Enginn
matur nje drykkur hefir komið
okkur í munn í allan dag. Af öll-
um eymdar- og þjáningardögum
æfi nþnnar, sem jeg man eftir er
enginn, sem verður borinn saman
við kvalir síðustu stunda.
I hvert skifti, er jeg fer að sækja
átu, á jeg leið frarn hjá legstað
fjelaga minna. Þar sofa þeir svefn-
inum langa allir í röð og til vinstri
handar við þá er opin gröf, þar
sem mínar jarðnesku leifar munu
hvíla að fáum dögum liðnum, ef
mínir eftirlifandi fjelagar hafa þá
þrek til þess að jarða mig“.
1. júní um eftirmiðdaginii and-
aðist Kislingbury undirforingi.
Brainard var þá slæmur af gigt.
Salor liðþjálfi fjekk óráð aunan
jiiní og dó daginn eftir.
Þrátt fyrir hinar ógurlegu ástséð
ur fjelaga hans, stal Henry tals-
verðu af átu. Greely dæmdi hann
til dauða og var hann skotinn dag-
inri eftir af Brainard, Long og
Prederick.
5. júlí dóu .Pavy læknir og Bend-
er hermaður. Þeir sem eftir lifðu
bjuggu um líkin eins vel og þeir
gátu, en komu þeim ekki nema
rjett út fyrir tjaldið. Þeir bjuggu
til ógurlega máltíð úr skósólum,
mosa og ofurlitlu af fjallagrösum.
Af hinum níu mönnum, sen nú
voru eftir, voru Gardiner, og Eli-
son algjörlega ósjálfbjarga. Greely
foringi gat skrifað ofurlítið með
hinum mestu erfiðleikum. Eins var
ástatt með Biederbeck og Connell.
Long, Brainard og Frederick
gátu enn gengið ríokkuð, og var
Long tiltölulega hraustastur þeirra
allra.
Gardiner dó 12. júní. Þann
sama dag skrifaði Brainard í dag-
bók sína:
„Nú býst jeg við hjálparskipi
á hverju augnabliki. Jeg setti upp
flagg í dag á klettunum, sem snúa
að sjónum. Það sjest úr mikilli
fjarlægð“.
17. júní skrifar hann aftur:
„Við tókum selskinnið utan af
svefnpoka Longs og mínum, og
skiftum því á milli okkar allra.
Það er allra síðasta ætilega, sem
við höfum. Við deyjurn líklega
allir um sama leyti, því þegar þetta
er upp etið, er úti um alt. Enginn
af okkur, sem nú lifum getur bú-
ist við að verða greftraður“.
Schneider dó 18. júní.
Daginn eftir misti Elison báðar
hendurnar og skeið var bundin við
stirfinn svo hann gæti nærst af
selskinnsstöppu og mosa, marg-
littum og ýmsum óþverra, sem var
hrært saman í könnu.
lú. júní hvesti og tjaldið datt
niður ofan á. Greely og Brainard,
sem urðu fastir undir því og fengu
sig hvergi hrært. Þannig lágu þeir
í þrjá daga, og allan þann tiina
næringarlausir.
Seint um. eftirmiðdaginn hinn
22. júní, seni var sunnudagur,
skreiddist Long liöþjálfi út úr
hinu fallna tjaldi til þess að reyna
að ná í fjallagrös eða mosa. Þá
heyrði hann blástur í gufuskipi.
Það var eins og Long vaknaði til
nýs lífs. Hann fór þegar að reyna
að komast upp á hæðina, sem sneri
út að sjónum. Þangað voru eitt-
hvað um 200 metrar, en hversu
langt var það ekki fyrir jafn mátt-
farinn mann. Ormagna eins og hann
var hnaut hann og reikaði yfir
sljettan melinn að hæðinni. Er
hann kom þangað vorrr kraftar
hans á förum, en hann skreið upp
brattann á höndum og knjám, og
og komst að síðustu svo langt, að
hann sá út á sjóinn. En ekkert skip
sást. Hann fjekk risið á fætur, og
fór svo tæpt, sem hann þorði, en
ekkert óvenjulegt sást. Það voru
sár vonbrigði fyrir hann, og hann
leit við, niður á hálffallna tjaldið
niðri á sljettunni, Þar serri sumir
af fjelögum hans lágu dauðir fyr-
ir utan, og aðrir deyjandi inni. Já,
máskc voru þeir þegar látnir.
Hann datt oft á leiðinni niður að
tjaldinu, og oft lá honum við yf-
irliði. Hann var nú sá eini af litla
hópnum, sem gat hreyft sig. Állir
hinir lágu þöglir og biðrr endalok-
anna, sem má gátu kornið ' eftir
klukkustund, jafnvel eftir nokkr-
ar mínútur.
Nú voru eftir lifandi, auk hana,
Greely foringi, Elison, Connel,
Brainard, Fredrick og Biederbeek,
allir hálf meðvitundarlausir og svo
magrir að þeir líktust varla mann-
verum lengur.
Long fanst nú eins og ástæð-
urnar voru, að haun gæti alveg
eins dáið uppi á hæðinni, meðári
hann horfði eftir hjálp, jafnvel
þótt. engin slík kæmi, eins og áð
gefa upp alla von • og deyja við
tjaldið.
Með ósegjaniegum erfiðismun-
um tókst honurn að komast upp á
hæðina aftur. Með sjer hafði liann
spítu, sem hann hafði bundið fíagg-
ræfil á. Alla leiðina varð hann að
I