Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1944, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 21.05.1944, Qupperneq 11
LESBÓK MORQUNBLAÐSINS W ¥' &* 251 gengi svo a<5 sogja beint inn í ljónabúriS, „Jeg beld, að það væri best fyrir yður að fara að hátta“, sagði jeg. Hann fór, og þegar jeg kom heim af skrifstofunni, sat hann furðu hress úti í sólstofunni. Hann hafði fengið sjer bað, rakað sig og skift um föt- Hollendingurinn var frekar hár Vexti og sver. Hárið var stuttklipt og strítt. Hann var á að giska fert- ugur. En mjer fanst hann skrítinn á svip, einkum augnaráðið. Það var eins og að hann ætlaði að fara að gráta. Hann leit oft/um öxl, eins og hann heyrði eitthvað. Hann var sannarlega taugaóstyrkur. Yið fengum okkur nokkur glös og byrjuðum að tala saman. ITann talaði ensku mjög vel og það var reglulega skemtilegt að tala við liann. Hann hafði farið víða og lesið mikið. Við vorum orðnir skrambi híf- aðir, þegar við settmnst að kvöld- verði. Þegar við vorum búnir að borða fengum við okkur nokkur staup af líkjör. Við vorum orðnir slompkendir. Loksins sagði liann mjer, hvern- ig á þessu ferðalagi sínu stæði. Það var óhugnanleg saga, Hann tók sjer málhvíld, og það var eins og hann hrylti við tillrags- unina. Hann kom frá Sumatra. ITann hafði gert eitthvað á lilnta ICín- verja nokkurs, og hann hafði svar- ið, að hann skvldi drepa hann. Ilollendingurinn hjelt ’fyrst, að honum væri ekki alvara. En náung- inn revndi tvisvar til þrisvar að koma honum fyrir kattarnef, og þá hætti honum nú að standa á sama, svo að hann tók það ráð, að fara burt. Hann fór til Batavíu og ákvað að láta fara vel um sig þar. En þegar hann hafði dvalið þar í viku, sá hann, hvar Kínverjinn læddist meðfram vegg. Það leit tit fyrir, að honum væri alvara. Ilollendingnum fanst nú gaman- ið fara að grána, svo hann tók það ráð að fara með skipi til Soerabaya. Hann var þar nokkra daga, og einu sinni, þegar hann sneri sjer þar við úti á götu, sá hann beint framan í smettið á Kínverjanum. Ilollendingurinn fór beint til gistihiis síns, tók saman föggi;r sínar og fór með næsta skipi til Singapore. Einu sinni, þegar hann var að fá sjer snaps úti í garðinum við gistihúsið, sá hann Kínverjann lappa þar liinn spertasta. Hann leit á hann augnablik og fór svo burt. Ilollendingurinn sagðist hafá orðið alveg lamaður. Kínverjinn hefði getað rekið rýtinginn í hann ]>ama á staðnum án þess að hann hefði getað hrært legg nje lið sjer til vamar. ITollcndingurinn sá, að hann beið aðeins færis til þess að drepa hann. ,,En hvers vegna bað hann ekki um aðstoð lögreglunnar?" spurði jeg. r „Það veit jeg ekki. .Teg býst ekki við, að hann hafi viljað láta lög- regluna fara að hnýsast um sína hagi“. „En hvað hafði hann gert mann- inum?“ „Það veit jeg heldur ekki. ITann vildi ekki segja mjer það. En mjer sýndist það á honum, þegar jeg spurði hann, að það liefði víst ekki verið neitt kærleiksverk. .Teg býst við, að honum hafi fundist hann eiga hefnd Kínverja skilið. Húsráðandi kveikti sjer í vindl- ingi. „Haldið áfram", sagði jeg. Skipstjórinn á skipinu, sem gengur á milli Singaporc og Kuching, bjó í sama gistihúsi og Hollendingurinn. Hann ákvað að nota sjer það til þess að losna við Kínverjann. Skipið átti að fara næsta dag. Híura skildi farangur sinn eftir í gistiliúsinu og fór nið- ur að skipi með skipstjóranum^eins og hann ætlaði aðeins að fylgja honum um borð. Svo fór hann með skipinu. Hann hugsaði ekki tim neitt annað en að losna við Kínverjann, Hann var nokkuð öruggur í Kuch- ing. Hann fjekk sjer herbergi í góðu gistihúsi og kevpti sjer nokkra klæðnaði og skyrtur. En hann sagði mjer, að hann hefði ekki getað sofið. Hann var altaf að dreyma Kínverjann, og mörgum sinium á hverri nóttu vaknaði hann við það, að honum fanst hnífur dregi ui yf- ir barkann á sjer. Það veit hamingjan, að jeg kendi í brjósti um hann. Ilann skalf, þegar hann var að segja mjer frá þessu, og rödd hans var hás af skclfingu. Nú skildi jeg þetta óskiljanlega í svip hans. Það var skelfing. Og dag nokkurn, þegar hann sat í klubb einum í Kuching, sá hann Kínverjann. Augu þeirra mættust. Hollendingurinn fjell í yfirlið. Þeg- ar hann raknaði við, var hans fyrsta hugsun að komast út. Iíann fór um boi'ð í skipið, sem þjer komuð með hingað. Hann gekk úr skugga um, að Kínverjinn væri ekki á skipinu, „En af hverju kom hann hing- að?“ • „Skipið kenrar við á mörgtjm stöðum á ströndinni, og það var ó- hugsandi, að Kínverjinn gæti getið sjer til, að hann hefði farið hing- að, því hann ákvað að gera það, þegar hann sá, að það fór aðeins einn bátur með farþega í land hjcr. „.Teg get verið hjer rólegur í dá- lítinn tíma“, sagði hann, og ef jeg get verið rólegur dálítinn tíma, þá ætti jeg að skána í taugunum". „Verið hjer eins lengi og yður sýnist", sagði jeg. „Þjer getið verið rólegur, þangað til skipið Framb. af bls. 255-

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.