Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 12.08.1945, Blaðsíða 4
404 LESBÓK MOROUNBLAÐSINS Dætur séra Einars á Knappstöðum A SEfNFSTU ÁRUM átjándu aldar og byi-jun hinnar nítjándu ólust upp norður í Stíflu í Fljótum fjórar prestdætur, sem sökum ó- venjulegs andlegs atgerfis jieirra allra er skylt að minnast. Engin þeirra hlaut neinn sjer- stakan virðingarsess, að þeirra tíma mælikvarða, en í þá tíð mun hafa þótt vegur mestur að giftast ein- hverjum af hinum konunglegu em- bættismönnum. Þær giftust allar bændum, sem fremstir loru, hver á sínum Vettvangi. Og í bændasessin- um hafa eflaust þeirra miklu hæfi- leikar notið sín til fulls. Því alkunn- ugt er, að á þeim tíma var það ein- mitt bændamenningin sem stóð á verði fyrir þeim óhollu áhrifum, sem hið erlenda kúgunarvald hafði í^för með sjer, og mun það á öllum tímum hafa fajlið í hlut þeirra, sem fremsfir fórn hvað sálarþroska snerti, að eiga bjart til beggja handa og telja kjark í þá, sem vell- ari vorú fvsir. Efa jeg ekki, að prestdæturnar _fjórar hafi þar ver- ið góðir vökumenn. Foreldrar þessara systra voru Einar Orímsson á Knappstöðunt og Ólöf Steinsdóttir. Steinn var sonur Jóns skálds á Fjörðum. Þorsteins- sonar á Kyri í Flatevjardal, Sturlu- sonar.. Bæði voru hjónin sjera Einar og kona lvans ætfuð úr Þingeyjarsýslu, og því aðflutt í þann fagra stað Stífluna. Ræði voru þau greind og mikilhæf, enda hvað ættgengi snert- ir, af þvi bergi brotin. Tfefir mjer verið sagt af gömiu fólki, sem enn. iifir, að þau hafi gert sjer skemmt- an að því að kasta fram stökum og kveða'st þannig á. Enda mun í beggja ættum vera mikið af hag- mæltu: fólki og sumt skáld góð. og þó sjer í la-gi í ætt Ólafar. Var faðir hennár með afbri.gðum vel skáld- mæltur, og læt jeg hjer vísu eftir hann, sem hann kvað 82 ára í kaup- staðarferð. Hafði hann verið góður formaður á yngri árum, en í þessari kaupstaðarferð sat hann undir ár- um, og var orðinn með öllu blindur. En er skyndilega versnaði veður var hann spurður ráða. Svaraði hann þá með þessari vísu: Eg við bundinn árastrit, í engri mynd þó fari, hevri jeg vind og hrannaþyt, en hvað skal blindur dæma um lit. Því miður veit jeg ekki hver af dætrum sjera Einars hefir verið elst. En Guðrún er fædd 1793, Iler- dís 1796. Um fæðingarár Sesselju og Hallfríðar er mjer ókunnugt. Sesselja giftist Guðlaugi syni sjera Jóns prests á Rarði í Fljótum. Er mjer kunnugt um dótturson þeirra, er ílentist hjer á landi, gáfaðan mann í besta lagþ en hljedrægan. Fjölmargir afkomendur þeirra flutt- ust til Ameríku, og get jeg fullyrt að þeirra hlutur þar muni ekki minni en annara lslendinga. Jlverjum Ilallfríður giftist er, mjer ekki svo kunnugt, að jeg geti með öllu fullyrt. En frá henni er kominn mikill ættbogi. Mun flest af hennar afkomendum hafa ílentst í Eyjafirði. LTm hana hefi jeg heyrt sagt, að hún hafi verið fljót að koma fyrir sig vísu, og hafi oft mælt í bundnu máli svo fljótt, sem aðrir í óbundnu. Guðrún giftist Jóni ríka á Rrúna- stöðum í Fljótum, og var hún síðari kona hans. Hún var fjölhæf gáfu- kona og kvenskörungur hinn mesti og búkona svo af bar. Munu efni Jóns ríka eigi svo lítið hafa aukist við bústjórn hennar. Svo gjafmild var hún við fátæka, að enn eru sög- ur um örlæti hennar á gangi í Skaga firði. * Jón unni konu siimi mjög, og þóótt hann væri talinn svinnu mað- ur, amaðist hann ekki við góðverk- um Guðúnar. Það er mælt að Jón hafi eitt sinn sagt við konu sína, þá er honum fundust gjafirnar úr hófi keyra: „Cíefðu Guðrún mín, en láttu mig ekki vita“, Og þótt Jón væri fastur á fje, gat kona hans ætíð haft áhrif á hann til úrlausnar bág- stöddum, þá með snjöllum ráðum, ef annað dugði ekki. Læt jeg hjer eina sögu, er sannar hve ráðug hún var. Það var í vorharðindum miklum, sem algeng eru í Fljótum, því þar er fannkyngi svo mikið, að vart mun meira í annari sveit, En Fljótamenn hafa flestir verið búhöldar góðir og sjeð búpeningi sínum vel farborða, enda óvíða betra að afla mikilla heyja, því þótt snjóa leysi seint, kemur jörðin græn undan fönninni, og þarf þá ekki að sökum að spyrja, því frjó er jörðin með afbrigðum. Á harðindavori miklu kom bóndi einn að Brunastöðum og bað Jón um hey. Yar Jón ætíð birgur af hevjum sem öðru, og er sagt að gömul hey hafi staðið þar árum saman ósnert. t þetta sinn synjaði Jón heysins. Guðrún var í búri að skammta er griðkona ein sagði henni, að maður hennar vilji enga úrlausn gera manninum. Ekki hafði húsfreyja mörg orð um, en gengur inn til baðstofu með mat til komu- manns, setur á borðið fyrir hann, gengur síðan til manns síns og seg- i: „Það veit jeg Jón minn, að þú neitar mjer ekki um töðu í einn poka handa manni þessum“. Jón ríki horfði í gaupnir sjer nokkra stund og segir sfðan: „Þú getur gefið honum það, ef þjer sýn- ist, Guðrún mín“. Síðan gengur Gnðrún fram. Eh er komumaður kvaddi hana brá

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.