Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Side 1
6. tölublað. Sunnudagur 11. febrúar 1945. XX árgangur. 1»oldaiv*1—4ðl* t -U Ingólíur Gíslason, læknir: ÞEGAR FYRSTA STÓRRRÚIN VAR VÍGÐ Gamla Skjálfandafljótsbrúin. ÞAÐ YAR farið að skyggja síð- sumarskvöld. Skógut'inn var að byrja að gulna og grasið að visna, það sem óslegið var. Jegvar nýbúinn að’ láta kýrnar inn og stúlkurnar farnar að mjólka Jtær, en piltarnir vortt að slá ljáina itr orfum sínum og ganga frá öðr- um áhöldum. Jeg vappaði um hlað- ið og varpann og hafði ekki áhyggj- ur af neinu enda ekki nema níu ára gamall. Mjet' var starsýnt á kvöld- roðanu hann var svo fagur og lit- irnir svo margbreytilegir eftir sól- arlagið. Jeg vissi að jeg átti að fara inn í bæ, borða kvöldmatinn, hátta svo og sofa til Jtess að geta vaknað snemma næsta morgun Jtví margt er að starfa í sveitinni á sumrin og níu ára maður er til margra hluta nytsamur. Mjer var litið vestur eft- ir túninu og sá mann koma ríðandi á dökkrauðu hrossi. Jeg jDekkti brátt að þetta var Einar Ásmunds- son í Nesi, reiðhesturinn hans var einkennilegur og það var maðurinn líka: fremur lítill en liðlegur «*g höfðinglegur, með stórt enni, gáfu- leg augu og nokkuð sítt, grátt höku- skegg. Hann heilsaði mjer vingjarn- lega og sagðist ætla að gista. Jeg kallaði á föður minn og tók hann með gleði á móti bróður sínum og Jeiddi hann í bæinn. Okkur l)örnun- um þótti líka ætíð vænt um þegar Einar kom, því hann var góður við okkur og spaugsamur og gaf hann okkur jafnan sinn tveggjakrónu- peninginn hverjum og það var stór fjárhæð í þá daga. J^g flvxtti hest- inn í haga og ekki var jeg hrifinn af fjörinu, fannst að svona mikill maður ætti að eiga betri hest. Svo hefti jeg klárinn og vandaði mig, jeg mátti ekki hefta hann of fast þá gat hann orðið haftsár og ef- haftið var of laust þá gat klár- inn losnað og hlaupið heim að Nesi. Ilvorugt mátti ske því föður- bróðir mirm var nú að fara fram að Goðafossi, þar skyldi vígja stóra brú daginn eftir, fyrstu Skjálfanda- fljótsbrúna og fyrstu stórbrúna á Islandi; þetta var merkisviðburður í sögu hjeraðisins og sofnaði jeg út frá þeim hugleiðingum um kvöldið að margt kæmi nú fyrir á langri leið. Morgunin eftir voru Jveir snemma

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.