Lesbók Morgunblaðsins - 11.02.1945, Page 4
7G
r*
(»g óska'ði hjeraðshiuim til hamingju
ineð brúna. Þá talaði Benedikt
Sveinsson sýslumaður, þakkaði
Tryggva og öðrum, sem að þessu
nauðsvnjamáli hefðu unnið og ljet í
Ijósi gleði sína og annara yfir þess-
ari miklu samgöngubót. Að vísu
fannst honum brúin full mjó og tók
dæmi þess að hestur með hrísbagga
gæti ekki farið um hana, en þó
mundi þetta ekki koma að sök.
Ekki man jeg eftir fleiri ræðumönn
um og voru þó þarna fleiri hjer-
aðshöfðingjar -svo sem sjera Bene-
dikt í Múla og Einar í Nesi, en
. ekki man jeg eftir að .Tón á Gaut-
löndum væri þar. Einhverjir Akur-
eyrarbúar vooru þarna og sem sagt
menn úr -öþum áttum. Tryggvi
Gunnarsson sló botninn vir brenni-
vínstunnunni, er hann hafði látið
flytja á staðinn, bað hann menn að
gera sjer glaðan dag. Aðrar veiting-
ar hygg jeg að ekki hafi verið.
I blaðinu „Fróði“, sem kom út
nokkrú síðar stóð meðal annars:
„Brýr yfir Skjálfandafljót eru nú
fullgerðar áð kalla. Þær eru tvær,
önnur vfir meginfljótið og mun hún
vera um 160 fet að lengd en hin vf-
ir kvíslina og er sú brúin nálega
hálfu styttri en þó viðameiri og
rammgerari með því að hún hvílir
aðeins á undirstöðunum undir brú-
arsporðunnm. Brúin vfir megin-
fljótið héfir aftur stvttri lot því
hún liggur milli endanna á tveimur
stöppluYn, sem hlaðnir eru á kletta
svo lengsta lótið er aðeins 60 fet.
Ilæðin frá. vatninu — eins og það
er jafnaðarlegast — og upp að
brúnnf er 20 fet. Brymar liggja
nálægt þjóðveginum, eins og
hann hefir verið lagður úr Ljósn-
vatnsskarði austur á Fl.jótRheiði.
Kvdslarbrúin er r.jett við veginn, en
s.jálf Fíjótsbrúin er nokkru ofar
eða suimar— ea. 1/10 úr danskri
mílu og lengir það veginn nokkuð.
LESBÓK MORGUNBLAÐSTNS
Nú nauðsvn að breyta * veginum
nokkuð vegna brúnna og legg.ja
nýjan veg eigi aðeins yfir Ilrútey,
brúnna á milli, heldur og skáhalt
upp á Fljótsheiði nálægt Tng.jalds-
stöðum. Aður liefir vegnrinn legið
þvert upp frá bænum Fljótsbakka,
en þar er all bratt. Á hinum nýja
vegi út og upp heiðina yrði þar á<
móti lítill halli en talsvert hlýtur
það að kosta að gera þennan vegar-
kaffla greiðfærann og varanlegan“.
Menn röbbuðu saman um brúna og
framtíð hennar. Kristján á Ulfsbæ
og fleiri fannst hvin vera enn helst
til lág enda varð sú raun á síðar
því stundum var hún hætt komin
í vatnavöxtum og ruðningum og
einhvem tíma skekktist hún eitt-
hvað á austari stöplunum við á-
hlaup ís.jaka. Silkiband var strengt.
vfir brúna áður athöfnin byrjaði.
en ekki man jeg hver klinnti það
sundur áður gengið var.yfir brúna.
Engar skemmtanir, íþróttir n.je
söngur, en ýrnsir urðu góðglaðir
ogáttu eitthvað í pelum til heimferð
arinnar. Einn var reiddur heim ó-
sjálfbjarga. en ekkert slys varð og
vfirleitt fór þessi samkoma vel
fram. menn voru glaðir og ánægðir
og fóru að tínast r burtu þegar
skvgg.ja tók. Einar í Nesi og fleiri
h.jeldu heim að Ljósavatni og mun
einhver fundur hafa verið haldinn
daginn eftir, fól hann mig forsjái
nafna síns. en hann þurfti þá líka
að fara einhvern útúrlcrók með
vinum sinum líklega hitt eiuhverja
skólabræður sína og langað til' að
vaka með þeim litla stund, hann
vildi því líka losna við mig — barn
ið. sem þurfti að komast sem fyrst,
heim og fara að sofa. bað hann bróð
nr sinn, B.jörn Friðgeirsson fvrir
mig. B.jörn er nú góður bóndi í
Ameríku. Fór jeg með honum, syfj-
aður. þreyttur og svangur heini að
Garði og gisti þar um nóttina. Morg
uninn eftir var jeg hinn hressasti,
þótt ,jeg fengi ekki nfitt úr brenni-
vínstunnunni .hans Tryggva. Reið
jeg nú stutta bæarleið heim jtil mín
og sagði systkinum mínum ferða-
söguna.
Nú er kominn ný skrautleg brú
á fljótið, beint uppi yfir hinni. I
fyrra er.jeg fór þarna yfir minntist
jeg brúarvígslunnar fyrir 60 árum
og fannst einkennilegt að s.já litlu
gömlu brúna niðri í gljúfrinu lík-
ast því sem hún væri prjónastokkur
eða leikfang bergbúanna, sem þeir
mundu ekki vilja missa í ána fyrir
nokkurn mun.
¥
Smælki
Ein skýringin á þvi, hvers vegna
menn segja „Guð h.jálpi mjer“,
þegar menn hnerra. er á þessa leið:
— Fyrir langa löngu var það trú
manna, að þegar maður hnerraði
farni sálin úr líkamanum út um nas-
irnar SA-otia um stundarsakir. Sá illi
sá sjer þá leik á borði og skaust
upp t nasirnar og hugðist varna sál
inni inngöngu, þegar hún leitaði
aftur til sinna fyrri heimkynna.
Með því að biðja guð um hjálp,
komst djöfsi ekki inn í nasirnar.
★
'— Má jeg spvrja yður um leynd-
ardóm velgengni yðar, sagði ungur
kaupsýslumaður við gamlan og
reyndan kaupmann.
— Það er ekkert leyndarmál,
svaraði kaupmaðurinn. Þjer verðið
að stökkva, þegar tækifærið býðst.
— En hvenær á .jeg að vita, hve-
nær tækifærið býðst?
— Það er ekki hægt að sjá það.
Þú verður stöðugt að vera á hlaup-
um.